Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Fartölvur í verknámi

Birting:

þann

Hér sjást nemendur á þriðja ári í matreiðslu við undirbúning veislu

Hér sjást nemendur á þriðja ári í matreiðslu við undirbúning veislu

Í Hótel og matvælaskólanum eru matreiðslunemar í verklega æfingu með fartölvur sínar, en þeir sækja uppskriftir og öll viðföng á netið fyrir æfinguna.

Ragnar Wessman fagstjóri í matreiðslu segir að fartölvuvæðing í eldhúsum sé komin til að vera.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nemendur & nemakeppni

Ef starfshlutfall er stytt niður í 25% eða 50%, verður þá námið lengra?

Birting:

þann

Nemandi

Þessi fyrirspurn var send á veitingageirinn.is:

„hvernig er með námsamninga i matvælageiranum þegar vinnustundir eru styttar niður í 25% eða 50% verður þá námið lengra?““

Við fengum Ólaf Jónsson sviðsstjóra matvæla- og veitingasviðs hjá IÐUNNI fræðslusetri til að svara þessari spurningu og er hér svarið hans:

„Námstími nema á vinnustað er skilgreint sem 100% starfshlutfall í 126 viku í matreiðslu, bakariðn og kjötiðn. Samtals 80 vikur í framreiðslu. Nemi sem er í skertu starfshlutfalli á vinnustað, (almennt er miðað við 50% starfshlutfall að lágmarki), lengir þar með í samningstíma sínum sem nemur þeim mismun sem er á hlutastarfi og fullu starfi yfir tilgreint tímabil.“

Veitingageirinn.is þakkar svarið.

Sendu inn spurningu

Hægt er að senda nafnlausa spurningu í gegnum þetta form hér og við leitum svars. Við áskiljum okkur allan þann rétt til að ákveða hvort spurningin eða svarið verða birt.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Nemendur & nemakeppni

Breytt fyrirkomulag á innritun í meistaranáms matvælagreina og iðnnáms

Birting:

þann

Breyting er á fyrirkomulagi innritunar í meistaranám matvælagreina og iðnnám baksturs, framreiðslu, kjötiðnaðar og matreiðslu í Hótel- og matvælaskólanum.

Hótel- og matvælaskólinn - Matsveinar og matartæknar - Baldur Sæmundsson

Baldur Sæmundsson
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson

Í samtali við Baldur Sæmundsson áfangastjóra í Hótel- og matvælaskólanum í MK kom fram að skólinn hefur fengið heimild Mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að opna fyrir innritun á haustönn 2020 fyrr en áður hefur verið gert.

Baldur talaði um að um væri að ræða tilraun og er farið í þetta núna til að nemendur sem eru með fjölskyldu eða búa á landsbyggðinni geti skipulagt nám sitt betur og hafi meiri fyrirvara á því hvort þeir komist að í skólanum eða ekki á haustönninni.  Baldur sagði ennfremur að með því að ljúka innritun í apríl verði hægt að svara nemendum vegna skólavistar á haustönn í byrjun maí í stað þessa að svör hafa verið að berast nemendum í lok júní.

Að lokum sagði hann að það væri von skólans að þetta muni reynast nemendum og starfsnámsstöðum vel í skipulagningu námsins á haustönninni. Opnað hefur verið fyrir innritun og er áætlað að henni ljúki 20. apríl n.k.

Lesa meira

Keppni

Engin Norræn nemakeppni í ár

Birting:

þann

Norræna nemakeppnin - Logo

Nú rétt í þessu tilkynnti stjórn Norrænu nemakeppninnar að hætt verður við hana í ár vegna óvissuástands sem ríkir vegna COVID-19 Kórónaveirunnar.

Keppnin átti að vera haldin í Osló dagana 24. og 25. apríl næstkomandi.

Ísak Magnússon og Björn Kristinn Jóhannsson framreiðslunemar og Kristín Birta Ólafsdóttir og Hugi Rafn Stefánsson matreiðslunemar áttu að keppa fyrir hönd Íslands í Norrænu nemakeppninni.

Sjá einnig:

Þessi sigruðu í Íslandsmóti framreiðslu-, og matreiðslunema 2019

Dear friends. Due to the ongoing Covid-19-situation, the Nordic Championship for Cook and Waiter Apprentices 2020 has…

Posted by Nordic Championship for Cook and Waiter Apprentices on Saturday, March 14, 2020

Lesa meira
  • Alþjóðlegi Viskí dagurinn 27.03.2020
    Alþjóðlegi Viskí dagurinn Í dag þann 27 mars er alþjóðlegi viskí dagurinn haldinn hátíðlegur út um allan heim. Dagurinn var fyrst kynntur þann 27 mars árið 2007 og varð svo viðurkenndur sem Alþjóðlegi Viskí dagurinn 27 mars  tveimur árum síðar á Viskí hátíð í norðurhluta Hollands af mörgum þekktustu viskí gúrúum heimsins eins og Charles […]
  • Dagur heilags Patreks 17.03.2020
    Þar sem Viceman á ættir sínar að rekja til sunnanverða vestfjarða, nánara tiltekið Patreksfjarðar var óhjákvæmilegt að birta umfjöllun um Patreksdaginn. Dag Heilags Patreks verndardýrlings Íra  St. Patrick’s Day er einmitt haldinn hátíðlegur í dag 17. mars.  Heilagur Patrekur var kristniboði á miðöldum og verndardýrlingur Írlands sem var uppi á sjöttu öld og átti mikinn […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag