Vertu memm

Frétt

Fannar Vernharðsson á Íslandsdögum í Bremerhaven

Birting:

þann

Fannar Vernharðsson

Fannar Vernharðsson
Mynd: kokkalandslidid.is

Búist er við allt að 40 þúsund manns á Íslandsdaga í Bremerhaven sem hófust í gær 29. ágúst og standa yfir til 2. september. Íslandsstofa sér um að skipuleggja viðburði sem eru hluti af viðamikilli dagskrá sem borgaryfirvöld og fyrirtæki í viðskiptum við Ísland standa fyrir.

Mikil og góð samskipti hafa verið á milli Íslands og Þýskalands á sviði sjávarútvegs síðustu áratugi, einkum í Bremerhaven og nágrenni. Það eru bæjar- og hafnaryfirvöld Í Bremerhaven og hagsmunaaðilar, bæði íslensk fyrirtæki og þýsk, sem standa að hátíðinni sem haldin er í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Íslandsstofa og Iceland Responsible Fisheries koma að skipulagi nokkurra dagskrárliða, einkum til að kynna sjávarfang og ábyrgar fiskveiðar, en einnig fer fram kynning á Íslandi sem áfangastað ferðamanna og íslenska hestinum.

Fannar Vernharðsson kynnir íslenska fiskinn

Dagskrá Íslandsdaganna tekur mið af þessum sterku tengslum í sjávarútvegi. Íslenskur landsliðskokkur til margra ára, Fannar Vernharðsson, mun kynna íslenska fiskinn, bæði með sýnikennslu á sviði í Seefischkochstudio, sem og á matreiðslunámskeiði. Þá mun fulltrúi frá Íslandsstofu kynna leyndarmálið á bak við gæði íslenska fisksins á námsstefnu (seminar) um sjávarútveg og ábyrgar fiskveiðar.

Eldhús - Íslandsstofa

Fjölmiðlafólki verður boðið til kynningar og að þiggja veitingar í Eldhúsinu, litlu húsi sem Íslandsstofa hefur notað í kynningarstarfi á erlendri grund.
Mynd: islandsstofa.is

Þar að auki verður fjölmiðlafólki boðið til kynningar og að þiggja veitingar í Eldhúsinu, litlu húsi sem Íslandsstofa hefur notað í kynningarstarfi á erlendri grund. Eimskip sér um að flytja húsið á staðinn, en það hefur ferðast víða um lönd. Sendiherra Íslands í Þýskalandi, Martin Eyjólfsson, hélt erindi við opnunar hátíðarinnar í gær miðvikudaginn 29. ágúst.

Eldhús - Íslandsstofa

Eldhúsið
Mynd: islandsstofa.is

Markmiðin með Íslandsdögunum eru að auka vitund um gæði íslenskra sjávarafurða og ábyrgar fiskveiðar, treysta tengsl við lykilhagsmunaaðila sem kaupa íslenskan fisk í Þýskalandi og að kynna Ísland sem áfangastað ferðamanna. Dagskráin er áhugaverð og er reiknað með miklum fjölda á viðburðina og að hún nái athygli fjölmiðla. Fiskur verður líka í boði á fjölda veitingastaða í Bremerhaven og eru vonir bundnar við íslenskur fiski festi sig í sessi á matseðlum veitingastaða í borginni og víðar í Þýskalandi.

Markmið Iceland Responsible Fisheries er að treysta stöðu íslenskra sjávarafurða á erlendum mörkuðum og styrkja ímynd Íslands sem upprunalands sjávarafurða þar sem stundaðar eru ábyrgar fiskveiðar. Þýskaland er mikilvægur markaður fyrir íslenskar sjávarafurðir og þar erum við að leggja megináherslu á að kynna sjálfbærar veiðar og vottun, og eru karfi, ufsi og þorskur þær tegundir sem skipta mestu máli fyrir okkur.

Mynd: kokkalandslidid.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið