Vertu memm

Frétt

Fann perlu í ostrurétti að andvirði 500 þúsund

Birting:

þann

Ostrur - Oyster

Gestur á veitingastaðnum víðfræga Grand Central Oyster Bar í New York fann perlu að verðmæti 500 þúsund krónur í ostrurétt sem hann pantaði á matseðli.

66 ára gamli Rick Antosh, sem fann ostruna, sagði í samtali við New York Post að hann væri fastagestur á veitingastaðnum og pantaði sér vanalega, fiskrétt með 6 ostrum sem kostar 1.820 krónur.

Þegar hann var að borða matinn, þá fann hann að eitthvað rúllaði í munninum, og eins og margir á hans aldri myndu hugsa með sér, er þetta tönn eða fylling?

Þegar hann skoðaði aðskotarhlutinn nánar, þá var það perlan góða. Rick lét athuga perluna og sérfræðingar segja að verðmæti perlunnar gæti verið allt að 500 þúsund krónur virði.

„Ég hef verið hér í 28 ár og þetta er aðeins í annað sinn sem ég sé þetta gerast. Og við seljum yfir 5.000 ostrur á hverjum degi.“

sagði yfirkokkurinn Sandy Ingber við New York Post.

„Ég mun örugglega fara aftur á veitingastaðinn og reyna að finna fleiri perlur.“

Sagði Rick hress að lokum.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið