Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Fagmönnum í veitingageiranum veittar viðurkenningar fyrir afburðaárangur á sveinsprófi

Birting:

þann

Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykavík

Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykavík (IMFR) var haldin hátíðleg í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur nú á dögunum.

Þetta var tíunda nýsveinahátíðin sem IMFR hefur haldið til heiðurs nýsveinum sem lokið hafa sveinsprófi með afburðaárangri. Að þessu sinni hlutu 24 nýsveinar úr 14 löggildum iðn- og verkgreinum viðurkenningar fyrir afburðaárangur í sinni iðngrein á sveinsprófi. Nýsveinarnir lærðu iðnir sínar við sex verkmenntaskóla á landinu.

Fjórir fagmenn í veitingageiranum fengu viðurkenningar fyrir afburðaárangur á sveinsprófi árið 2015.

  • Folda Guðlaugsdóttir (Icelandair hotels) hlaut silfur í sveinsprófi í matreiðsluiðn.
  • Hrefna Katrínardóttir (Icelandair hotels) hlaut silfur í sveinsprófi í framreiðsluiðn.
  • Iðunn Sigurðardóttir (Fiskfélagið) hlaut silfur í sveinsprófi í matreiðsluiðn.
  • Tómas Ingi Hlynsson (Icelandair hotels) hlaut silfur í sveinsprófi í framreiðsluiðn.

Jafnframt hlutu meistarar þessara nemenda viðurkenningu IMFR fyrir alúð og virðingu við kennslu og faglega leiðsögn iðnsveina.  Það eru Gígja Magnúsdóttir, Páll Hjálmarsson framreiðslumeistarar hjá Hilton Reykjavík Nordica og Karl Kristinsson matreiðslumeistari hjá Icelandair hotels Reykjavík Natura.

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson ávarpaði gesti, en Ólafur er verndari hátíðarinnar og afhenti hann viðurkenningarnar.  Í ávarpi áréttaði forseti framlag iðnaðarmanna til uppbyggingar íslensks þjóðfélags og mikilvægi þess að efla iðnmenntun í anda þeirrar sýnar sem einkennt hefur forystusveit iðanaðarmannafélaganna.

Auk Ólafs ávarpuðu hátíðina Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, Illugi Gunnarsson, mennta- og menningaráðherra og forseti borgarstjórnar Sóley Tómasdóttir.

 

Myndir: Jón Svavarsson

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið