Vertu memm

Keppni

Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna 2006 – Úrslit

Birting:

þann

Kjötmeistari Íslands, Helgi Jóhannsson frá Kjarnafæði

Valgerður Sverrisdóttir ráðherra og Helgi Jóhannsson Kjötmeistari Íslands 2006.

Í tengslum við sýninguna Matur 2006 fór fram fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna.

Keppnin fer þannig fram að kjötiðnaðarmenn senda inn vörur með nafnleynd í keppnina þar sem dómarahópur dæmir vörunar eftir faglegum gæðum hennar. Allar vörur byrja með fullt hús stiga eða 50 stig en svo fækkar þeim fyrir hvern galla sem finnst í eða á þeim. Varan er dæmd eftir fjölmörgum þáttum eins og innra og ytra útliti, bragði, og handbragði svo eitthvað sé nefnt. Í keppnina í ár bárust 123 vörur frá 23 kjötiðnaðarmönnum.

Kjötmeistari Íslands
Titilinn Kjötmeistari Íslands hlýtur sá kjötiðnaðarmaður sem fær flest stig samanlagt úr sex stigahæstu vörum sínum, en heimilt er að senda 10 vörur til keppni. Þann titil hlaut Helgi Jóhannsson frá Kjarnafæði og fengu vörur hans 287 stig af 300 stigum mögulegum sem er frábær árangur.

Athyglisverðasta nýjungin
Athyglisverðasta nýjung keppninnar var Saltkjöt og baunir frá Anton S. Hartmannssyni hjá KRÁS ehf. Sigurvaran í ár var einstök útgáfa á einum þjóðlegasta rétti okkar íslendingar sem í þessari útfærslu veitur möguleika á mun fjölbreyttari notkun en áður hefur sést.

Verðlaun búgreinafélaga
Búgreinafélögin eru samstarfsaðilar Meistarafélagsins og veita þau hvert um sig sérstök verðlaun.

Landsamband kúabænda veitir verðlaun fyrir besta áleggið úr nautakjöti og varð Sigurður Árni Geirsson frá Sláturfélagi Suðurlands hlutskarpastur með „Tudda rudda“ nautakæfu.
Landssamtök sauðfjárbænda veita þeim kjötiðnaðarmanni veðlaun sem flest stig hlýtur fyrir innsendar vörur úr lambakjöti. Sigurvegari í ár var G. Þorri Helgason hjá Fjallalambi Kópaskeri.

Félag kjúklingabænda veitir sérstök verðlaun fyrir bestu vöruna unna úr alifuglakjöti og var Gísli Stefánsson frá Sólfugli ehf. hlutskarpastur með „Hunangsgljáða kalkúnabringu“.
Svínaræktarfélag Íslands veitti verðlaun fyrir bestu vöruna unna úr svínakjöti og sigraði Stefán E. Jónsson frá Kjarnafæði með „Pepperoni “.

Kjötfarmleiðendur hf. verðlaunuðu fyrir bestu vöruna unna úr hrossa- eða folaldakjöti og bar Jón Þorsteinsson frá Sláturfélagi Suðurlands sigur úr bítum með „Eldhúspylsu“.

Sérverðlaun
Danól/India veitti verðlaun fyrir bestu kæfuna eða paté og sigraði Jón Þorsteinsson frá Sláturfélagi Suðurlands með „Bakaða lifrakæfu með sólberjahlaupi“
ÍSAM og kryddfyrirtækið AVO veittu verðlaun fyrir bestu hjáverkuðu vöruna og varð Stefán E. Jónsson frá Kjarnafæði hlutskarpastur með „Pepperoni “.

Það er mál manna að fagkeppnin hafi sýnt það og sannað að íslenskur kjötiðnaður er í stöðugri þróun og sú færni sem býr hjá íslenskum kjötiðnaðarmönnum er fyllilega sambærilegt við það besta sem gerist erlendis.

(nánari upplýsingar má fá hjá Val ([email protected]) eða í síma 8988095 – einnig er til töluvert af myndefni – bæði af verðlaunahöfum og þeirra vörum sem þér er velkomið að fá og nota.)

Sjá nánar um verðlaunir og myndir hér (Pdf skjal)

 Fréttatilkynning

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Keppni

Nýr Heimur – Þema og skylduhráefni fyrir Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2020 !!

Birting:

þann

Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2020

Nú er komið þema og skylduhráefni fyrir Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2020.

Þemað í ár er Nýr Heimur og verður skilyrði að allir eftirréttir og konfektmolar séu vegan, þá höfum við bætt Omed olíum í hráefnalistann en það þykir framúrstefnulegt, hollt og áhugavert samspil fyrir bragðlaukana að samtvinna ólífuolíur og súkkulaði.

Nýi Vegan Rizzo rjóminn kemur líka virkilega sterkur inn í þetta þema!

Skylduhráefni:

Súkkulaði – Cacao Barry Ocoa 70%

Púrrur – Capfruit Exotic Ginger og/eða Berriolette (Our creations)

Ólífuolíur – Omed Picual, Arbequina, Yuzu og/eða Reykolía

Rjómi – Rizzo Chanty vegan rjómi

Keppnin verður haldin 29. október í Perlunni og hefst skráning í byrjun október, það stefnir því í ótrúlega spennandi viðburð og keppni í ár!

Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins

Posted by Garri on Monday, 14 September 2020

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Keppni

Íslandsmóti-, og Norðurlandamóti vínþjóna 2020 frestað

Birting:

þann

Vínþjónn - Vín - Léttvín - Rauðvín - Vínglas

Íslandsmóti vínþjóna sem átti að halda miðvikudaginn 26. ágúst næstkomandi hefur verið frestað um óákveðin tíma í ljósi aðstæðna vegna covid-19.

Norðurlandamót Vínþjóna sem til stóð að halda hér á landi í október næstkomandi hefur einnig verið frestað.

„Ömurlegt að þurfa fresta öllum viðburðum.“

Segir Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson, ritari Vínþjónasamtaka Íslands.

Sjá einnig:

Íslandsmót vínþjóna 2020 – Skráning hafin

Mynd: úr safni

Lesa meira

Keppni

Íslenskt gin hlaut silfurverðlaun í Englandi – 840 gintegundir tóku þátt í keppninni

Birting:

þann

Stuðlaberg gin frá íslenska fyrirtækinu Hovdenak Distillery

Stuðlaberg gin frá íslenska fyrirtækinu Hovdenak Distillery hlaut silfurverðlaunin í keppninni International Wine and Spirit Competition í Englandi, en úrslit hennar voru tilkynnt þann í gær 7. ágúst.

Stuðlaberg gin er framleitt í Hafnafirðinum og er búið til úr okkar einstaka íslenska vatni ásamt sérvöldum hráefnum. Þetta er fyrsta keppnin sem Stuðlaberg gin tekur þátt í og fékk þar silfurverðlaunin með 92 stig af 100 mögulegum.

„Þessi keppni er mjög stór og þekkt enda voru þar 840 gintegundir sem tóku þátt alls staðar úr heiminum, það mætti þá segja að árangurinn hjá okkur sé gríðalega góður enda er varan bara nýkomin á markað sem gerir þessi verðlaun enn sætari fyrir vikið,“

segir Hákon Freyr eigandi Hovdenak Distellery.

Fyrirtækið var stofnað árið 2018 með það að markmiði að bjóða upp á gæðavöru sem er framleidd á Íslandi. Hægt er að nálgast Stuðlaberg gin hjá ÁTVR, fríhöfninni líka einnig hjá Drykk ehf. og á öllum betri veitingastöðum landsins.

Á þessum stutta tíma er varan komin til fjölmargra landa eins og til Danmerkur, Þýskalands, Bretlands, Kína og Singapúr ásamt öðrum löndum.

Lesa meira
  • Bjartur Daly Þórhallsson 14.09.2020
    Bjartur Daly Þórhallsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bjartur Daly er barþjónn sem hefur grunn frá Danmörku. Undanfarin ár hefur hann unnið á mörgum af vinsælustu börum landsins enn í dag starfar hann á veitingastaðnum Skál á Hlemmi Mathöll. Að undanförnu hefur Bjartur vakið athygli með kokteila-stefnu sem allir ættu að kynna sér […]
  • Hákon í Hovdenak Distillery 09.09.2020
    Hákon Freyr Freysson | Í Fljótandi Formi Happy Hour með The Viceman Hovdenak Distillery er eitt af fáum handverks eimhúsum á Íslandi og hefur verið starfandi í rúmlega ár. Í handverks eimhúsum sem á ensku nefnist micro distillery eru eimingartæki sem notuð eru til að framleiðla á sterkvín. Að eima gin og annað sterkvín frá […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag