Vertu memm

Frétt

FA mótmælir hækkun opinbers eftirlitskostnaðar matvælafyrirtækja

Birting:

þann

Smásjá

Félag atvinnurekenda hefur sent Matvælastofnun (MAST) erindi og mótmælt boðaðri hækkun opinbers eftirlitskostnaðar matvælafyrirtækja.

Ýmsum félagsmönnum FA í innflutningi og framleiðslu matvæla barst í síðustu viku tölvupóstur frá MAST þar sem greint er frá fyrirhugaðri sýnatöku vegna skimunar fyrir óæskilegum varnarefnum í matvælum. Í póstinum er vakin athygli á því að „rannsóknastofan hefur hækkað verð á greiningum og einnig hefur hún fellt niður afslátt sem eftirlitsaðilar höfðu, og eftirlitsþegar höfðu notið góðs af. Reikningar vegna kostnaðar við greiningu hvers sýnis munu því óhjákvæmilega hækka.“ Hér mun átt við rannsóknarstofu opinbera hlutafélagsins Matís, sem greinir sýni sem heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna hafa tekið hjá matvælafyrirtækjum.

Í erindi FA til MAST er þessari hækkun harðlega mótmælt.

„Það vekur mikla furðu Félags atvinnurekenda að við núverandi aðstæður í íslenzku atvinnulífi, þar sem fyrirtæki berjast fyrir lífi sínu vegna afleiðinga heimsfaraldurs COVID-19, skuli boðuð hækkun opinberra eftirlitsgjalda. Stjórnvöld hafa undanfarnar vikur fremur leitazt við að draga úr kostnaði fyrirtækja.

Hér er um að ræða aukinn kostnað fyrir innflytjendur og framleiðendur matvæla, sem mun óhjákvæmilega leiða til hækkana á verði matvöru, til viðbótar við verðhækkanir vegna gengisbreytinga.“

Segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri í bréfinu.

Mikil hækkun undanfarin ár

FA vekur ennfremur athygli á því að kostnaður við greiningu hvers sýnis hefur hækkað mikið undanfarin ár, eða úr 81.760 krónum árið 2016 í 105.578 krónur fyrr á þessu ári, eða um 29,1%. Er þá gjaldtaka vegna sýnatökunnar sjálfrar ótalin. Bendir félagið á að í sumum tilvikum eru teknir tugir sýna hjá sama fyrirtækinu, sem þýðir að kostnaður hvers fyrirtækis getur hlaupið á milljónum króna. FA andmælir eindregið enn frekari hækkun á þessum gjöldum.

Samkvæmt lögum og dómafordæmum verða opinber eftirlitsgjöld að miðast við raunkostnað við eftirlitið, gjaldskrá verður að vera birt opinberlega og kostnaðargreining að liggja að baki gjaldtökunni. Í bréfinu fer FA fram á að MAST sendi félaginu hina nýju, opinberu gjaldskrá vegna töku sýna vegna varnarefna í matvælum, bæði fyrir sýnatöku- og rannsóknarkostnað, ásamt ýtarlegum rökstuðningi. Þar er ennfremur óskað eftir upplýsingum um hvaða ákvæði í þjónustusamningi MAST og Matís heimili síðarnefnda fyrirtækinu að hækka verð og afnema afslátt einhliða.

Hægt að lækka eftirlitskostnað

FA fer að lokum fram á að MAST leiti allra leiða til að lækka eftirlitskostnað. Félagið nefnir nokkrar leiðir að því markmiði. Ein gæti verið að einn starfsmaður heilbrigðiseftirlits sjái um sýnatöku í stað tveggja, eins og oftast mun vera raunin. Önnur getur verið að taka mið af því að mikið af matvöru, t.d. grænmeti, ávöxtum og kornmat, er flutt inn frá löndum Evrópska efnahagssvæðisins, þar sem þegar hafa verið tekin sýni af vörunni hjá birgjum íslenzkra innflutningsfyrirtækja, samkvæmt sama regluverki og hér gildir. Sú þriðja gæti verið að bjóða út rannsókn á sýnunum, en FA hefur upplýsingar um að verð hjá rannsóknarstofum í nágrannalöndunum sé mun lægra en hjá Matís ohf.

„Matvælafyrirtæki geta alltént ekki sætt sig við einhliða hækkanir opinbers eftirlitskostnaðar á þessum erfiðu tímum,“

segir í niðurlagi bréfsins.

Kristjáni Þór Júlíussyni landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra var sent afrit af bréfinu til MAST og hefur FA fengið þær upplýsingar að málið sé til skoðunar í ráðuneytinu.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Frétt

COVID-19: Fjöldamörk úr 50 í 200 manns og fleiri tilslakanir

Birting:

þann

Reykjavík - Loftmynd

Ný auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tekur gildi mánudaginn 25. maí. Þar með verður allt að 200 manns heimilt að koma saman í stað 50 nú, heimilt verður að opna líkamsræktarstöðvar með sömu takmörkunum og gilda um sund- og baðstaði og öllum veitingastöðum, þar með töldum krám og skemmtistöðum, og einnig spilasölum, verður heimilt að hafa opið til kl. 23.00. Hvatt er til þess að viðhalda tveggja metra nálægðarmörkum eftir því sem kostur er, eins og nánar er fjallað um í auglýsingunni. Auglýsingin er í fullu samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Ráðherra kynnti ákvörðun sína um breytingar á takmörkun á samkomum á fundi ríkisstjórnar í morgun.

Með nýrri auglýsingu verður framkvæmd tveggja metra reglurnar breytt nokkuð. Horft er til þess að vernda þá sem eru viðkvæmir með því að skapa þeim sem það kjósa aðstæður til að viðhalda tveggja metra fjarlægðarreglu. Þannig verði til dæmis á veitingastöðum, í leikhúsum og bíósölum boðið upp á að minnsta kosti nokkur sæti sem geri þetta kleift.

Á líkamsræktarstöðvum verður, líkt og á á sund- og baðstöðum, takmörkun á fjölda gesta sem miðast við að þeir séu aldrei fleiri en nemur helmingi af leyfilegum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Eins og fram kemur í auglýsingunni verða áfram gerðar sömu kröfur um sótthreinsun og þrif almenningsrýma og hingað til.

Frá upphafi COVID-19 faraldursins hér á landi hafa greinst smit hjá rúmlega 1.800 einstaklingum. Undanfarið hefur nýsmitum fækkað verulega og hafa aðeins fimm einstaklingar greinst það sem af er maímánuði. Í minnisblaði sóttvarnalæknis segir að þær tilslakanir sem gerðar voru á samkomutakmörkunum 4. maí síðastliðinn virðist ekki hafa leitt til fjölgunar sjúkdómstilfella.

Ný auglýsing um takmörkun á samkomubanni gildir til 21. júní.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

Grunur um salmonellu í kjúklingi frá Reykjagarði í fjórða sinn á einu ári

Birting:

þann

Kjúklingur - Kjúklingabringur

Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi (bringum, lundum, bitum og vængjum) frá Reykjagarði vegna gruns um salmonellu. Er þetta í fjórða sinn á einu ári sem varað er við neyslu á kjúklingi frá Reykjagarði.

Kjúklingurinn er seldur undir merkjum Holta og Kjörfugls. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:

Vöruheiti: Holta og Kjörfugl
Vörutegund: Ferskar bringur, lundir, bitar og vængir
Framleiðandi: Reykjagarður hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík
Rekjanleikanúmer: 019-20-16-1-01
Dreifing: Verslanir Iceland, Hagkaupa og Costco

Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri geta skilað vörunni til viðkomandi verslunar eða beint til Reykjagarðs hf. að Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.

Sjá einnig:

Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi frá Reykjagarði

Grunur um salmonellu í kjúklingi

Grunur um salmonellu í kjúklingi

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

Varað við Rizi Reisöl hrísgrjónaolíu

Birting:

þann

Rizi Reisöl hrísgrjónaolía

Matvælastofnun varar við neyslu á Rizi Reisöl hrísgrjónaolíu sem Dai Phat flytur inn vegna aðskotaefna (lífræn leysiefni; esterar) sem fundust í olíunni. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um innköllunina í gegnum ACN evrópska hraðviðvörunarkerfið (sem áður hét RASFF) og upplýsti heilbrigðiseftirlitið.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:

Vörumerki: Rizi
Vöruheiti: Reisöl
Strikanúmer: 8850345950490
Best fyrir: 11.03.2021
Nettómagn: 500 ml
Framleiðsluland: Holland
Innflytjandi: Dai Phat Trading ehf.
Dreifing: Dai Phat Trading ehf, Faxafeni 14, 108 Reykjavík

Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga henni eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.

Lesa meira
  • Alþjóðlegi Paloma dagurinn 22.05.2020
    Í dag er Alþjóðlegi Paloma dagurinn.  Hvað er Paloma?  Paloma er þjóðar kokteill Mexíkó búa. Um er að ræða einfaldan kokteil sem inniheldur Tekíla, límónu safa og greipaldin gos. Paloma er ferskur kokteill með sítrustónum sem mynda virkilega góða bragðsamsetningu með góðu Tekíla. Margir halda að heimsfrægi kokteillinn Margaríta sé þjóðar drykkur Mexíkó enn staðreyndin […]
  • Ameríski Handverks Bjórdagurinn 19.05.2020
    Síðastliðin sunnudag var hin árlegi American Craft Beer Day haldin. Í tilefni þess ákváðu Viceman og bjórsérfæðingurinn Hjörvar Óli að halda Bjórsmakk á facebook síðu Viceman. Teknir voru fyrir sex bjór stílar og tveir bjórar smakkaðir í hverjum stíl. Annarsvegar Amerískur bjór og hinsvegar Íslenskur bjór. Samtals voru því smakkaðir tólf bjórar í heildina . […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag