Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Eyþór kokkur opnar heimasíðuna eythorkokkur.is

Birting:

þann

Eyþór Rúnarsson matreiðslumeistari

Eyþór Rúnarsson matreiðslumeistari

Nú hefur Eyþór Rúnarsson matreiðslumeistari opnað nýja heimasíðu sem nálgast má á vefslóðinni www.eythorkokkur.is

Þar má finna allar uppskriftirnar hans Eyþórs, en með þessari uppskriftasíðu vill Eyþór deila með íslenskum áhuga- og ástríðukokkum reynslu sinni og uppskriftum og gefa til baka af sinni einstöku hógværð.

Eyþór Rúnarsson starfar nú sem yfirkokkur á Múlakaffi.

Um Eyþór

(Af heimasíðunni eythorkokkur.is)
Eyþór Rúnarsson er fæddur og uppalinn í Suður-Þingeyjarsýslu, um 10 km frá Húsavík, umvafinn íslenskri náttúru, þaðan sem hann hefur ávallt sótt innblástur í störf sín og ástríðan á matargerð kviknaði snemma.

„Ég fór til námsráðgjafa þegar ég var 13 ára og spurði hann einfaldlega hvaða námsbrautir innihéldu minnstu stærðfræðina. Hann benti mér á kokkanámið og þá var ekki aftur snúið. Ég varð heltekinn af hugmyndinni og fór á matreiðslubraut Verkmenntaskólans á Akureyri þegar ég varð 16 ára. Hóf störf í eldhúsi 18 ára gamall og hef ekki litið til baka síðan“.

Ferill Eyþórs hefur verið samfelld sigurganga og hefur hann um langt skeið verið einn af fremstu matreiðslumeisturum okkar landsmanna.

„Ég útskrifaðist vorið 2002 og hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að starfa við fagið mitt frá mjög fjölbreyttum hliðum, hvort sem um er að ræða störfin með landsliðinu, spennandi sjónvarpsþáttagerð eða samstarfsverkefni við fremstu veitingastaði landsins.

Ég tel mig vera afar heppinn. Ég hef fengið að starfa við mína helstu ástríðu og fengið að kynnast mögnuðum fagmönnum og eins fengið að njóta þess að viðskiptavinir mínir hafa fylgt mér á milli staða og haldið tryggð við mína eldamennsku. Fyrir það er ég þakklátur og þess vegna vildi ég koma þessari uppskriftasíðu á koppinn“.

Kíkið á heimasíðu Eyþórs hér: www.eythorkokkur.is

Mynd: eythorkokkur.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið