Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Eydís Mary og Hinrik Carl fóru á kostum í fjörumó í Hvalfirðinum – Myndir

Birting:

þann

Fjörumó í Hvalfirðinum

Hinrik Carl bauð upp á sýnikennslu í pikklun og pæklun, þar sem hann fór yfir ýmis afbrigði af pikklun og pæklun og hvernig skemmtilegt er að vinna með matþörunga á þennan hátt.

Crisscross matarferðir og bændur á Bjarteyjasandi buðu til fjöruferðar í gær, sunnudaginn 25. apríl, þar sem Eydís Mary Jónsdóttir land- og umhverfisfræðingur og Hinrik Carl Ellertsson meistarakokkur, höfundar bókarinnar “Íslenskir matþörungar” fóru um fjöruna á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði þar sem þau fræddu sælkera um klóþang og aðra fjöruþörunga.

Sjá einnig:

Bókin Íslenskir matþörungar tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2021

Á meðal þess sem að hópurinn tíndi var klóþangsbelgi og það var piklað og komumst þau að því hvernig hægt er að gera klóþang að herramannsmat, uppfullum af hollustu.

Vegna samkomutakmarkana voru eingöngu 18 sæti í boði á námskeiðinu.

„Þetta voru semsagt 2 ferðir, ein fjöruferð þar sem ég fór með hópinn um fjöruna á Bjarteyjarsandi og lét þau smakka ALLA þörungana og fólk gat týnt það sem það vildi til að taka með heim, t.d. marinkjarna(wakame), beltisþara(kombu), purpurahimnu (nori), sjávartrufflu, krækling og margt fleira.“

Sagði Eydís í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um fjöruferðina í Hvalfirði.

„Seinni ferðin var í rauninni námskeið.  Við byrjuðum á fjörumó, þar sem við tíndum klóþangsbelgi, sem eru einskonar ber eða ávextir sem vaxa á klóþangið eftir áramót og falla svo af þegar líður á maímánuð.

Þeir eru einstaklega skemmtilegir undir tönn og hægt að nota á fjölbreyttan hátt í matargerð. Pikklaðir líkjast þeir furðumikið kapers og má nota þá á sama hátt. Eftir fjörumóna fengu þátttakendur lambasamloku að hætti húsfreyjunnar á Bjarteyjarsandi, en það var heimabakað brauð með sölvamajó, með beltisþaragrilluðu lambi, salati og sjávartruffluolíu.

Að máltíð lokinni var Hinrik með sýnikennslu í pikklun og pæklun, þar sem hann fór yfir ýmis afbrigði af pikklun og pæklun og hvernig skemmtilegt er að vinna með matþörunga á þennan hátt.“

Matþörungar eru einstaklega næringarríkir og séu þeir meðhöndlaðir rétt einnig gómsætir.  Vorið er fullkomin tími til að tína klóþangsbelgi, en svo kallast lítil uppblásin æxlunarfæri klóþangs, sem detta af þegar líður á sumarið.

Úr klóþangsbelgjum má útbúa sjávarkapers, sem frábært er í ýmsar uppskriftir. Sjávarkapers má helst lýsa sem kapers með sjávarkeim og djúpu umami bragði. Svo sannarlega það besta úr sjó og fjöru.

Með fylgja með myndir frá sælkeraferðinni.

Að lokum bendum við á þennan skemmtilega facebook hóp fyrir áhugasama um íslenska matþörunga:

Ertu að elda úr íslenskum matþörungum? Þá er þessi fb-hópur fyrir þig

Myndir: Eydís Mary Jónsdóttir, Hinrik Carl Ellertsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hvernig eru Mcdonald’s hamborgarnir gerðir? – Vídeó

Birting:

þann

Mcdonald's hamborgarar

Fyrir áhugasama þá er hér stuttmynd sem sýnir hvernig Mcdonald’s hamborgararnir eru gerðir ásamt öðrum réttum í hátækni matvælavinnslu í Bandaríkjunum.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hótel Laugar opnar – Raggi Ómars yfirkokkur

Birting:

þann

Hótel Laugar

Hótel Laugar

Hótel Laugar sem staðsett er á fallegum og kyrrlátum stað í Sælingsdal fyrir norðan umvafið fallegri náttúru, opnaði á ný í júní s.l. Við hótelið er náttúrulaug, Guðrúnarlaug sem kennd er við Guðrúnu Ósvífusdóttur sem hafði aðsetur að Laugum. Við hótelið er einnig frábær sundlaug með heitum pottum.

Hótelið býður upp á 22 herbergi með baðherbergjum en einnig eru í boði ódýrari kostur þar sem eru herbergi með sameiginlegri snyrtingu.

Nýlega var Harpa Einarsdóttir hótelstjóri í viðtali í þættinum Að Vestan hjá N4, þar sem hún sagði söguna af því hvernig hún datt inn í hótelreksturinn í Sælingsdal.

„Svo leggjum við ríka áherslu á hollan og góðan mat bæði í öllum máltíðum hjá okkur. Og okkur til aðstoðar í þessu erum við með hinn frábæra kokk Ragga Ómars.“

Sagði Harpa í samtali við veitingageirinn.is.

Ragnar Ómarsson

Ragnar Ómarsson

Um Ragnar Ómarsson

Ragnar Ómarsson útskrifaðist úr Hótel og Veitingarskóla Íslands árið 1994, en hann lærði fræðin sín á veitingastaðnum Glóðin í Keflavík.

Ragnar hefur stsarfað bæði sem yfirmatreiðslumaður og vaktstjóri á veitingastöðunum DOMO, SALT, Leikhúskjallaranum, Hótel Holt, Bristol Grill í Osló, Perlunni svo fátt eitt sé nefnt.

Ragnar er mikill keppnismaður og er margverðlaunaður matreiðslumaður, lenti í 2. sæti í “One world”-keppninni í Suður Afríka árið 2007. 2.sæti. Var Bocuse d´Or kandítat tvisvar sinnum árið 2005 og lenti í 5. sæti og árið 2009 og hreppti aftur 5. sætið.

Varð Matreiðslumaður Norðurlanda árið 2003 og hreppti titilinn Kokkur ársins árið og í 3. sæti árið 2002 í sömu keppni.

Ragnar hefur verið meðlimur í Íslenska landsliðinu í matreiðslu og þjálfari, silfur og bronz í Heimsmeistarakeppninni í Luxembourg, 2006. Bronz í “Scot Hot” í Glascow, 2005. Silfur og bronz í Ólympíuleikunum á Erfurt í Þýskalandi, 2004. Silfur og bronz á Heimsmeistarakeppninni í Luxembourg, 2002. Gullverðlaun í Seoul, Suður Kóreu, 2002. Silfur á “Scot Hot” in Glasgow, 2001 og silfur og bronz á Ólympíuleikunum í Erfurt Þýskalandi, 2001.

Matseðillinn sem verður í boði í sumar á Hótel Laugum (sem verður þó eitthvað aðeins sveigjanlegur):

Hótel Laugar

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Lúxusvandamál á Siglufirði

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Torgið við Aðalgötuna á Siglufirði

Veitingastaðurinn Torgið

Siglufjörður er vinsæll áfangastaður jafnt hjá Íslendingum sem og erlendum ferðamönnum og hafa hótelin, Airbnb íbúðir, tjaldsvæðin í bænum verið nær fullbókuð eftir afléttingu allra samkomutakmarkana 26. júní s.l.

Draumur allra veitingamanna er klárlega þegar það er of mikið að gera og ekki er hægt að taka við fleiri pöntunum, þá kallast það lúxusvandamál.

Mikið hefur verið að gera á veitingastaðnum Torginu við Aðalgötuna á Siglufirði síðastliðnar vikur og hefur oft skapast biðröð við veitingastaðinn.

Í gærkvöldi tilkynnti Torgið að ekki væri hægt að taka á móti take away pöntunum á milli kl 18:00 og 20:00 vegna anna.

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið