Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Eydís Mary og Hinrik Carl fóru á kostum í fjörumó í Hvalfirðinum – Myndir

Birting:

þann

Fjörumó í Hvalfirðinum

Hinrik Carl bauð upp á sýnikennslu í pikklun og pæklun, þar sem hann fór yfir ýmis afbrigði af pikklun og pæklun og hvernig skemmtilegt er að vinna með matþörunga á þennan hátt.

Crisscross matarferðir og bændur á Bjarteyjasandi buðu til fjöruferðar í gær, sunnudaginn 25. apríl, þar sem Eydís Mary Jónsdóttir land- og umhverfisfræðingur og Hinrik Carl Ellertsson meistarakokkur, höfundar bókarinnar “Íslenskir matþörungar” fóru um fjöruna á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði þar sem þau fræddu sælkera um klóþang og aðra fjöruþörunga.

Sjá einnig:

Bókin Íslenskir matþörungar tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2021

Á meðal þess sem að hópurinn tíndi var klóþangsbelgi og það var piklað og komumst þau að því hvernig hægt er að gera klóþang að herramannsmat, uppfullum af hollustu.

Vegna samkomutakmarkana voru eingöngu 18 sæti í boði á námskeiðinu.

„Þetta voru semsagt 2 ferðir, ein fjöruferð þar sem ég fór með hópinn um fjöruna á Bjarteyjarsandi og lét þau smakka ALLA þörungana og fólk gat týnt það sem það vildi til að taka með heim, t.d. marinkjarna(wakame), beltisþara(kombu), purpurahimnu (nori), sjávartrufflu, krækling og margt fleira.“

Sagði Eydís í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um fjöruferðina í Hvalfirði.

„Seinni ferðin var í rauninni námskeið.  Við byrjuðum á fjörumó, þar sem við tíndum klóþangsbelgi, sem eru einskonar ber eða ávextir sem vaxa á klóþangið eftir áramót og falla svo af þegar líður á maímánuð.

Þeir eru einstaklega skemmtilegir undir tönn og hægt að nota á fjölbreyttan hátt í matargerð. Pikklaðir líkjast þeir furðumikið kapers og má nota þá á sama hátt. Eftir fjörumóna fengu þátttakendur lambasamloku að hætti húsfreyjunnar á Bjarteyjarsandi, en það var heimabakað brauð með sölvamajó, með beltisþaragrilluðu lambi, salati og sjávartruffluolíu.

Að máltíð lokinni var Hinrik með sýnikennslu í pikklun og pæklun, þar sem hann fór yfir ýmis afbrigði af pikklun og pæklun og hvernig skemmtilegt er að vinna með matþörunga á þennan hátt.“

Matþörungar eru einstaklega næringarríkir og séu þeir meðhöndlaðir rétt einnig gómsætir.  Vorið er fullkomin tími til að tína klóþangsbelgi, en svo kallast lítil uppblásin æxlunarfæri klóþangs, sem detta af þegar líður á sumarið.

Úr klóþangsbelgjum má útbúa sjávarkapers, sem frábært er í ýmsar uppskriftir. Sjávarkapers má helst lýsa sem kapers með sjávarkeim og djúpu umami bragði. Svo sannarlega það besta úr sjó og fjöru.

Með fylgja með myndir frá sælkeraferðinni.

Að lokum bendum við á þennan skemmtilega facebook hóp fyrir áhugasama um íslenska matþörunga:

Ertu að elda úr íslenskum matþörungum? Þá er þessi fb-hópur fyrir þig

Myndir: Eydís Mary Jónsdóttir, Hinrik Carl Ellertsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Eru þetta bestu Ítölsku samlokurnar allra tíma? – Myndband

Birting:

þann

Casa Della Mozzarella

Það er ekki sjaldgæf sjón að sjá svona röð fyrir utan Casa Della Mozzarella

Deli veitingastaðurinn Casa Della Mozzarella í New York var stofnaður árið 1993, en staðurinn sérhæfir sig í Ítölskum samlokum. Staðurinn hét áður Ceglies Delicatessen sem síðan var keyptur árið 1993 og skírður upp að nýju í Casa Della Mozzarella.

Casa Della Mozzarella er pínulítill veitingastaður og býður upp á fjölbreytt úrval af samlokum ásamt Ítölskum sælkeravörum, olíur, ólivur, Antipasto svo fátt eitt sé nefnt.

Verð á samlokum er frá 11 til 30 dollara.

Umfjallanir og dómar um Casa Della Mozzarella á Yelp, Google, Tripadvisor og fleiri síðum, er staðnum gefið toppeinkunn hvar sem litið er á.

Með fylgir myndband sem sýnir starfsemina á bak við í vinnslunni og eins samlokugerðina, sjón er sögu ríkari:

Veitingastaðurinn Casa Della Mozzarella er staðsettur í ítalska hverfinu í New York:

Myndir: facebook / Casa Della Mozzarella

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hvers vegna eru Makadamía hneturnar svona dýrar? – Myndband

Birting:

þann

Makadamía, Macadamia - Goðahnetur

Macadamia hnetur eða Goðahnetur á íslensku

Makadamía er tré af ætt fjögurra tegunda trjáa sem eru ættaðar frá Ástralíu.

Langt ferli er að rækta tréin og út frá þeim koma Makadamía hneturnar eða goðahnetur á Íslensku. Heimsframleiðsla goðahneta árið 2015 var t.a.m. 160.000 tonn.

Með fylgir myndband sem sýnir allt ferlið, sjón er sögu ríkari:

Mynd: úr safni

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Michelin-kokkurinn Gunnar Karl í skemmtilegu viðtali í hlaðvarpinu Máltíð

Birting:

þann

Matreiðslumeistararnir Gunnar Karl Gíslason og Hafliði Halldórsson

Matreiðslumeistararnir Gunnar Karl Gíslason og Hafliði Halldórsson

Það er sannkölluð sögustund í tíunda þætti hlaðvarpsins Máltíðar. Gestur þáttarins er Gunnar Karl Gíslason sem er maðurinn að baki DILL, eina veitingastað landsins sem hlotið hefur eftirsótta stjörnu frá Michelin-veitingahúsahandbókinni.

Gunnar hefur frá mörgu að segja frá ferlinum, allt frá námsárum sínum á Akureyri á síðustu öld til þess að opna veitingastað sem yfirkokkur í New York.

Gunnar Karl hefur að öllum öðrum ólöstuðum um árabil leitt þá stefnu veitingamanna að sækja innblástur í íslenskt hráefni og matarhefðir.

Gunnar Karl vinnur stöðugt að því að þróa sína hugmyndafræði með hag hefðanna og frumframleiðenda í huga. Allt þetta og fleira til í Máltíð dagsins undir stjórn Hafliða Halldórssonar matreiðslumeistara.

Þáttinn er hægt að hlusta á í spilaranum hér að neðan:

Mynd: Instagram / Máltíð hlaðvarp

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið