Vertu memm

Frétt

Engin jólahlaðborð í ár? – Verða jólaplattarnir trendið í ár? Sjáðu jólaplattana frá árinu 2017 hér

Birting:

þann

Jólahlaðborð - Síld - Reyktur lax - Grafinn lax

Talsverð óvissa ríkir í veitingabransanum hvort að jólahlaðborðin verða á boðstólnum í ár. Á sama tíma í fyrra voru fjölmargar jólaauglýsingar frá veitingastöðum og hótelum sjáanlegar á samfélagsmiðlum og fleiri stöðum.

„Það segir sig sjálft að ef veitingastaðir geta bara tekið á móti jafnvel helmingi færri gestum nú en venjulega hefur það áhrif á reksturinn,“

segir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður Matvís í samtali við Morgunblaðið. Hann segir jafnframt að í eðlilegu árferði væru stórar veislur framundan, svo sem jólahlaðborð og veislur sem frestað var vegna kórónuveirunnar fyrr á árinu.

Veitingageirinn.is hefur heimild fyrir því að það eru mörg hótel og veitingahús sem hafa hug á því að bjóða einungis upp á jólaplatta í ár.

Sjá einnig:

Sjáðu glæsilegu jólaplattana í ár – Myndir og vídeó

Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Frétt

Hótel á Suðurlandi kært vegna meints brots á sóttvarnarlögum

Birting:

þann

Hótelherbergi

Eftirlit lögreglu á hóteli á Suðurlandi leiddi til kæru vegna meints brots á sóttvarnarlögum. Gesti hótelsins höfðu komið sér fyrir í sal hótelsins að sögn með „eigin veitingar“ og reyndist hólfun og fjöldatakmarkanir vera með þeim hætti að ekki yrði við unað, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Málið fer til ákærusviðs til afgreiðslu.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

Glerbrot fannst í mexíkóskri kjúklingasúpu

Birting:

þann

Glerbrot fannst í mexíkóskri kjúklingasúpu

Með samráði við Heilbrigðiseftirlitið innkallar IMF ehf. í Vatnagörðum mexíkóska kjúklíngasúpu, eins lítra, sem merkt er Krónunni. Ástæða innköllunar er aðskotahlutur (glerbrot) sem fannst.

Vörumerki: Krónan.
Vöruheiti: Mexíkósk kjúklingasúpa.
Geymsluþol: Engin geymsluþolsmerking ☐ Best fyrir ☒ Best fyrir lok ☐ Síðasti notkunardagur ☐ Dagsetning: 06.03.2021.
Framleiðsludagur: 06.11.2020.
Strikamerki: 5694311800470.
Nettómagn: 1 lítri.
Geymsluskilyrði: Á ekki við:☐ Kælivara:☒ Frystivara:☐
Framleiðandi: IMF ehf., Vatnagörðum 6, 104 Reykjavík.
Framleiðsluland: Ísland.
Dreifing er hjá verslunum Krónunnar.

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt.

Mynd: reykjavik.is

Lesa meira

Frétt

Díoxín í eggjum frá Landnámshænum ehf.

Birting:

þann

Egg

Matvælastofnun varar við neyslu á eggjum frá Landnámshænum ehf. Fyrirtækið hefur með aðstoð Matvælastofnunar innkallað allar lotur af eggjum vegna díoxíns yfir leyfilegum mörkum.

Nánar um vöruna:

Vöruheiti: Landnámsegg, 7 stykki í pakkningu
Best fyrir dagsetning: allar lotur
Framleiðandi: Landnámsegg ehf, Austurvegur 8, 630 Hrísey
Dreifing: Melabúð, Hríseyjarbúð og Fjarðakaup

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og skila henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Nánari upplýsingar á facebook síðu fyrirtækisins og hægt að senda fyrirspurn á tölvupóst á [email protected]

Mynd: úr safni

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag