Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Elduðu margréttaða máltíð fyrir bandarísk hjón

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Torgið við Aðalgötuna á Siglufirði

Veitingastaðurinn Torgið við Aðalgötuna á Siglufirði

Bandarísk hjón sendu beiðni á veitingastaðinn Torgið á Siglufirði um að elda margréttaða máltíð. Hjónin gistu á Sigló hótel og fóru meðal annars á Síldarsafnið og voru yfir sig hrifin af Siglufirði, en þau eru á ferðalagi um Ísland í tvær vikur.

Beðið var sjávarréttarveislu og var það auðsótt mál.

Matseðillinn var á þessa leið:

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði

Síldarréttir.
Marineruð síl, sinnepssíld, rúgbrauð bakað á staðnum og íslenskt smjör.

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði

Úthafsrækjur.
Hvítlauksristaðar ferskar úthafsrækjur, gljáðar sítrónur og lime.

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði

Grafin lúða.
Grafin smálúða, sinnepsdillsósa, gúrkusalsa, rucola og ristaðir croutons teningar.

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði

Siglfirðingur.
Ein vinsælasta pizza Torgsins, Siglfirðingur, þorskur, rækjur, chilliflögur, rauðlaukur, hvítlauksolía og piparblanda.
Borin fram sem míni pizza á litlum disk.

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði

Sjávarréttasúpa.
Sjávarréttasúpa að hætti Torgsins

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði

Hlýri.
Steiktur hlýri, kartöflusmælki, grillaðar gulrætur og aspas með Bourbon sósu.

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði

Ís.
Vanilluís, rabarbarasulta, pikklaður og gljáður rabarbari, jarðarber, bláber og mynta.

Um Torgið

Það eru hjónin Daníel Pétur Baldursson matreiðslumaður og Auður Ösp Magnúsdóttir sem standa að baki veitingastaðnum Torginu á Siglufirði.

Torgið er lítill, notalegur og fjölskylduvænn veitingastaður í hjarta Siglufjarðar. Boðið er upp á hádegisverðarhlaðborð alla virka daga.

Matseðillinn á hlaðborðinu er fjölbreyttur og  þar má finna kjúklinga-, lambakjöts-, svínakjöts-, pasta- eða fiskrétti. Enginn dagur er eins. Ekki missa af góðri stund í hádeginu á Torginu.

Kvöldmatseðillinn höfðar til allra. Gómsætar pizzur, hamborgarar, salöt, smáréttir ofl.

Á töflunni kennir ýmissa grasa þar sem girnilegir réttir dagsins eru í boði, fiskur og franskar (Fish & chips), nautasteik, vegan réttir o.fl.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið