Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Elduðu margréttaða máltíð fyrir bandarísk hjón

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Torgið við Aðalgötuna á Siglufirði

Veitingastaðurinn Torgið við Aðalgötuna á Siglufirði

Bandarísk hjón sendu beiðni á veitingastaðinn Torgið á Siglufirði um að elda margréttaða máltíð. Hjónin gistu á Sigló hótel og fóru meðal annars á Síldarsafnið og voru yfir sig hrifin af Siglufirði, en þau eru á ferðalagi um Ísland í tvær vikur.

Beðið var sjávarréttarveislu og var það auðsótt mál.

Matseðillinn var á þessa leið:

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði

Síldarréttir.
Marineruð síl, sinnepssíld, rúgbrauð bakað á staðnum og íslenskt smjör.

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði

Úthafsrækjur.
Hvítlauksristaðar ferskar úthafsrækjur, gljáðar sítrónur og lime.

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði

Grafin lúða.
Grafin smálúða, sinnepsdillsósa, gúrkusalsa, rucola og ristaðir croutons teningar.

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði

Siglfirðingur.
Ein vinsælasta pizza Torgsins, Siglfirðingur, þorskur, rækjur, chilliflögur, rauðlaukur, hvítlauksolía og piparblanda.
Borin fram sem míni pizza á litlum disk.

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði

Sjávarréttasúpa.
Sjávarréttasúpa að hætti Torgsins

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði

Hlýri.
Steiktur hlýri, kartöflusmælki, grillaðar gulrætur og aspas með Bourbon sósu.

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði

Ís.
Vanilluís, rabarbarasulta, pikklaður og gljáður rabarbari, jarðarber, bláber og mynta.

Um Torgið

Það eru hjónin Daníel Pétur Baldursson matreiðslumaður og Auður Ösp Magnúsdóttir sem standa að baki veitingastaðnum Torginu á Siglufirði.

Torgið er lítill, notalegur og fjölskylduvænn veitingastaður í hjarta Siglufjarðar. Boðið er upp á hádegisverðarhlaðborð alla virka daga.

Matseðillinn á hlaðborðinu er fjölbreyttur og  þar má finna kjúklinga-, lambakjöts-, svínakjöts-, pasta- eða fiskrétti. Enginn dagur er eins. Ekki missa af góðri stund í hádeginu á Torginu.

Kvöldmatseðillinn höfðar til allra. Gómsætar pizzur, hamborgarar, salöt, smáréttir ofl.

Á töflunni kennir ýmissa grasa þar sem girnilegir réttir dagsins eru í boði, fiskur og franskar (Fish & chips), nautasteik, vegan réttir o.fl.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Þessi veitingahús taka þátt í Kjötsúpudeginum á Skólavörðustíg

Birting:

þann

Kjötsúpudagurinn á Skólavörðustíg - 2017

Frá Kjötsúpudeginum 2017

Íslensku kjötsúpunni verður gert hátt undir höfði með árlegum Kjötsúpudegi fyrsta vetrardag, laugardaginn 23. október næstkomandi og hefst klukkan 13.00 þar sem kjötsúpur í mismunandi búningi verða í boði fyrir gesti og gangandi.

Allir Íslendingar elska kjötsúpu, enda eiga allar íslenskar fjölskyldur sína uppáhalds uppskrift af kjötsúpunni sinni. Hún vekur góðar minningar, kallar fram bros og yljar hjartanu jafnt sem hún er bragðgóð, seðjandi og næringarrík. Kjötsúpudagurinn er haldinn af veitinga- og verslunarmönnum á Skólavörðustíg með stuðningi bænda.

Kjötsúpudagurinn á Skólavörðustíg - 2017

Kjötsúpudagurinn var upprunalega haldinn árið 2002 þegar Ófeigur Björnsson í Ófeigi gullsmiðju og Jóhann Jónsson í Ostabúðinni leiddu saman hesta sína til að gera daginn að veruleika.

Fyrsti vetrardagur varð fyrir valinu þar sem móðir Ófeigs hafði alltaf gert kjötsúpu þann dag. Segja má að Kjötsúpudagurinn sé ein af fyrstu sjálfssprottnu hátíðunum í miðbænum sem hefur svo sannarlega laðað að gesti og gangandi en árlega koma um tíu þúsund manns til að bragða á hinum ýmsu tegundum af íslenskri kjötsúpu.

Kjötsúpudagurinn á Skólavörðustíg - 2017

Þessi veitingahús taka þátt í Kjötsúpudeginum:

Kaffi Loki

Krua Thai

Sjávargrillið

Snaps

Ostabúðin veisluþjónusta

Reykjavík Fish

Mikil stemning er á Skólavörðustíg þennan dag og myndast langar raðir upp um allan stíg þar sem kjötsúpuþyrstir Íslendingar fá fría kjötsúpu eins og þeir geta í sig látið.

Með fylgja myndir frá Kjötsúpudeginum 2017.

Fleiri myndir hér.

Myndir: Ólafur Sveinn Guðmundsson / Veitingageirinn.is

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Iðandi mannlíf undir berum himni – Ottó: „Frábært framtak hjá Reykjavíkurborg.“ – Myndir

Birting:

þann

Iðandi mannlíf undir berum himni - Útisvæði

Verkefni á vegum Reykjavíkurborgar með yfirskriftinni „Iðandi mannlíf undir berum himni“ hefur verið í gangi í tvö ár og hefur Pétur Andreas Maack borgarhönnuður haldið utan um það ásamt Salóme Þorkelsdóttur.

„Við höfum unnið að því með rekstraraðilum að fá þá til að vera sýnilegri og teygja sig út í borgarlandið.  Það gerum við með því að veita til dæmis eigendum veitingastaða og kaffihúsa svæðið fyrir utan reksturinn til afnota.

Þessir rekstraraðilar geta þá búið til notaleg útisvæði og jafnvel dekkað upp borð og fengið þannig stærra svæði fyrir sinn veitingarekstur. Þetta ýtir auðvitað undir sölu á stöðunum en það sem borgin græðir á þessu er aukið mannlíf.

Við viljum hafa borgina okkar lifandi.“

segir Pétur í frétt á reykjavik.is.

Iðandi mannlíf undir berum himni - Útisvæði

Allir mega nota aðstöðuna

21 hvílustæði hafa verið í notkun í borginni í sumar.

„Þetta eru 35 bílastæði sem hafa verið lögð undir fólk í stað bíla,“

segir Pétur. Í mörgum stæðanna hafa verið byggðir pallar með borðum og stólum og víða hefur verið lagt gervigras. Þá hafa sumir skapað aðstöðu fyrir hjólreiðafólk til að geyma hjól sín í stæðunum, en markmiðið er alltaf það sama, þ.e. að fólk vilji nýta svæðin til að hafa það gott.

„Þetta er meira en tvöföldun frá því í fyrra. Eigendur veitingastaða og aðrir rekstraraðilar eru að vakna til lífsins. Þeir sjá nágranna sína byggja upp flott útisvæði, sem iða af fólki og vilja vera með, sem er frábært.“

Iðandi mannlíf undir berum himni - Útisvæði

Allir rekstraraðilar í borginni geta sótt um að vera með í verkefninu. Nú í sumar gilda afnotaleyfi útisvæðanna til fyrsta október s.l., en Pétur segir að virki verkefnin vel sé sjálfsagt að leyfa þeim að standa áfram yfir veturinn.

Dæmi um rekstraraðila sem hafa tekið þátt og skapað skemmtileg útisvæði eru Salka Valka á Skólavörðustíg, Fish and chips á Frakkastíg, Kaktus Espressobar við Vitastíg og blómabúðin Barónessan, við Barónsstíg.

„Það eru því ekki bara veitingaaðilar sem fá þessi afnot af borgarlandinu heldur einnig verslanir,“

bendir Pétur á.

„En við minnum líka alltaf á að þessi svæði eru almannaeign og þau mega allir nýta. Allir mega fá sér sæti og njóta þessara svæða þótt ekkert sé keypt. Borgin á þetta land en rekstraraðilar fá þessi afnot.“

„Frábært framtak hjá Reykjavíkurborg“

Ottó Magnússon og Guðmundur Þór Gunnarsson eigendur Fish & Chips

„Þetta útisvæði hefur gengið vonum framar hjá okkur.  Ekki síst fyrir minni staði og eftir lokanir og fl. útipallar eins ólíkir og mest má vera.“

Segir Ottó Magnússon eigandi Fish & Chips í samtali við veitingageirinn.is.

„Frábært að fá líf út á götur þessa fáu daga vikur yfir sumarið eins og víða þekkist erlendis.  Hjá okkur er þetta bara yfir sumartímann og við munum klárlega sækja um aftur.

Frábært framtak hjá Reykjavíkurborg.“

Myndir: reykjavik.is

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Selur handgert sushi með vestfirskum áhrifum með góðum árangri

Birting:

þann

Henrý Ottó Haraldsson, eigandi Jötun matarvagns

Henrý Ottó Haraldsson, eigandi Jötun matarvagns

Jötunn átvagn á Ísafirði hefur selt í sumar handgert sushi samkvæmt japönskum hefðum með vestfirskum áhrifum með góðum árangri.

„Hugmyndin að þessum bíl er að mig langaði að gera eitthvað nýtt og koma meiri matarmenningu hingað vestur“,

segir Henrý Ottó Haraldsson, eigandi Jötun matarvagns í samtali við N4

„Sushið sem ég er með er öðruvísi, er með vestrænum hætti. Matur fyrir mér er bara list svo ég fann mig í sushi gerðinni. Þetta var mjög skemmtilegt og yndislegt starf.“

segir Henrý, en hann starfaði t.a.m. við sushigerð á Fiskmarkaðinum í Reykjavík.

Vill gleðja almenning með einhverju öðru en pitsum

Henrý segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar og hann hefur náð að koma mörgum á sushi vagninn sem héldu að þeir borðuðu ekki sushi. Hvað framtíðina varðar þá sér Henrý fyrir sér að vera með fleiri matarbíla og jafnvel veitingastað, en hann ætlar ekki endilega að halda sig alltaf við sushið, það getur vel verið að hann breyti til og gleðji almenning með einhverju allt öðru, þó ekki hamborgurum og pitsum því það er alls staðar.

Henrý var í viðtali í þættinum Að vestan á N4 og má sjá viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan.

Mynd: skjáskot úr myndbandi / N4

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið