Vertu memm

Áhugavert

Eldri félagar í KM | Ferð til Vestmanneyja – Myndir

Birting:

þann

Vestmanneyjar 7 sept. 2016 - Eldri félagar í KM

“Gamlir“ félagar í Klúbbi Matreiðslumeistara sem hafa mikla reynslu, en eru enn að læra, flestir eftir fimmtíu ár í bransanum.Félagsskapur góður og skemmtilegur sem fer reglulega í fræðsluferðir.

Þann 7. september fóru 12 eldri félagar í Klúbbi Matreiðslumeistara í dagsferð til Vestmanneyja á 15 manna rútu frá Bílaleigu Akureyrar þar sem Hilmar hélt um stýri.  Lagt var af stað frá bílastæði Perlunnar klukkan 09:00 og ekið að Landeyjahöfn.  Við köllum þetta fræðsluferðir og heimsækjum matartengd fyrirtæki og lærum alltaf mikið.

Hópurinn stoppaði á N1 stöðinni á Hvolsvelli og fengu kaffi og pönnukökur hjá vertinum á staðnum og er það ekki í fyrsta sinn sem hann ber okkur þessar kræsingar.
Síðan var haldið áfram í ferjuna.

Þegar til Vestmanneyja kom, beið okkar Kristján Óskarsson sem var okkar fararstjóri allan daginn og var gersamlega frábær, kunni sögu eyjanna og gossins eins og faðir vorið.

Marhólmar

Vestmanneyjar 7 sept. 2016 - Eldri félagar í KM

Vestmanneyjar 7 sept. 2016 - Eldri félagar í KM

Vestmanneyjar 7 sept. 2016 - Eldri félagar í KM

Fyrsta stoppið var hjá fiskvinnslunni Marhólma þar sem okkur var boðið að smakka framreiðsluvörur úr síld og fleiru sem selt er til Finnlands. Flottar vörur. Þar var heiðurskona sem kallar sig Ragga okkar gestgjafi.

Grímur Kokkur

Vestmanneyjar 7 sept. 2016 - Eldri félagar í KM

Grímur Kokkur bauð upp á frábæra humarsúpu, fiskbollur og fiskfingur og fleiri tilbúna fiskrétti

Vestmanneyjar 7 sept. 2016 - Eldri félagar í KM

Því næst var haldið í fiskfyrirtækið Grímur Kokkur sem framleiðir tilbúna fiskrétti fyrir íslenskan markað. Þarna fengum við að smakka frábæra Humarsúpu, fiskbollur og fiskfingur og fleiri tilbúna fiskrétti. Grímur útskýrði tækin og ferilinn í verksmiðjunni sem er mjög áhugaverður.
Sum tækin eru sérhönnuð eftir óskum Gríms. Frábær aðstaða.

Stóðum sautján metrum fyrir ofan heimili Birgis

Vestmanneyjar 7 sept. 2016 - Eldri félagar í KM

„…Á einum stað stóðum við sautján metrum fyrir ofan heimili Birgis Pálssonar kenndum við Skútuna í Hafnarfirði.“

Þá var farið í hringferð um Eyjuna þar sem Kristinn útskýrði hina ýmsu staði og sögu þeirra. Nýja hraunið skoðað og þær miklu hamfarir sem þarna áttu sér stað. Á einum stað stóðum við sautján metrum fyrir ofan heimili Birgis Pálssonar kenndum við Skútuna í Hafnarfirði.

Listasmiðja Árna Johnsen

Vestmanneyjar 7 sept. 2016 - Eldri félagar í KM

Listasmiðja Árna Johnsen

Vestmanneyjar 7 sept. 2016 - Eldri félagar í KM

Listaverkið síðasta kvöldmáltíðin

Því næst kíktum við í listasmiðju Árna Johnsen sem er áhugaverður að skoða.

Gos safnið

Vestmanneyjar 7 sept. 2016 - Eldri félagar í KM

Þá fórum við í Gossafnið sem var mikil reynsla og er frábærlega sett upp og sýnir hamfarirnar á eyjunni á frábæran hátt. Mikil saga og stórkostlegar myndir.

Slippurinn

Vestmanneyjar 7 sept. 2016 - Eldri félagar í KM

Vestmanneyjar 7 sept. 2016 - Eldri félagar í KM

Gísli útskýrir réttina

Síðast en ekki síst var svo farið á veitingastaðinn Slippurinn. Þar tók á móti okkur Gísli Matthías Auðunsson og móðir hans Katrín Gísladóttir sem eru eigendur að staðnum. Þarna fengum við algerlega frábæran mat og þjónustu og ekki má gleyma hlýlegum stað með frábæra sál. Við fengum heimalagaða rétti úr þangi og harðfisk, Bluefin Tuna eða Bláugga Túnfisk, síðan frábæra fiskisúpu, steiktan þorskhnakka og eftirrétt með skyri og fleiru. Algerlega frábær kvöldverður sem mun ekki gleymast.

Frábær endir á góðum degi.

Myndir

Meðfylgjandi myndir tók Guðjón Steinsson matreiðslumeistari.

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected] Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Áhugavert

Haukur gerður að heiðursfélaga samtaka veitingahúsaeigenda í Bandaríkjunum

Birting:

þann

H. Olafsson - Omaha Nebraska

Haukur Ólafsson og eiginkona hans Björg Friðriksdóttir stofnuðu fyrirtækið H. Olafsson árið 1995

Nú á dögunum var Haukur Ólafsson gerður að heiðursfélaga samtaka veitingahúsaeigenda Hospitality and Restaurant Hall of Fame í Omaha Nebraska í Bandaríkjunum. Samtökin heiðra nokkra aðila árlega sem hafa staðið sig vel í að þjóna Omaha markaðnum í veitingageiranum.

H. Olafsson - Omaha Nebraska

Heiðursverðlaunin fóru fram í MCC Hótel og matvælaskólanum í Omaha

Byrjuðu með ísskáp og frystikistu

Haukur og eiginkona hans Björg Friðriksdóttir reka fyrirtækið H. Olafsson sem þau stofnuðu í lok árs 1995 í Omaha Nebraska. Margir hverjir muna eftir þeim hér á árunum áður en þau ráku heildsölu/innflutnings fyrirtæki við góðan orðstír sem síðar var selt til Ó. Johnson & Kaaber.

Haukur og Björg byrjuðu smátt, eða í íbúð þeirra í Omaha með ísskáp og frystikistu og fluttu síðan í leiguhúsnæði sem þau síðan keyptu fyrir um 6 árum, og eru þar nú.

Fyrirtækið er staðsett við 2901 Harney götu:

Þó að Haukur sé ekki lærður matreiðslumaður þá hefur hann alltaf haft mikla ástríðu fyrir matargerð. Fyrirtæki þeirra hjóna flytur inn vandaðar vörur frá Evrópu til að mynda osta, kavíar, þurrkaðar skinkur, súkkulaði, en hægt er að sjá nánai upplýsingar á heimasíðu þeirra á vefslóðinni www.olafssonspecialtyfoods.com sem þjónar einungis kokkum í Omaha.

H. Olafsson - Omaha Nebraska

H. Olafsson býður upp á hágæða matvæli frá fyrirtækjum um allan heim

H. Olafsson - Omaha Nebraska

H. Olafsson - Omaha Nebraska

H. Olafsson - Omaha Nebraska

Björg hefur mikla reynslu í eftirréttamálum og heldur fyrirtækið sýnikennslu í sérhönnuðu eldhúsi í vöruhúsi H. Olafsson þar sem Omaha kokkum eru sýndar ýmsar nýjungar og leiðir til að nota það fjölbreytta vöruúrval sem fyrirtækið býður upp á. Til gamans má geta þess að fyrirtækið hefur fengið þekkta kokka/pastry chefs í sýnikennslu og einnig fjölmarga nemendur frá matreiðsluskólanum Metropolitan Community College/Institute for the Culinary Arts.

 

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Áhugavert

Hringdi drukkin á miðnætti í Ólaf til að sækja um vinnu

Birting:

þann

Ólafur Örn Ólafsson

Ólafur Örn Ólafsson

Ólafur Örn Ólafsson framreiðslumaður vinnur nú hörðum höndum að opna K-bar sem er nýr veitingastaður á laugavegi 74, en Ólafur auglýsti eftir matreiðslumönnum, bæði faglærða og ófaglærða aðstoðarmenn á smáauglýsingavefnum.

Ólafur fékk furðulega símhringingu vegna auglýsingarinnar í gærkvöldi og skrifar færslu á facebook í morgun og birtum við hana hér með góðfúslegu leyfi Ólafs:

Kl 23:58 í gærkvöldi hringdi síminn minn og í honum var kona sem hafði séð auglýsingu á freisting.is um að ég væri að leita að matreiðslumanni.  Hún var greinilega búin að fá sér dáldið vel, en skildi ekkert í því hvað ég var dónalegur að minnast á að það væri sennilega ekki vænlegt til árangurs að hringja drukkin um miðnætti til að sækja um vinnu.

Sagði að það væri nú bara þannig að hún væri nú yfirleitt að vinna til miðnættis og að hún hefði fengið sér tvo bjóra, hvort það væri eitthvað að því?!

Ég hló, skellti á og er ennþá að leita að matreiðslumanni/Konu.

 

Smellið hér til að skoða smáauglýsingavefinn.

Mynd: aðsend

Lesa meira

Áhugavert

Bar fyrir Hálandahöfðingja

Birting:

þann

Sekkjapípa

Skoski barinn Highlander er nýtilkomin viðbót í barflóru miðborgarinnar. Hann er til húsa í hinu gamla og virðulega Hvítakoti við Lækjargötu.

Innandyra á Highlander ríkir nú sannkölluð Hálandastemning, eins og nafnið gefur til kynna.

„Hann er svo skoskur barinn að það liggur við að maður fari að tala með hreim þegar maður kemur inn,“

segir Jón Páll Haraldsson rekstrarstjóri. Barinn stingur þannig í stúf við írskættuðu pöbbana Dubliners og Celtic Cross sem hafa átt miklum vinsældum að fagna.

Félagar Jóns Páls í rekstrinum römbuðu inn á barinn í Skotlandi, og leist svo vel á að þeir ákváðu að flytja hann með sér heim.

„Við tókum þjónana reyndar ekki með, sem við sjáum eftir núna. Þá þyrftum við ekki að vera að kenna starfsfólkinu að tala með skoskum hreim,“

segir Jón Páll kíminn.

„Húsgögnin, bækurnar og myndirnar er allt saman að utan,“

segir hann.

Highlander hefur verið opinn í rúma viku, en helgin sem nú gengur í garð verður nokkurs konar vígsluhelgi barsins. Inni á barnum ríkir yfirleitt rólegt andrúmsloft, enda fannst Jóni Páli mikil vöntun á stað þar sem fólk gæti rætt saman án þess að þurfa að öskra yfir háværa tónlist. Á því verður þó gerð nokkur breyting um helgina.

„Það mæta til okkar skoskir fjörkálfar með sekkjapípur og allan pakkann, og verða hjá okkur bæði í kvöld og annað kvöld.  Þetta verður svona eins og upp til sveita í Hálöndunum,“

sagði Jón Páll í samtali við Visir.is

Mynd: úr safni

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið