Vertu memm

Markaðurinn

Ekran tekur við dreifingu á vörum frá Unilever Food Solutions

Birting:

þann

Unilever Food Solutions

Frá og með 1. apríl 2021 tekur Ekran við dreifingu á vörum frá Unilever Food Solutions. Þetta eru vörumerkin Knorr, Hellmann´s, Maizena, Lipton, Carte D´or og The Vegetarian Butcher sem eru leiðandi í matargerð á Íslandi og notuð í stóreldhúsum um allt land.

Það er okkur mikill heiður að taka við þessum heimsþekktu vörumerkjum sem eiga rótgróinn sess á Íslandi. Þau eiga sér yfir 100 ára sögu og með sífelldri vöruþróun í samvinnu við meistarakokka víða um heim hafa vörulínur þróast og breyst í takt við nýja tíma.

Knorr er leiðandi vörumerki í matargerð á Íslandi og er notað í stóreldhúsum og á heimilum um allt land. Vörulínan samanstendur af kröftum, sósum, súpum og margs konar bragðaukandi innihaldsefnum gerðum úr gæðahráefnum.

Hellmann´s er eitt vinsælasta majónes heims og hefur verið framleitt síðan 1920. Vörurnar frá Hellmann’s innihalda engin aukefni, engin rotvarnarefni, bara bragðmikið majónes og ljúffengar sósur. Ekki skemmir heldur fyrir að Hellmann‘s er í 100% endurnýtanlegum umbúðum.

Maizena vörumerkið er líklega best þekkt um allan heim fyrir hágæða maísmjölið í gula og hvíta pakkanum. En allt frá árinu 1862 hefur Maizena framleitt ómissandi matreiðsluvörur á borð við klassíska sósujafnarann í ljósu og dökku, maísmjölið og pönnukökumixið.

Lipton er einn þekktasti teframleiðandi í heimi og hefur verið það í yfir 100 ár. Lipton býður upp á margar tegundir af ljúffengu tei sem valið er vandlega og unnið til að mæta mismunandi kröfum fólks, hvort sem það leitar eftir sterku eða mildu bragði, slökunaráhrifum eða jafnvel heilsubætandi tei.

The Vegetarian Butcher vörurnar snúast um þá hugsjón að gefa kjötáhugafólki tækifæri til að njóta grænmetisfæðu á þann hátt að því finnist það ekki vera að missa af neinu þótt kjöti sé sleppt öðru hvoru. Vörurnar eru framleiddar af kjötunnendum fyrir kjötunnendur en með það að markmiði að hvetja þá sömu til að njóta ljúffenga bragðsins, bara án dýraafurða.

Carte D´or er heimsfrægt fyrir sína ljúffengu eftirrétti og ístegundir sem það hefur framleitt frá 1978. Vöruúrvalið fyrir stóreldhús inniheldur dýrindis hráefni sem skila himneskri upplifun í eftirréttum.

Sjá nánar hér.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið