Vertu memm

Markaðurinn

Ekran: Kikkoman á tilboði

Birting:

þann

Hunangsristaður kjúklingur

Hér er uppskrift að einfaldri og góðri marineringu þar sem við erum með frábært tilboð á 1 lítra sojasósu og Tamari sojasósu frá Kikkoman. Snilldin leynist oft í einfaldleikanum!

¼ bolli Kikkoman sojasósa

¼ bolli hunang

3 matskeiðar ólífuolía

1 teskeið tómatpúrra

1 teskeið rifinn hvítlaukur

1 teskeið engifer

Dass af cayenne pipar

¼ bolli vorlaukur

Kjúklingalæri

4 bollar soðin hrísgrjón

Aðferð:

Byrja á að forhita ofninn í 190°

Hræra saman sojasósunni, hunanginu, ólífuolíunni, tómatpúrrunni, engiferinu, hvítlauknum og smá cayenne pipar í skál.

Steikið kjúklinginn á pönnu og hellið sósunni yfir kjúklinginn – passa að sulla sósunni vel á og setja svo inn í miðjan ofn í 30-35 mínútur eða þangað til kjúklingurinn er eldaður í gegn og orðinn gullinbrúnn. Leyfið kjúklingnum að liggja í 10 mín eftir að hann kemur úr ofninum svo skinnið verði krispí og sósan nái að setjast. Sáldrið svo vorlauk ofan á kjúklinginn og berið fram með grjónum.

Kikkoman á tilboði.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið