Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Einn flottasti kokkur landsins opnar veitingastað á Kársnesinu

Birting:

þann

Ólafur Helgi Kristjánsson matreiðslumeistari

Ólafur Helgi Kristjánsson matreiðslumeistari.
Mynd: Bændablaðið

Í Kópavogi eða nánar tiltekið við Hafnarbraut 13B á Kársnesinu standa yfir miklar framkvæmdir, en þar mun veitingastaðurinn Brasserie Kársnes opna með haustinu.

Eigendur eru hjónin Ólafur Helgi Kristjánsson matreiðslumeistari og Sólveig Júlíana Guðmundsdóttir.

Staðurinn mun taka rúmlega 80 manns í sæti og opnunartími verður frá klukkan 11:30 til 23:00 og til 00:00 um helgar.

Brasserie Kársnes

„Þetta verður svona kósý, röff hverfisstaður fyrir Kársnesið en við viljum auðvitað fá alla í heimsókn til okkar alveg sama hvar þeir búsettir til þess að gera vel við sig í mat og drykk í þægilegu umhverfi.“

Sagði Ólafur í samtali við veitingageirinn.is.

Hádegin verða með góðum mat á sanngjörnu verði fyrir fyrirtækin í hverfinu.

Það verður opið yfir daginn þannig að fólk getur droppað inn og fengið sér kaffi eða kalda drykki, svo á kvöldin þegar fólk vill gera vel við sig, þá er farið í kósý brasserie stemningu þar sem hráefnin og vínin fá að njóta sín og verðið stillt í hófi.

Brasserie Kársnes

„Ég hef nú sagt að matarþemað verði svona skandinavian street food hvað sem það er nú,“

sagði Ólafur hress aðspurður um matargerðina á staðnum.

Ólafur er vel þekktur í veitingageiranum, enda metnaðarfullur matreiðslumeistari og hefur hefur mikla ástríðu fyrir matargerð af ólíkum uppruna. Ólafur hefur töluverða innsýn inn í mismunandi matagerð þar sem hann hefur starfað sem kokkur í Kaupmannahöfn, Skotlandi og á Íslandi.

Íslenskt hráefni frá öllum landshlutum hefur Ólafur mikinn áhuga á, en hann var alinn upp í Mývatnssveit þar sem hægt að er að vinna með mjög fjölbreytt hráefni úr náttúrunni.

Ólafur lærði fræðin sín á Perlunni og útskrifaðist árið 2001 og sem meistari árið 2012. Strax eftir útskrift í Perlunni starfaði Ólafur sem matreiðslumaður á Hótel Holti. Ólafur var rekstaraðili og matreiðslumaður í veiðihúsi við Hofsá og Selá í Vopnafirði og þaðan lá leiðin til Kaupmannahafnar og bjó þar í eitt ár og starfaði á þremur stöðum, þ.e. Den elvede bud, Era Ora (Michelin veitingastaður) og S.P.Q.R.

Starfaði sem Sous chef á fjögurra stjörnu hóteli í miðbæ Edinborgar, Radisson Blu.

Ólafur hefur verið í samstarfi við Bocuse d´Or akademíunnar hér á Íslandi, yfirkokkur á galadinner matreiðslumeistara hjá Klúbbi matreiðslumeistara árið 2018 og 2019,
þar sem hann undirbjó og stýrði kvöldinu ásamt öðrum matreiðslumönnum.

Ólafur hefur starfað á veitingastöðunum Skólabrú, Iðusölum, Arion Banka, Hótel Natura, Hótel Sögu sem yfirmatreiðslumaður svo fátt eitt sé nefnt.

„Við erum fjölskyldan í þessu saman þannig að þetta er svona fjölskyldu stemning sem verður á staðnum“

sagði Ólafur að lokum.  Veitingageirinn.is kemur til með að fylgjast vel með Brasserie Kársnes og flytja fréttir, birta myndir, matseðla ofl., fylgist vel með.

„Brasserie Kársnes er byrjað ….. kominn í gallann, greiddur og allt að gerast“

Skoðið vídeó af Brasserie Kársnes í framkvæmdum hér.

Fylgist með á Instagram: Brasserie Kársnes

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Punto Caffé er nýr matarvagn í Borgarnesi

Birting:

þann

Punto Caffé - Matarvagn í Borgarnesi

Punto Caffé er nýr matarvagn í Borgarnesi, staðsettur á planinu hjá Menntaskóla Borgarfjarðar.

Eigendur eru feðgarnir Móses Kjartan Jósefsson og Philip Stefán Mósesson, en þeir bjóða upp á fimm tegundir af samlokum og úrval af gæðakaffi, eins og cappuccino, espresso, americano, caffe latte og einnig gos, ís úr vél og prótein smákökur.

Punto Caffé - Matarvagn í Borgarnesi

Langvinsælasta samlokan á Punto Caffé er Lomito Italiano sem inniheldur rifið grísakjöt, tómata, avakadó og majones.

Í stuttu spjalli við blaðamann Skessuhornsins sagði Móses að hann væri ættaður frá Chile en hefði komið til Íslands árið 1998 en flutt í Borgarnes 2017.

Punto Caffé - Matarvagn í Borgarnesi

Splunku nýjar tegundir af samlokum eru að skríða á matseðil þessa dagana, þær heita ave pimiento og ave palta Í Ave pimiento er mayjones salat með mæjónesi kjúklingabringu, grilluð papriku og í Ave Palta er kjúklingabringu með avókadó.
Einnig býður Punto Cafféupp á nýja vegan samloku með vegan snitseli.

Punto Caffé - Matarvagn í Borgarnesi

Myndir: facebook / Punto Caffé

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Monkeys opnar formlega – Svona lítur staðurinn út – Myndir

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Monkeys

Monkeys opnaði formlega nú á dögunum, en staðurinn er staðsettur við Klapparstíg 28-30 í Hjartagarðinum í Reykjavík.

Staðnum stýra þeir Gunnar Rafn Heiðarsson veitingastjóri, Snorri Sigfússon yfirmatreiðslumeistari og Martyn Lourenco yfirkokteilbarþjónn. Allir hafa þeir áratuga reynslu í því að skapa framúrskarandi upplifun gesta sinna.

Veitingastaðurinn Monkeys

Veitingastaðurinn Monkeys

Sjá einnig:

Veitingastaðurinn Monkeys opnar í sumar – Sjáðu myndirnar af réttunum

Matseðill

Staðurinn er smáréttastaður með mikið úrval framandi rétta sem eru undir áhrifum frá Perú og Japan.

Sjá matseðilinn hér.

Veitingastaðurinn Monkeys

Vínseðill

Mikil áhersla er á gott úrval léttvína í glasatali og þá sér í lagi freyðandi vín frá öllum heimshornum og búið er að para hið fullkomna glas með hverjum rétti ásamt frábærum kokteilum.

Myndir: facebook / Monkeys Reykjavík

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Iðnó opnar aftur – Sagan heldur áfram

Birting:

þann

Iðnó, menningarhúsið við Tjörnina í Reykjavík

Iðnó, menningarhúsið við Tjörnina í Reykjavík, lokaði fyrir rúmlega ári síðan, en rekstraraðilar á Iðnó þeir Þórir Bergsson matreiðslumaður og René Boonekamp sögðu á sínum tíma að ástæðan væri að það reyndist fjárhagslega ómögulegt að halda áfram með reksturinn á þessum fordæmalausu Covid tímum.

Í framhaldi þess auglýsti Reykjavíkurborg eftir áhugasömum aðilum til að taka Iðnó á leigu undir menningarstarf og annað sem styður við starfsemi þess og eykur líf í húsinu.

Það er Björgvin Sigvaldason sem er nýr verkefnastjóri í Iðnó og Guðfinnur Sölvi Karlsson hjá Prikinu og Hressingarskálanum er rekstraraðili Iðnó.

Sjá einnig:

Iðnó til leigu – ertu með góða hugmynd?

Í tilkynningu frá Iðnó kemur fram að húsið mun opna á allra næstu dögum.

Í dag eru rekstraraðilar að standsetja húsið, sem hefur verið lokað eins og áður segir í meira en ár, og því af nægu að taka við að koma því í gang.

Iðnó

Iðnó, menningarhúsið við Tjörnina í Reykjavík

Iðnó verður opið alla daga frá morgni til kvölds. Áfram verður rekinn matsölustaður/kaffihús í hluta hússins þar sem boðið verður upp á mat, drykk, kökur og kleinur.

Rekstraraðilar lofa því að Iðnó verði lifandi hús, miðstöð tónlistar, dans, leiklistar, myndlistar og hins talaða orðs í Reykjavík eins og það hefur verið síðan 1896, segir í tilkynningu sem endar á orðunum: Sagan heldur áfram.

Myndir: facebook / Iðnó

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið