Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Einn flottasti kokkur landsins opnar veitingastað á Kársnesinu

Birting:

þann

Ólafur Helgi Kristjánsson matreiðslumeistari

Ólafur Helgi Kristjánsson matreiðslumeistari.
Mynd: Bændablaðið

Í Kópavogi eða nánar tiltekið við Hafnarbraut 13B á Kársnesinu standa yfir miklar framkvæmdir, en þar mun veitingastaðurinn Brasserie Kársnes opna með haustinu.

Eigendur eru hjónin Ólafur Helgi Kristjánsson matreiðslumeistari og Sólveig Júlíana Guðmundsdóttir.

Staðurinn mun taka rúmlega 80 manns í sæti og opnunartími verður frá klukkan 11:30 til 23:00 og til 00:00 um helgar.

Brasserie Kársnes

„Þetta verður svona kósý, röff hverfisstaður fyrir Kársnesið en við viljum auðvitað fá alla í heimsókn til okkar alveg sama hvar þeir búsettir til þess að gera vel við sig í mat og drykk í þægilegu umhverfi.“

Sagði Ólafur í samtali við veitingageirinn.is.

Hádegin verða með góðum mat á sanngjörnu verði fyrir fyrirtækin í hverfinu.

Það verður opið yfir daginn þannig að fólk getur droppað inn og fengið sér kaffi eða kalda drykki, svo á kvöldin þegar fólk vill gera vel við sig, þá er farið í kósý brasserie stemningu þar sem hráefnin og vínin fá að njóta sín og verðið stillt í hófi.

Brasserie Kársnes

„Ég hef nú sagt að matarþemað verði svona skandinavian street food hvað sem það er nú,“

sagði Ólafur hress aðspurður um matargerðina á staðnum.

Ólafur er vel þekktur í veitingageiranum, enda metnaðarfullur matreiðslumeistari og hefur hefur mikla ástríðu fyrir matargerð af ólíkum uppruna. Ólafur hefur töluverða innsýn inn í mismunandi matagerð þar sem hann hefur starfað sem kokkur í Kaupmannahöfn, Skotlandi og á Íslandi.

Íslenskt hráefni frá öllum landshlutum hefur Ólafur mikinn áhuga á, en hann var alinn upp í Mývatnssveit þar sem hægt að er að vinna með mjög fjölbreytt hráefni úr náttúrunni.

Ólafur lærði fræðin sín á Perlunni og útskrifaðist árið 2001 og sem meistari árið 2012. Strax eftir útskrift í Perlunni starfaði Ólafur sem matreiðslumaður á Hótel Holti. Ólafur var rekstaraðili og matreiðslumaður í veiðihúsi við Hofsá og Selá í Vopnafirði og þaðan lá leiðin til Kaupmannahafnar og bjó þar í eitt ár og starfaði á þremur stöðum, þ.e. Den elvede bud, Era Ora (Michelin veitingastaður) og S.P.Q.R.

Starfaði sem Sous chef á fjögurra stjörnu hóteli í miðbæ Edinborgar, Radisson Blu.

Ólafur hefur verið í samstarfi við Bocuse d´Or akademíunnar hér á Íslandi, yfirkokkur á galadinner matreiðslumeistara hjá Klúbbi matreiðslumeistara árið 2018 og 2019,
þar sem hann undirbjó og stýrði kvöldinu ásamt öðrum matreiðslumönnum.

Ólafur hefur starfað á veitingastöðunum Skólabrú, Iðusölum, Arion Banka, Hótel Natura, Hótel Sögu sem yfirmatreiðslumaður svo fátt eitt sé nefnt.

„Við erum fjölskyldan í þessu saman þannig að þetta er svona fjölskyldu stemning sem verður á staðnum“

sagði Ólafur að lokum.  Veitingageirinn.is kemur til með að fylgjast vel með Brasserie Kársnes og flytja fréttir, birta myndir, matseðla ofl., fylgist vel með.

„Brasserie Kársnes er byrjað ….. kominn í gallann, greiddur og allt að gerast“

Skoðið vídeó af Brasserie Kársnes í framkvæmdum hér.

Fylgist með á Instagram: Brasserie Kársnes

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið