Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Ein flottasta mathöll Íslands opnar – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Mjólkurbúið á Selfossi - Mathöll

Nýr miðbær á Selfossi opnaði í gær með pompi og prakt. Þar hafa verið reist 35 hús, sem öll hafa áður staðið á Íslandi, en urðu eldi eða eyðileggingu að bráð. Í þeim er fjölbreytt miðbæjarstarfsemi, svo sem veitingahús, verslanir, þjónusta, skrifstofur og íbúðir.

Mjólkurbúið á Selfossi er sannkallað matarmenningarhús sem hefur verið breytt í eina flottustu mathöll á Íslandi með 8 veitingastöðum, bjórgarð, vínbar og sýningu um sögu skyrs.

Mjólkurbúið á Selfossi - Mathöll

Mjólkurbúið á Selfossi - Mathöll

Veitingastaðirnir eru Samuelsson Matbar, Flatey Pizza, Smiðjan Brugghús, Menam, Romano Pasta Street Food, El Gordito Taco, Dragon Dim Sum og Ísey skyr bar.

Sjá einnig:

Þessir veitingastaðir verða í nýju mathöllinni á Selfossi – Aðeins eitt rými óráðstafað

Uppi í risi í mathöllinni er vín- og kokteilbar þar sem kunnáttufólk í píanóleik fá tækifæri til að láta ljós sitt skína, með útsýni að Ingólfsfjalli öðru megin og yfir Brúartorgið nýja hinum megin.

Mjólkurbúið á Selfossi - Mathöll

„Þetta er ofboðslega mikil lyftistöng fyrir svæðið og mun smita út frá sér út fyrir miðbæinn líka. Og Selfoss er breyttur bær á eftir,“

segir Leó Árnason, stjórnarformaður Sigtúns í samtali við Stöð tvö í gærkvöldi, sem sjá má í spilaranum hér að neðan:

Framkvæmdir í Mjólkurbúinu 8. júlí, rétt fyrir opnun:

Þegar hugmyndum um nýjan miðbæjarkjarna á Selfossi voru kynntar þá voru þessar tölvuteiknaðar myndir notaðar, sem sjá má betur staðsetningu og hvað þetta er gífurleg lyftistöng fyrir miðbæinn.

Miðbær Selfoss

Miðbær Selfoss

Myndir: facebook / Miðbær Selfoss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Ása og Emil láta drauminn rætast í samstarfi við Gleðipinna

Birting:

þann

Hjónin Ása María Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson ásamt börnum

Hjónin Ása María Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson ásamt börnum

Hjónin Ása María Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson, knattspyrnumaður, munu á vormánuðum 2022 opna nýjan og áhugaverðan pizzastað á Suðurlandsbraut, þar sem Eldsmiðjan er til húsa í dag, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Gleðipinnum.

“Við Emil höfum ástríðu fyrir góðum og vönduðum hráefnum eftir að hafa búið á Ítalíu í öll þessi ár. Hér höfum við fengið ljúft og gott mataruppeldi sem hefur mótað okkur mjög. OLIFA vörurnar hafa fengið frábærar viðtökur heima og það má segja að OLIFA – La Madre Pizza sé loks fyrsta skrefið í því að bjóða Íslendingum til borðs með okkur,”

segir Ása María, framkvæmdastjóri OLIFA. En eitt af gildum OLIFA er að hvetja alla aldurshópa að koma saman til borðs og njóta góðs matar í félagsskap hvors annars.

“Við Gleðipinnar erum afar spenntir fyrir því að fá að taka þátt í þessu ævintýri Ásu og Emils. Þau hafa mikla þekkingu á ítölskum hráefnum og matargerð eftir áralanga búsetu á Ítalíu og hafa mjög skýra sýn á það hvernig veitingastað þau vilja opna. Þetta er þeirra draumur og og við erum montin af því að fá að vera samferða,“

segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna.

Ása hefur verið dugleg við að sýna frá lífi þeirra Emils á Ítalíu og á Instagram reikningi hennar er hægt að fylgjast með undirbúningi OLIFA – La Madre Pizza.. Instagram Ásu: Asaregins

Eldsmiðjan í frí

Eldsmiðjan sem hefur fylgt Íslendingum síðan 1986 mun samhliða opnun OLIFA – La Madre Pizza kveðja landsmenn um óákveðinn tíma.

“Okkur Gleðipinnum þykir afar vænt um Eldsmiðjuna og það má segja að hún sé að fara í ótímabundið frí. Vörumerkið er rótgróið og sterkt og við munum að sjálfsögðu varðveita það áfram,”

segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna.

Gleðipinnar reka fyrir pizzastaðina Blackbox og Shake&Pizza og á nýju ári bætist OLIFA – La Madre Pizza í Gleðipinnafjöskylduna.

“Pizzamarkaðurinn hefur þróast mikið og breyst á liðnum árum og Eldsmiðjan í núverandi mynd féll ekki fullkomlega að framtíðarsýn okkar Gleðipinna. Okkur finnst gaman að gera nýja og skemmtilega hluti og þess vegna fannst okkur tilvalið að nýta Eldsmiðjustaðinn á Suðurlandsbraut undir OLIFA La Madre Pizza. En þó að Eldsmiðjan sé farin í frí þá er aldrei að vita nema hún skjóti upp kollinum aftur síðar,”

segir Jóhannes að lokum.

Mynd: aðsend

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Jói Fel opnar pizzastað

Birting:

þann

Listhúsið í Laugardalnum

Nýi pizzastaðurinn verður staðsettur í Listhúsinu í Laugardal
Mynd: Skjáskot af google korti.

Athafnarmaðurinn og bakarameistarinn Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, vinnur nú hörðum höndum að opna nýjan pizzastað.

„Listhúsinu í Laugardal. Fínt fyrir okkur listamennina. Það er jú list að elda og baka.“

Segir Jói Fel.  Miklar framkvæmdir standa yfir í húsnæðinu og hefur t.a.m. veglegur pizzaofn verið fluttur inn á staðinn.

„Opna ekki á morgun eða ekki hinn, þetta tekur smátíma, en höfum bara gaman og gerum eitthvað skemmtilegt“

Segir Jói Fel að lokum á Instagram-síðu sinni.

Jói Fel

Jóhannes Felixson bakarameistari, betur þekktur sem Jói Fel
Mynd: joifel.is

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Espressobarinn og Skyr 600 opnar formlega

Birting:

þann

Espressobarinn og Skyr 600 í verslunarmiðstöðinni Glerártorg á Akureyri

Espressobarinn og Skyr 600 opnar formlega.
Mynd: facebook / Glerártorg verslunarmiðstöð

Á laugardaginn s.l. opnaði formlega kaffihúsið Espressobarinn og Skyr 600 í verslunarmiðstöðinni Glerártorg á Akureyri.

Stofnendur kaffihússins eru Guðmundur Ómarsson, Karen Halldórsdóttir, María Hólmgrímsdóttir og Pálmi Hrafn Tryggvason.

Espressobarinn og Skyr 600 í verslunarmiðstöðinni Glerártorg á Akureyri

Á Skyr 600 er boðið upp á skyrskálar og boozt.
Mynd: facebook / Espressobarinn og Skyr600

Staðurinn sem staðsettur á bilinu við hlið Lyf og heilsu, býður upp á margar tegundir af kaffidrykkjum, beyglur og laktósafríar vörur og eins boozt og skyrskálar blandaðar meðal annars með ferskum ávöxtum, svo fátt eitt sé nefnt.

Espressobarinn og Skyr 600 í verslunarmiðstöðinni Glerártorg á Akureyri

Bjartur Hollanders kaffibarþjónn sér um að gera ferskt og nýlagað kaffi.
Mynd: facebook / Espressobarinn og Skyr600

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið