Vertu memm

Uppskriftir

Eggjapúns | Eggnog

Birting:

þann

Eggjapúns - Eggnog

Eggjapúns a´la Eggnog var alltaf drukkið hjá minni fjölskyldu á Þorláksmessu meðan jólatréð var skreytt.  Ég geri uppskriftina alltaf áfengislausa og svo bætir hver og einn romm / brandí / koníak / Viskí út í sitt.

Fyrir 12 bolla.

Hráefni:
6 stór egg
3/4 bolli sykur
2 tsk vanilludropar
2 bollar nýmjólk
3 bollar rjómi
Múskat

Aðferð
Skiljið eggin og þeytið eggjarauðurnar mjög vel og bætið sykrinum rólega saman við. Hrærið mjólkina og 2 bollum af rjómanum og vanilludropum saman við. Kælið.

Þeytið hvíturnar alveg stífar. Þeytið 1 bolla af rjóma stífan. Blandið öllu svo varlega saman og stráið smá múskat yfir.

Höfundur er Hrefna Þórisdóttir framreiðslumaður.

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið