Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Eftirréttur að hætti Axels á forsíðu Capfruit

Birting:

þann

Berriolette - Axel Þorsteinsson

Berriolette

Axel Þorsteinsson

Axel Þorsteinsson

Á forsíðu í nýjasta tímariti Capfruit er eftirrétturinn „Berriolette“ en það er meistarinn sjálfur Axel Þorsteinsson bakari & konditor sem er höfundur á þessum girnilega rétti.  Eftrirétturinn heitir „Berriolette“ og er mille-feuille réttur þar sem uppistaðan eru rauð ber.

Tímaritið er gefið út og dreift til 50 landa á 12 tungumálum. Hlutverk blaðsins er að kynna hæfileika og hefð í matargerð frá mismunandi löndum auk þess að kynna og byggja undir ímynd matargerðar á viðkomandi svæði eða landi.  Blaðinu er dreift til hágæða veitingahúsa, hótela og virtra matreiðslumeistara um allan heim, þar á meðal Michelin veitingastaða.

Tímaritið er hægt að lesa með því að  smella hér.

Axel býr núna í Kúveit og starfar þar sem yfirbakari hjá frægu Bouchon Bakery keðjunni sem að matreiðslumeistarinn Thomas Keller á og rekur.  Axel hefur komið sér vel fyrir í Kúveit og hefur keypt sér glæsilegan bíl, leigir 5 herbergja íbúð á 15. hæð í nýju hverfi Kúveit ásamt vinnufélaga sínum.

Sjá einnig: Axel Þorsteinsson verður yfirbakari hjá Bouchon Bakery í Kúveit

Verkefnið hans þessa dagana er að þjálfa tvo Sous Pastry Chefa og nokkra þjóna.  Axel er með aðstöðu á stað sem heitir Dean & Deluca og sem hliðarverkefni með þjálfuninni er Axel að hanna nýja eftirrétti fyrir Dean & Deluca.

Axel fer til New York í febrúar í þjálfun hjá Bouchon Bakery og verður þar í um 6 vikur.

 Capfruit tímaritið.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið