Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Ef starfshlutfall er stytt niður í 25% eða 50%, verður þá námið lengra?

Birting:

þann

Nemandi

Þessi fyrirspurn var send á veitingageirinn.is:

„hvernig er með námsamninga i matvælageiranum þegar vinnustundir eru styttar niður í 25% eða 50% verður þá námið lengra?““

Við fengum Ólaf Jónsson sviðsstjóra matvæla- og veitingasviðs hjá IÐUNNI fræðslusetri til að svara þessari spurningu og er hér svarið hans:

„Námstími nema á vinnustað er skilgreint sem 100% starfshlutfall í 126 viku í matreiðslu, bakariðn og kjötiðn. Samtals 80 vikur í framreiðslu. Nemi sem er í skertu starfshlutfalli á vinnustað, (almennt er miðað við 50% starfshlutfall að lágmarki), lengir þar með í samningstíma sínum sem nemur þeim mismun sem er á hlutastarfi og fullu starfi yfir tilgreint tímabil.“

Veitingageirinn.is þakkar svarið.

Sendu inn spurningu

Hægt er að senda nafnlausa spurningu í gegnum þetta form hér og við leitum svars. Við áskiljum okkur allan þann rétt til að ákveða hvort spurningin eða svarið verða birt.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nemendur & nemakeppni

Breytt fyrirkomulag á innritun í meistaranáms matvælagreina og iðnnáms

Birting:

þann

Breyting er á fyrirkomulagi innritunar í meistaranám matvælagreina og iðnnám baksturs, framreiðslu, kjötiðnaðar og matreiðslu í Hótel- og matvælaskólanum.

Hótel- og matvælaskólinn - Matsveinar og matartæknar - Baldur Sæmundsson

Baldur Sæmundsson
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson

Í samtali við Baldur Sæmundsson áfangastjóra í Hótel- og matvælaskólanum í MK kom fram að skólinn hefur fengið heimild Mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að opna fyrir innritun á haustönn 2020 fyrr en áður hefur verið gert.

Baldur talaði um að um væri að ræða tilraun og er farið í þetta núna til að nemendur sem eru með fjölskyldu eða búa á landsbyggðinni geti skipulagt nám sitt betur og hafi meiri fyrirvara á því hvort þeir komist að í skólanum eða ekki á haustönninni.  Baldur sagði ennfremur að með því að ljúka innritun í apríl verði hægt að svara nemendum vegna skólavistar á haustönn í byrjun maí í stað þessa að svör hafa verið að berast nemendum í lok júní.

Að lokum sagði hann að það væri von skólans að þetta muni reynast nemendum og starfsnámsstöðum vel í skipulagningu námsins á haustönninni. Opnað hefur verið fyrir innritun og er áætlað að henni ljúki 20. apríl n.k.

Lesa meira

Keppni

Engin Norræn nemakeppni í ár

Birting:

þann

Norræna nemakeppnin - Logo

Nú rétt í þessu tilkynnti stjórn Norrænu nemakeppninnar að hætt verður við hana í ár vegna óvissuástands sem ríkir vegna COVID-19 Kórónaveirunnar.

Keppnin átti að vera haldin í Osló dagana 24. og 25. apríl næstkomandi.

Ísak Magnússon og Björn Kristinn Jóhannsson framreiðslunemar og Kristín Birta Ólafsdóttir og Hugi Rafn Stefánsson matreiðslunemar áttu að keppa fyrir hönd Íslands í Norrænu nemakeppninni.

Sjá einnig:

Þessi sigruðu í Íslandsmóti framreiðslu-, og matreiðslunema 2019

Dear friends. Due to the ongoing Covid-19-situation, the Nordic Championship for Cook and Waiter Apprentices 2020 has…

Posted by Nordic Championship for Cook and Waiter Apprentices on Saturday, March 14, 2020

Lesa meira

Nemendur & nemakeppni

Elduðu kræsingar fyrir félaga í Klúbbi Matreiðslumeistara á Norðurlandi

Birting:

þann

Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA) - Klúbbur Matreiðslumeistara á Norðurlandi

Nemendur leggja lokahönd á framreiðslu matarins.

Mikið var um að vera á matvælabraut Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) í síðustu viku þegar félögum í Klúbbi matreiðslumeistara á Norðurlandi var boðið til matarveislu.  Um eldamennskunni sáu nemendurnir átta sem nú eru í þriðja bekk í matreiðslunámi í VMA. Þeir ljúka náminu í vor með sveinsprófi. Þetta er í annað skipti sem þriðji bekkur í matreiðslu er kenndur í VMA og er mikil lyftistöng fyrir matvælanámið í skólanum. Um framreiðslu sáu nokkrir nemendur í grunndeild matvæla- og ferðagreina VMA.

Fyrst og fremst var um að ræða góða æfingu matreiðslunemendanna. Tveir unnu saman að því að útbúa hvern rétt – fjórir gerðu forréttina tvo, tveir aðalréttinn og tveir eftirréttinn. Útkoman var í alla staði hin glæsilegasta. Hér má sjá myndir sem voru teknar af þessu tilefni.

Matseðill kvöldsins var sem hér segir:

Smáréttir

Laxatartar með eggjahræru og kryddjurtar jógurtdressingu á bilini.

Rauðrófu Taco með geitaostakremi, fíkjumauki, blaðlauk og stökku beikoni.

Grafin gæsabringa á rúgbrauði með reyktum Brie osti, lauksultu og bökuðum tómat.

Kjúklingalifrarparfait borin fram á bakaðri skel með sykurlöguðum trönuberjum, beikonsultu og djúpsteiktu grænkáli.

Forréttir

Túnfisk tataki með pikkluðum perlulauk og chilli, klettasalati í soja-engifer vinagrette og engifer majonesi.

Nautatartarar með sesamkexi, lótusrót, dill mæjonesi og afila grasi.

Aðalréttur

Steinbítur vafinn parmaskinku, sætkartöflupolenta, marineraðir sveppir, grænertumauk, grillaður spergill og soðgljái.

Eftirréttur

Tarte au citron, sítrónu ganache, vanilla-hjartafróar parfait , borið fram með ítölskum marengs og sætum pistasíumulningi.

Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA) - Klúbbur Matreiðslumeistara á Norðurlandi

Ari Hallgrímsson, brautarstjóri matvælagreina og Benedikt Barðason , skólameistari.

Um tuttugu manns snæddu þennan ljúffenga kvöldverð; félagar í Klúbbi matreiðslumeistara á Norðurlandi, kennarar við matvælabraut VMA og Benedikt Barðason, skólameistari.  Báru gestir lof á matinn og framreiðslu nemenda. Ari Hallgrímsson, brautarstjóri matvælagreina, sagði ánægjulegt að fá félaga í Klúbbi matreiðslumeistara á Norðurlandi í heimsókn og þakkaði hann þeim fyrir áhugann og stuðninginn við starfsemi brautarinnar.

Greindi hann frá starfseminni í vetur og undanfarin ár. Kom fram hjá honum að fjölmargir matartæknar og kjötiðnaðarmenn hefðu lokið námi í VMA. Sem endranær væru margir í grunndeildinni í vetur og núna á vorönn væri þriðji bekkurinn kenndur í matreiðslu í annað skipti. Í þrígang hefði annar bekkurinn verið kenndur. Benedikt Barðason skólameistari þakkaði matreiðslumeisturunum einnig fyrir komuna í skólann og þann velvilja sem þeir hefðu sýnt honum í gegnum tíðina. Hann sagði mikilvægi skólans fyrir svæðið væri ótvírætt og stjórnendur skólans gerðu sér fyllilega grein fyrir því og fólk tæki höndum saman um að skólastarfið gangi sem allra best.

Klúbbur matreiðslumeistara var stofnaður 1972 og er eitt af hans stærstu verkefnum að halda úti landsliði matreiðslumanna, sem nýverið gerði góða ferð á Ólympíuleikana í Stuttgart í Þýskalandi. Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi var hins vegar settur á stofn árið 2010. Í honum eru matreiðslumenn af bæði Norðaustur- og Norðvesturlandi. Klúbbfélagar hittast að jafnaði einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina og bera saman bækur sínar, spjalla saman yfir kaffibolla, hlýða á fyrirlesara, fá vörukynningar o.fl.

Myndir: vma.is

Lesa meira
  • Viceman kynnir nýjan liðsmann 29.03.2020
    Hjörvar Óli Sigurðsson hefur gengið til liðs við Viceman og mun sjá um bjór skrif inná síðunni. Taka skal fram að skrifin munu að engu leyti raska aðal starfi Hjörvars á Brewdog Reykjavík og munu fastagestir staðarins áfram getað notið nærveru Hjörvars þar. Hjörvar er eini Cicerone á Íslandi. Um er að ræða viðurkennda gráðu […]
  • Ivan Svanur Corvace 29.03.2020
    Ivan Svanur | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Það er óhætt að segja að Ivan sé einn allra vinalegasti barþjónn landsins. Hann hefur ekki langt að sækja það því hann er hálfur Ítali og þeir gjarnan þekktir fyrir mikla gestrisni.  Ivan hefur verið fyrirferða mikill barþjónn í barsenu Íslands á undanförnum árum. Hefur hann […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag