Vertu memm

Frétt

Dominos mun væntanlega loka fyrir heimsendingar vegna veðurs

Birting:

þann

Pizza

Dominos hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að fyrirtækið setur öryggi starfsfólks í fyrsta sæti og verður lokað fyrir heimsendingar síðar í dag ef þörf krefur.

Jafnframt gæti farið svo að loka þurfi ákveðnum verslunum og biður Dominos viðskiptavini um að sýna starfsfólki þeirra skilning í aðstæðum sem þessum.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Frétt

20 milljónir króna til matvælaðstoðar í Líbanon

Birting:

þann

Líbanon - Lebanon

Frá vettvangi sprenginganna í Beirút

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur ákveðið að íslensk stjórnvöld veiti tuttugu milljónum króna til matvælaaðstoðar í Líbanon vegna hamfarasprenginganna í Beirút í nýliðinni viku. Framlagið kemur til viðbótar því fé sem stjórnvöld verja nú þegar til mannúðaðstoðar í landinu.

Fjárframlag íslenskra stjórnvalda fer til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og er ætlað til að tryggja fæðuöryggi í Líbanon í kjölfar sprenginganna í höfuðborginni Beirút 4. ágúst. Ekki færri en tvö hundruð fórust, þúsundir slösuðust og um þrjú hundruð þúsund misstu heimili sín.

„Strax eftir sprengingarnar varð ljóst að þörfin fyrir neyðar- og mannúðaraðstoð yrði gríðarleg og því hétum við okkar stuðningi um leið. Nú liggur fyrir að okkar framlag nýtist best á sviði matvælaaðstoðar og því hef ég ákveðið að veita tuttugu milljónum króna sérstaklega til Matvælaáætlunarinnar svo styðja megi Líbana á þessum erfiðu tímum,“

segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.

Í sprengingunum eyðilagðist mikilvægasta innflutningshöfn landsins auk kornforða og annarra matvælabirgða sem geymd voru á hafnarsvæðinu. Fæðuöryggi landsmanna er því afar ótryggt og var ástandið þó viðkvæmt fyrir sökum djúprar efnahagskreppu í Líbanon.

Framlagið til Matvælaáætlunarinnar bætist við þá mannúðaraðstoð sem íslensk stjórnvöld veita nú þegar til Líbanons. Rauði kross Íslands (RKÍ) hyggst verja átta milljónum króna af rammasamningsfé frá utanríkisráðuneytinu í neyðaraðstoð til Líbanon. Einnig má nefna að íslensk stjórnvöld veita árlega 25 milljónum króna í mannúðaraðstoð í Líbanon til mannúðarsjóðsins Lebanon Humanitarian Fund. Loks má nefna árleg framlög samkvæmt rammasamningi í Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna (CERF). Báðir sjóðir eru hýstir hjá samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA).

Guðlaugur Þór sendi í nýliðinni viku samúðarkveðjur vegna hamfaranna í Beirút. Hugur íslensku þjóðarinnar væri hjá þeim sem þar ættu um sárt að binda.

Lesa meira

Frétt

15 af 24 veitinga- og skemmtistöðum brutu reglur – Tveimur veitingastöðum lokað

Birting:

þann

Í gærdag og fram á kvöld fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu inn á 24 veitinga- og skemmtistaði til að fylgja eftir reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra reglunni.

Af þessum 24 veitinga- og skemmtistöðum framfylgdu 15 staðir ekki sóttvarnarreglum þannig að viðunandi væri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, sem að mbl.is vekur athygli á hér.

Sér í lagi var fjöldi gesta á stöðunum oft slíkur að alls ekki var unnt að tryggja tveggja metra bil milli manna og sums staðar var ekki þverfótað vegna fjöldi fólks, bæði inni á stöðunum og utan við þá.

Tveimur veitingastöðum var jafnframt lokað þar sem leyfi voru ekki í lagi.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

Að lifa með veirunni – Slakað á takmörkunum eða þær hertar allt eftir því hver þróunin verður

Birting:

þann

Veisla

Ljóst er að íslenskt samfélag er nú að hefja annan kafla í glímunni við Covid-19 þar sem vera kann að beita þurfi aðgerðum bæði innan lands og á landamærum um langt skeið til að hefta útbreiðslu veirunnar. Veiran er enn í vexti víða um lönd og sums staðar verið að herða reglur aftur.

Sóttvarnalæknir hefur lagt áherslu á að halda beri áfram skimunum á landamærum auk þess sem nú eru í gildi umtalsverðar takmarkanir á samkomuhaldi í samfélaginu. Verið er að beita skimunum, sýnatökum, smitrakningu, einangrun og sóttkví líkt og gert hefur verið allt frá upphafi faraldursins og mun það verða gert áfram. Vera kann að slakað verði á takmörkunum eða þær hertar allt eftir því hver þróunin verður.

Margháttað samráð hefur verið viðhaft allt frá því að veiran skaut fyrst upp kollinum hér á landi. Stýrihópar hafa verið starfandi, annars vegar um innanlandsvarnir og hins vegar um skimanir á landamærum þar sem ýmsir aðilar hafa verið kallaðir til.

Með vísan til þess hversu stórt samfélagsverkefni er um að ræða liggur fyrir að við þessi kaflaskil þarf að að efna til samráðs helstu lykilaðila um áframhaldandi aðgerðir gegn Covid-19. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst nk. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið. Vegna takmarkana á samkomum fer hluti af vinnustofunni fram með fjarfundabúnaði í fleiri hópum til þess að sem flest sjónarmið komist að.

Heilbrigðisráðuneytið vinnur nú að undirbúningi vinnustofunnar og mun bjóða til þessa vettvangs innan skamms í samstafi við önnur ráðuneyti og stjórnvöld. Nánar verður greint frá fyrirkomulagi og verklagi snemma í næstu viku.

Í framhaldi af vinnustofunni verður komið á fót fimm manna verkefnateymi til að annast framkvæmd aðgerða vegna Covid-19. Teymið mun starfa undir stjórn sóttvarnalæknis út árið 2021.

Mynd: úr safni

Lesa meira
  • Ásgeir Már Björnsson 28.07.2020
    Ásgeir Már Björnsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Ásgeir eða Ási eins og hann er kallaður er án efa einn af áhrifamestu barþjónum seinni tíma á Íslandi. Það muna sennilega margir eftir því þegar Slippbarinn opnaði og braut ákveðið blað í kokteila menningu hér á landi.  Vissulega höfðu kokteilar verið gerðir hér svo […]
  • Sævar Helgi Örnólfsson 15.07.2020
    Sævar Helgi Örnólfsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Sævar Helgi er einn af mest áberandi barþjónum á Íslandi. Um er að ræða þrefaldan sigurvegara þema keppninnar á Reykjavik Cocktail Weekend sem er magnað afrek enn að auki hefur hann fleiri verðlaun úr öðrum keppnum í farteskinu. Hann kemur úr barþjóna smiðju Sushi Social […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag