Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Dögurður á Icelandair hótel Akureyri – Veitingarýni

Birting:

þann

Aurora á Icelandair hótel Akureyri - Dögurður / Brunch

Á veitingastaðnum Aurora á Icelandair hótel Akureyri er boðið upp á dögurð (brunch) alla sunnudaga allt árið um kring frá klukkan 11:30 – 14:00.

Virkilega vel uppsett og aðgengilegt hlaðborð þar sem mikið úrval er af réttum og kostar herlegheitin 3.690 á mann.

Aurora á Icelandair hótel Akureyri - Dögurður / Brunch

Aurora á Icelandair hótel Akureyri - Dögurður / Brunch

Aurora á Icelandair hótel Akureyri - Dögurður / Brunch

Á boðstólnum var þetta hefbundna pylsur, beikon og eggjahræra, mjög gott, en eggjahræran var frekar blaut og bragðlaus. Nokkrar tegundir af áleggjum og brauði og þeytt smjör sem var of mikið hrært og missti þ.a.l. bragðið af smjörinu.

Aurora á Icelandair hótel Akureyri - Dögurður / Brunch

Lambið var mjög gott, ferskar steiktar kartöflur ekkert frosið drasl sem gefur tóninn á metnaðinum í eldhúsinu. Reykti og grafni laxinn var góður, síldin var beint úr krukkunni, en þar hefði ég nú viljað sjá meiri fjölbreytni, en sjálfur elska ég síld.

Aurora á Icelandair hótel Akureyri - Dögurður / Brunch

Aurora á Icelandair hótel Akureyri - Dögurður / Brunch

Eftirréttirnir voru virkilega girnilegir, súkkulaðigosbrunnur þar sem hægt var að dýfa allskyns ávexti í og sykurpúðum. Súkkulaði og hindberjamús og að auki súkkulaði brownie, kransakökutoppar og Créme brulée. allt mjög gott.

Þjónustan var mjög góð, mikil þjónustulund og aldrei langt í þjóninn.

Þó svo nokkrir hnökrar voru á hlaðborðinu, þá var það yfir heilt mjög gott og mæli með brönsinum á Aurora á Icelandair hótel Akureyri.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Keppni

Myndir frá forkeppni Kokkur ársins 2018

Birting:

þann

Núna stendur yfir undanúrslit keppninnar um Kokk ársins 2018 á Kolabrautinni í Hörpu.

Sjá nánar hér um keppnina í dag.

Meðfylgjandi myndir tók Matthías Þórarinsson matreiðslumaður frá forkeppninni í dag.

Mynd: Matthías Þórarinsson matreiðslumaður

Lesa meira

Keppni

Kokkur ársins – Myndband

Birting:

þann

Spennan magnast, innsýn í keppnina 2017 sem Hafsteinn Ólafsson sigraði. Skilafrestur í keppnina í ár rennur út á miðnætti 5. febrúar 2018.

Lesa meira

Keppni

Grétar Matthíasson er Íslandsmeistari Barþjóna

Birting:

þann

Gamla bíó

Gamla bíó

Íslandsmót barþjóna var haldið í kvöld í Gamla bíó, en þar voru samankomnir einhverjar bestu barþjónar Íslands að keppa um Íslandsmeistaratitil Barþjóna.

Keppt var eftir alþjóðareglum International Bartenders Association (IBA).

Grétar Matthíasson

Grétar Matthíasson
Mynd: úr einkasafni

Þeir sem kepptu voru Árni Gunnarsson frá veitingastaðnum Soho, Grétar Matthíasson frá Grillmarkaðinum og Elna María Tómasdóttir frá Nauthól.

Eftir harða keppni urðu úrslit á þessa leið:

 1. sæti – Grétar Matthíasson (Grillmarkaðurinn) með drykkinn “Peach Perfect”
 2. sæti – Elna María Tómasdóttir (Nauthóll) með drykkinn “Orion”
 3. sæti – Árni Gunnarsson (Soho) með drykkinn “My precius”

Einnig voru veitt verðlaun fyrir útlit drykkja og fagleg vinnubrögð:

 • Grétar Matthíasson – Fagleg vinnubrögð
 • Elna María Tómasdóttir – Besta skreytingin

Dómnefnd:

 • Jóhann Gunnar Arnarsson – Butler Íslands
 • Jónína Unnur Gunnarsdóttir – Hótelstjóri
 • Hafliði Halldórsson – Meistarakokkur og fyrrum forseti Klúbbs Matreiðslumeistara
 • Sigurjón Ragnarsson – Stjörnuljósmyndari
 • Alba E. Hough – Vínsérfræðingur

Það er Barþjónaklúbbur Íslands sem ber veg og vanda af skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar.

Myndir væntanlegar

Lesa meira
 • Goggi á Kalda bar 22.09.2020
  Georg Leite | Hristarinn Happy Hour með The Viceman George Leite eða Goggi er barþjónn sem á ættir sínar að rekja til Brasilíu. Hann er menntaður viðskiptafræðingur og auk þess að vera barþjónn hefur hann reynt fyrir sér sem leikari og á fjölmörgum vettvöngum. Hann er einn af eigandi heildsölunnar Drykkur sem flytur inn úrval […]
 • Bjartur Daly Þórhallsson 14.09.2020
  Bjartur Daly Þórhallsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bjartur Daly er barþjónn sem hefur grunn frá Danmörku. Undanfarin ár hefur hann unnið á mörgum af vinsælustu börum landsins enn í dag starfar hann á veitingastaðnum Skál á Hlemmi Mathöll. Að undanförnu hefur Bjartur vakið athygli með kokteila-stefnu sem allir ættu að kynna sér […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag