Vertu memm

Keppni

Denis Grbic er Kokkur ársins 2016

Birting:

þann

Kokkur ársins 2016 - Denis Grbic

Frá verðlaunaafhendingunni.
F.v. Hafsteinn Ólafasson (2. sæti), Ragnheiður Elín Árnadóttir Iðnaðar-og viðskiptaráðherra, Denis Grbic (1. sæti), Björn Bragi forseti Klúbbs Matreiðslumeistara og Ari Þór Gunnarsson (3. sæti).
Mynd af facebook síðunni: Grillið á Hótel Sögu

Kokkur ársins 2016 - Denis Grbic

Kokkur ársins 2016 – Denis Grbic

Í dag fór fram úrslitakeppnin um titilinn Kokkur ársins 2016 í Hörpunni, en keppnin hófst klukkan 15:00 og lauk í kvöld klukkan 21:20. Það var síðan um klukkan 23:30 í kvöld sem að Ragnheiður Elín Árnadóttir Iðnaðar-og viðskiptaráðherra krýndi sigurvegara keppninnar sem hlaut titilinn Kokkur ársins 2016.

Þeir 5 keppendur sem kepptu til úrslita í dag voru:

  • Ari Þór Gunnarsson
  • Axel Björn Clausen Matias
  • Denis Grbic
  • Hafsteinn Ólafsson
  • Sigurjón Bragi Geirsson

Það var Denis Grbic starfandi matreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu sem hreppti 1. sætið og í öðru sæti var Hafsteinn Ólafsson matreiðslumaður á Nasa. Í þriðja sæti var Ari Þór Gunnarsson matreiðslumaður á Fiskifélaginu.

Fyrirkomulagið á keppninni Kokkur ársins sem áður hét Matreiðslumaður ársins var að faglærðir matreiðslumenn sendu í keppnina uppskrift ásamt mynd af réttinum. Valnefnd skipuð fimm faglærðum dómurum völdu nafnlaust þær 10 uppskriftir sem þótti lofa góðu þar sem mið er tekið af frumleika, nýtingu á hráefni og útliti réttar.

Kokkur ársins 2016 - Denis Grbic

F.v. Hafsteinn Ólafasson, Denis Grbic og Ari Þór Gunnarsson

Þessir 10 matreiðslumenn sem valdir voru áfram í keppninni, elduðu réttinn sinn fyrir dómnefnd 8. febrúar s.l. í Kolabrautinni. Það voru síðan 5 sterkustu keppendurnir sem komust áfram í úrslitakeppnina sem haldin var í dag í Hörpunni. Í úrslitakeppninni var leyndarkörfu (Mistery basket) fyrirkomulagið og í forrétt var skylda að nota Löngu, humar, og söl. Í aðalrétt lambahrygg og lambasíðu. Í eftirrétt Omnom súkkulaði, grænt epli og lakkrís. Að auki völdu keppendur eigið grænmeti, mjólkurvörur og þurrvörur.

Fimm keppendur komnir í úrslit - Kokkur ársins 2016

Þessir fimm kepptu til úrslita
F.v. Denis Grbic, Ari Þór Gunnarsson, Axel Björn Clausen Matias, Hafsteinn Ólafsson og Sigurjón Bragi Geirsson
Ljósmynd: Eiríkur Ingi Helgason

Skemmtileg nýjung var í keppninni þar sem stofnaður var hópur sigurvegara keppninnar frá upphafi, en hópurinn fylgdi keppninni úr hlaði og tók virkan þátt í undirbúningi og framkvæmd.  Yfirdómari keppninnar í ár var Sven Erik Renaa frá Noregi.

Samhliða keppninnar var haldin glæsilegur kvöldverður þar sem Kokkalandsliðið sá um að matreiða fjögurra rétta gómsæta máltíð sem borin var fram með ljúffengu víni og voru um 200 matargestir sem mættu.  Eftir kvöldverðinn var haldið bransapartý af bestu gerð.

Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem hefur veg og vanda að keppninni eins og áður og byggir á sterkri sögu og hefð.

Nýr og glæsilegur verðlaunagripur fyrir Kokk ársins

Nýr og glæsilegur verðlaunagripur fyrir Kokk ársins var afhentur sigurvegara keppninnar í kvöld. Gripurinn er íslensk hönnun frá hönnuðinum Hafsteini Júlíussyni-HAFstudio og unninn úr íslensku stuðlabergi, sandsteini og furu.

Vegleg verðlaun voru veitt:

1. sæti 250.000 þúsund krónur
2. sæti 75.000 þúsund krónur
3. sæti 50.000 þúsund krónur

Auk peningaverðlauna og bikar þá hlýtur sigurvegarinn Denis að launum þátttökurétt fyrir Íslands hönd í keppninni „Nordic Chef Of The Year“ sem fram fer í mars næstkomandi í Herning Danmörku.

Myndir og vídeó af keppninni væntanlegt síðar.

Innilega til hamingju

Myndir af facebook síðunni: Kokkur ársins

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Keppni

Ert þú næsti þjálfari kokkalandsliðsins?

Birting:

þann

Landsliðsþjálfari - Kokkalandsliðið

Ertu lærður matreiðslumaður með mikið keppnisskap, keppnisreynslu og skipulagshæfileika?

Kokkalandsliðið keppir á heimsmeistaramótinu í matreiðslu haustið 2022 og fram undan er strangt en skemmtilegt æfingaferli. Þjálfari kokkalandsliðsins þarf að hafa mikinn áhuga og metnað fyrir mat og getu til að taka þátt og stýra hópi matreiðslumanna í ógleymanlegri lífsreynslu sem gerir alla að enn betra fagfólki.

Allir sem hafa áhuga á að taka að sér verkefnið eru hvattir til að senda inn umsókn og ferilskrá á [email protected] og þar fást einnig nánari upplýsingar.

Umsóknarfrestur er til 22. janúar nk.

Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara

Lesa meira

Keppni

Þessir íslendingar sigruðu í Bartender Choice Awards 2020

Birting:

þann

bartender-choice-awards

Norðurlandakeppnin Bartender Choice Awards var haldin í ellefta sinn í ár nú fyrir stuttu.  Fjölbreytt og stór dómnefnd tilnefndu í hverju landi fyrir sig. Nú eru úrslitin kunn:

Besti kokteilbarinn: Jungle bar

Besti kokteillinn: Block Rockin Beets frá Jungle Bar

Besti kokteillseðilinn: Matbar

Besti barþjónninn: Bjartur Daly Þórhallsson

Bestu framþróunaraðilar bransans: Friðbjörn Pálsson

Bartender Choice Awards er hlutlaus bransakeppni og var Ísland þátttakandi í fyrsta sinn í fyrra.

Besti kokteilbarinn: Jungle bar

Besti kokteilbarinn: Jungle bar

Besti kokteillinn: Block Rockin Beets frá Jungle Bar

Besti kokteillinn: Block Rockin Beets frá Jungle Bar

Besti kokteillseðilinn: Matbar

Besti kokteillseðilinn: Matbar

Besti barþjónninn: Bjartur Daly Þórhallsson

Besti barþjónninn: Bjartur Daly Þórhallsson

Bestu framþróunaraðilar bransans: Friðbjörn Pálsson

Bestu framþróunaraðilar bransans: Friðbjörn Pálsson

Sjá einnig:

Þessi eru tilnefnd til Bartender Choice Awards

 

Myndir: facebook / bartender-choice-awards

Lesa meira

Keppni

Nú fer hver að verða síðastur – Besta myndin (moment) verður valin á morgun 15. nóvember 2020

Birting:

þann

Sjálfsmynd - Selfie

English below!

Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir skemmtilegri keppni sem er einfalt að taka þátt í.

Keppnisfyrirkomulagið er að taktu mynd af þér gera eitthvað frumlegt og skemmtilegt með Fernet Branca, settu á Instagram með töggunum:

#myfernetmoment2020 og @bartendericeland og þú ert orðin þátttakandi í keppninni.

Það má setja inn fleiri en eina mynd.

Besta myndin (moment) verður valin þann 15. nóvember 2020 af sérhæfðri Fernet Branca dómnefnd af bæði íslenskum og erlendum uppruna með Nicola Oliana Global Brand Ambassador sem yfirdómara.

Veglegir vinningar fyrir fyrstu þrjú sætin.

Aðalvinningur er 3 lítra Fernet Branca flaska, ferðavinningur innanlands fyrir 2 ásamt fleiru.

Nánari upplýsingar fást í gegnum [email protected]

English

„Capture the Moment“ competition

Well, Ladies and Gentlemen! The first cocktail competition of the year will be a little different than usual. „Capture the Moment“ is all about you and Fernet Branca!

How bright can you shine on a capture?

Create an amazing photo with you and Fernet branca, post on Instagram, tag it with: #myfernetmoment2020 and @bartendericeland and you’re in! The competition will be judged by both Icelandic and Foreign member.

Head judge is Nicola Oliana Global Fernet Branca Ambassador! Great prices for the first 3 places! Winner will be announced 15.11.2020!

Mynd: úr safni

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag