Vertu memm

Frétt

Dagur matvælaöryggis 2020 – öryggi matvæla varðar alla

Birting:

þann

Salat

Í dag, sunnudaginn 7. júní, er alþjóða degi matvælaöryggis fagnað í annað sinn. Í þetta skipti er dagurinn í Evrópu tileinkaður Einni heilsu, endurnýjanlegu fæðukerfi og sameiginlegri ábyrgð á matvælaöryggi á alþjóðavísu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Matvælastofnunni.

Dr. Bernhard Url, forstjóri EFSA:

Matvælaöryggi er daglegt brauð Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA) en allir þurfa að láta öryggi matvæla sig varða í dag og í framtíðinni ef við viljum takmarka áhrif loftlagsbreytinga og byggja endurnýjanlegt og alþjóðlegt fæðukerfi fyrir neytendur, framleiðendur og umhverfið.

Ein heilsa er sú aðferðafræði að nálgast lýðheilsu sem samofna dýraheilsu og heilbrigðu umhverfi. Ef dýraheilsa og/eða umhverfið spillast þá spillist lýðheilsa einnig. Aukið þverfaglegt samstarf alþjóðastofnana er lykilþáttur í Einni heilsu og stuðlar að auknu matvælaöryggi. Dæmi um slíkt samstarf er ACN (Alert and Cooperation Network) Evrópusambandsins sem er m.a. boðleið milli landa um hættuleg eða vanmerkt matvæli á markaði sem leitt hefur til fjölda innkallana á Íslandi.

Margir líta á matvælaöryggi sem sjálfsagðan hlut. Á meðan tveir af hverjum fimm Evrópubúum hafa áhuga á matvælaöryggi þá segir einungis einn af hverjum fimm að öryggi matvæla sé höfuðáhersla þeirra við val á mat. Samt sem áður geta óörugg matvæli valdið yfir 200 sjúkdómum, allt frá niðurgangi að krabbameini.

Dr. Url:

COVID-19 faraldurinn er tímabær áminning á hættuna sem stafar af smitefnum og mikilvægi hreinlætis og góðra framleiðsluhátta. Þrátt fyrir að matvæli beri ekki kórónasmit með sér þá hefur neyðarástandið sýnt með sársaukafullum hætti hvaða áhrif þessir sjúkdómar hafa á lýðheilsu og félags- og hagfræðilega velferð.

Aukið ónæmi baktería fyrir sýklalyfjum er vaxandi áhyggjuefni. Sýklalyfjaónæmi veldur 33.000 dauðsföllum á ári innan Evrópusambandsins og kostaði sambandið 1,5 milljarða Evra í heilbrigðiskostnað og framleiðslutapi skv. Framkvæmdastjórn ESB. Ekki verður spornað við þeirri þróun nema með þverfaglegu, alþjóðlegu samstarfi.

Þrjár af helstu áhyggjum Evrópubúa þegar kemur að matvælaöryggi eru lyfjamisnotkun í búfé (44%), varnarefnaleifar (leifar skordýraeiturs/illgresiseyða) í matvælum (39%) og mengun úr umhverfi (37%). Minnkun á notkun varnarefna er meðal margra nýrra tillagna á sviði matvælaframleiðslu og landbúnaðar. Í Evrópu er strangt eftirlit með notkun varnarefna, bæði m.t.t. matvælaöryggis og líffræðilegrar fjölbreytni. Áhættumatið er reglulega uppfært með tilkomu nýrra vísindalegra gagna. Með hlýnandi loftslagi færast ýmsar pestir á ný svæði og geta haft alvarlegar afleiðingar á uppskeru, auk beinna áhrifa loftlagsbreytinga á jarðveg.

Meðferð dýra hefur einnig áhrif á matvælaöryggi. Stress gerir dýr móttækari fyrir sjúkdómum sem geta borist milli dýra og manna. Evrópsk dýravelferðarlöggjöf setur háa staðla en íslenska löggjöfin gengur enn lengra, ekki eingöngu í að tryggja velferð dýra heldur einnig heilbrigði búfjárafurða.

Að mörgu er að huga sem sameina má í hugtakið Eina heilsu til einföldunar og til vitundarvakningar.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Frétt

Áskorun til stjórnvalda – Frá Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði

Birting:

þann

Veitingahús

Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV) lýsa yfir sárum vonbrigðum með fullkomið skilningsleysi stjórnvalda á aðstæðum veitingastaða sem raungerast enn og aftur í nýjum sóttvarnarreglum sem tóku gildi þann 13. janúar, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum.

Nú er svo komið að mörg veitingahús hafa þegar lagt árar í bát og hætt rekstri og fjölmörg eru komin út á ystu nöf og hafa ekki rekstrarlegt úthald í óbreyttum takmörkunum. SFV sendi út skoðanakönnun meðal fyrirtækja í greininni í desember síðastliðnum og kom þar fram að nærri helmingur svarenda telja rekstur sinn ekki lifa út febrúar 2021 án frekari tilslakana á fjöldatakmörkunum og skorðum á opnunartíma.

SFV sjá engin haldbær rök fyrir þeim takmörkunum sem settar eru á veitingageirann og því ósamræmi sem birtist okkur í tilslökunum í öðrum greinum, s.s. leikhúsum og verslunum. Það er öllum ljóst að aðgerðir stjórnvalda hafa kippt stoðunum undan rekstrargrundvelli veitingastaða.

Greinin hefur mátt búa við fjöldatakmarkanir í tæpt ár og úrræði stjórnvalda hafa verið afar takmörkuð á sama tíma. SFV taka á sama tíma heilshugar undir sjónarmið rekstraraðila kráa og bara sem hafa þurft að upplifa óútskýranlegt ósamræmi og rökleysu hvað varðar sóttvarnarreglur sem þeim er gert að hlíta.

SFV skorar hér með á stjórnvöld að bregðast við stöðu veitingageirans tafarlaust áður en fleiri veitingastaðir gefast upp og falla með tilheyrandi kostnað fyrir samfélagið.

Áskorun SFV:

  1. Að hámarksfjöldi viðskiptavina verði hækkaður í 50 manns líkt og hjá verslunum
  2. Að opnunartími veitingastaða verði til kl. 23.00
  3. Að kráir og barir fái að starfa skv. sömu skilmálum og veitingastaðir
  4. Hið opinbera hjálpi endureisn veitingageirans með skattaívilninum í framtíðinni með tímabundinni endurgreiðslu virðisaukaskatts í tólf mánuði Júlí 2021- Júlí 2022 til að aðstoða greinina til viðspyrnu eftir þessa erfiðu tíma.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

Keyptir þú vonbrigði í aiöli-gæru?

Birting:

þann

Jömm aiöli

Jömm aiöli

„Við höfum uppgötvað að hvítlaukurinn sem var notaður í aiöli framleiðsluna okkar undanfarið er fallinn á bragðprófinu og hefur verið sviptur Jömm réttindum sínum. Hann ólst upp árið 2020 og er því óþarflega bitur.“

segir í fréttatilkynningu frá Jömm.

Ef þú fékkst vonbrigði í krukku í stað aiöli, máttu skila henni á næsta sölustað og kaupa þér eitthvað fallegt í staðinn.

Jömm vonast til að endurheimta hið sanna aiöli bragð sem fyrst og kannski koma ferskar krukkur í verslanir í lok næstu viku.

Mynd: facebook / Jömm

Lesa meira

Frétt

Albert Roux látinn

Birting:

þann

Albert Roux

Albert Roux

Matreiðslumeistarinn Albert Roux lést 4. janúar s.l., 85 ára að aldri, eftir langvarandi veikindi.

Einungis 10 mánuðir síðan lést bróðir hans Michel Roux eftir langvarandi lungnasjúkdóm.

Michel Roux látinn

Oft voru Roux bræðrum lýst sem „guðfaðir nútíma matargerðar í Bretlandi“.

Albert Roux og Michel Roux gjörbyltu breskri matargerð á sjöunda áratugnum. Bræðurnir opnuðu veitingastaðinn Le Gavroche árið 1967, sem síðar fékk sína fyrstu þrjár Michelin stjörnur í Bretlandi og veitingastaðinn The Waterside Inn, sem var fyrsta veitingahúsið utan Frakklands til að halda þrjár stjörnur í 25 ár.

Þeir opnuðu nokkra aðra veitingastaði sem fjölmargir frægir Michelin kokkar störfuðu hjá, en Roux bræður hafa ávallt sett markið hátt og boðið upp á „fine dining“ breska veitingastaði.

Synir Albert og Michel tóku við Roux veldinu á sínum tíma og hafa stýrt því með glæsibrag.

Mynd: wikipedia.org

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag