Vertu memm

Frétt

Dagur matvælaöryggis 2020 – öryggi matvæla varðar alla

Birting:

þann

Salat

Í dag, sunnudaginn 7. júní, er alþjóða degi matvælaöryggis fagnað í annað sinn. Í þetta skipti er dagurinn í Evrópu tileinkaður Einni heilsu, endurnýjanlegu fæðukerfi og sameiginlegri ábyrgð á matvælaöryggi á alþjóðavísu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Matvælastofnunni.

Dr. Bernhard Url, forstjóri EFSA:

Matvælaöryggi er daglegt brauð Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA) en allir þurfa að láta öryggi matvæla sig varða í dag og í framtíðinni ef við viljum takmarka áhrif loftlagsbreytinga og byggja endurnýjanlegt og alþjóðlegt fæðukerfi fyrir neytendur, framleiðendur og umhverfið.

Ein heilsa er sú aðferðafræði að nálgast lýðheilsu sem samofna dýraheilsu og heilbrigðu umhverfi. Ef dýraheilsa og/eða umhverfið spillast þá spillist lýðheilsa einnig. Aukið þverfaglegt samstarf alþjóðastofnana er lykilþáttur í Einni heilsu og stuðlar að auknu matvælaöryggi. Dæmi um slíkt samstarf er ACN (Alert and Cooperation Network) Evrópusambandsins sem er m.a. boðleið milli landa um hættuleg eða vanmerkt matvæli á markaði sem leitt hefur til fjölda innkallana á Íslandi.

Margir líta á matvælaöryggi sem sjálfsagðan hlut. Á meðan tveir af hverjum fimm Evrópubúum hafa áhuga á matvælaöryggi þá segir einungis einn af hverjum fimm að öryggi matvæla sé höfuðáhersla þeirra við val á mat. Samt sem áður geta óörugg matvæli valdið yfir 200 sjúkdómum, allt frá niðurgangi að krabbameini.

Dr. Url:

COVID-19 faraldurinn er tímabær áminning á hættuna sem stafar af smitefnum og mikilvægi hreinlætis og góðra framleiðsluhátta. Þrátt fyrir að matvæli beri ekki kórónasmit með sér þá hefur neyðarástandið sýnt með sársaukafullum hætti hvaða áhrif þessir sjúkdómar hafa á lýðheilsu og félags- og hagfræðilega velferð.

Aukið ónæmi baktería fyrir sýklalyfjum er vaxandi áhyggjuefni. Sýklalyfjaónæmi veldur 33.000 dauðsföllum á ári innan Evrópusambandsins og kostaði sambandið 1,5 milljarða Evra í heilbrigðiskostnað og framleiðslutapi skv. Framkvæmdastjórn ESB. Ekki verður spornað við þeirri þróun nema með þverfaglegu, alþjóðlegu samstarfi.

Þrjár af helstu áhyggjum Evrópubúa þegar kemur að matvælaöryggi eru lyfjamisnotkun í búfé (44%), varnarefnaleifar (leifar skordýraeiturs/illgresiseyða) í matvælum (39%) og mengun úr umhverfi (37%). Minnkun á notkun varnarefna er meðal margra nýrra tillagna á sviði matvælaframleiðslu og landbúnaðar. Í Evrópu er strangt eftirlit með notkun varnarefna, bæði m.t.t. matvælaöryggis og líffræðilegrar fjölbreytni. Áhættumatið er reglulega uppfært með tilkomu nýrra vísindalegra gagna. Með hlýnandi loftslagi færast ýmsar pestir á ný svæði og geta haft alvarlegar afleiðingar á uppskeru, auk beinna áhrifa loftlagsbreytinga á jarðveg.

Meðferð dýra hefur einnig áhrif á matvælaöryggi. Stress gerir dýr móttækari fyrir sjúkdómum sem geta borist milli dýra og manna. Evrópsk dýravelferðarlöggjöf setur háa staðla en íslenska löggjöfin gengur enn lengra, ekki eingöngu í að tryggja velferð dýra heldur einnig heilbrigði búfjárafurða.

Að mörgu er að huga sem sameina má í hugtakið Eina heilsu til einföldunar og til vitundarvakningar.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Frétt

Að lifa með veirunni – Slakað á takmörkunum eða þær hertar allt eftir því hver þróunin verður

Birting:

þann

Veisla

Ljóst er að íslenskt samfélag er nú að hefja annan kafla í glímunni við Covid-19 þar sem vera kann að beita þurfi aðgerðum bæði innan lands og á landamærum um langt skeið til að hefta útbreiðslu veirunnar. Veiran er enn í vexti víða um lönd og sums staðar verið að herða reglur aftur.

Sóttvarnalæknir hefur lagt áherslu á að halda beri áfram skimunum á landamærum auk þess sem nú eru í gildi umtalsverðar takmarkanir á samkomuhaldi í samfélaginu. Verið er að beita skimunum, sýnatökum, smitrakningu, einangrun og sóttkví líkt og gert hefur verið allt frá upphafi faraldursins og mun það verða gert áfram. Vera kann að slakað verði á takmörkunum eða þær hertar allt eftir því hver þróunin verður.

Margháttað samráð hefur verið viðhaft allt frá því að veiran skaut fyrst upp kollinum hér á landi. Stýrihópar hafa verið starfandi, annars vegar um innanlandsvarnir og hins vegar um skimanir á landamærum þar sem ýmsir aðilar hafa verið kallaðir til.

Með vísan til þess hversu stórt samfélagsverkefni er um að ræða liggur fyrir að við þessi kaflaskil þarf að að efna til samráðs helstu lykilaðila um áframhaldandi aðgerðir gegn Covid-19. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst nk. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið. Vegna takmarkana á samkomum fer hluti af vinnustofunni fram með fjarfundabúnaði í fleiri hópum til þess að sem flest sjónarmið komist að.

Heilbrigðisráðuneytið vinnur nú að undirbúningi vinnustofunnar og mun bjóða til þessa vettvangs innan skamms í samstafi við önnur ráðuneyti og stjórnvöld. Nánar verður greint frá fyrirkomulagi og verklagi snemma í næstu viku.

Í framhaldi af vinnustofunni verður komið á fót fimm manna verkefnateymi til að annast framkvæmd aðgerða vegna Covid-19. Teymið mun starfa undir stjórn sóttvarnalæknis út árið 2021.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

Varað við neyslu á ferskum kjúklingi frá Reykjagarði

Birting:

þann

Kjúklingur- Pisa

Tekið skal fram að ef áprentuðum leiðbeiningum á umbúðum er fylgt, er þessi kjúklingur hættulaus fyrir neytendur.

Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi (heilum kjúklingi, bringum, lundum og bitum) frá Reykjagarði með rekjanleikanúmerunum 002-20-26-3-01 og 003-20-26-2-01 vegna gruns um salmonellu. Kjúklingurinn er seldur undir merkjum Holta, Kjörfugls og Krónunnar. Fyrirtækið hefur hafið innköllun.

Grunur um salmonellu í kjúklingi frá Reykjagarði í fjórða sinn á einu ári

Innköllunin nær eingöngu til eftirfarandi framleiðslulota:

 • Vöruheiti: Holta, Kjörfugl og Krónu kjúklingur
 • Vörutegund: Heill fugl, bringur, lundir, bitar
 • Framleiðandi: Reykjagarður hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík
 • Rekjanleikanúmer: 002-20-26-3-01 og 003-20-26-2-01
 • Dreifing: Iceland verslanir, Hagkaups verslanir, Krónan, KR Vík, Kjarval, Nettó og Costco

Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessum rekjanleikanúmerum geta skilað þeim til viðkomandi verslunar eða beint til Reykjagarðs hf. að Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

Kampýlobakter og salmonella greindist í kjöti á íslenskum markaði

Birting:

þann

Svínakjöt

Svínakjöt

Skimun fyrir sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á íslenskum markaði sýnir að örverufræðilegt ástand er almennt gott hvað varðar salmonellu og kampýlóbakter. Shigatoxín myndandi E. coli (STEC) greinist í kjöti af íslensku sauðfé og er það vísbending um að STEC sé hluti af náttúrulegri flóru sauðfjár. Eftirlit með salmonellu og kampýlóbakter á fyrri stigum matvælakeðjunnar er öflugt hér á landi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Matvælastofnun, í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, skipulögðu sýnatökur árið 2019 á algengustu sjúkdómsvaldandi örverum kjöti á markaði. Fimm stærstu heilbrigðiseftirlitsvæðin á landinu sáu um sýnatökuna, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Sýni voru tekin af innlendu og erlendu kjöti í matvöruverslunum á fjölmennustu svæðum landsins. Tilgangur sýnatökunnar var að skima fyrir sjúkdómsvaldandi örverum í afurðum þegar neytandinn fær þær í hendur og fór því sýnatakan fram í smásöluverslunum.

Í ófrosnu kjúklingakjöti greindist ekki salmonella. Kampýlobakter greindist í litlu magni í 3 sýnum af frosnu kjúklingakjöti. Salmonella greindist ekki nautgripakjöti. Salmonella (Salmonella Kedougou) greindist í einu sýni af innlendu svínakjöti. Dreifing var stöðvuð og kjötið tekið af markaði og innkallað frá neytendum. Í 22% sýna af kjöti af sauðfé greindist meinvirknigen STEC en þar af ræktaðist E. coli sem bar meinvirknigen í 14% sýnanna.

Fjallað er nánar um niðurstöður í skýrslu um skimun fyrir sjúkdómsvaldandi bakteríum í kjöti á markaði 2019.

Samsvarandi skimun var gerð hér á landi í fyrsta sinn árið 2018 og hafa stjórnvöld ákveðið að halda áfram aukinni vöktun á sjúkdómsvaldandi örverum í fersku kjöti á markaði a.m.k þetta ár.

Sjá einnig:

Skimun á sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markað

Mynd: úr safni

Lesa meira
 • Ásgeir Már Björnsson 28.07.2020
  Ásgeir Már Björnsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Ásgeir eða Ási eins og hann er kallaður er án efa einn af áhrifamestu barþjónum seinni tíma á Íslandi. Það muna sennilega margir eftir því þegar Slippbarinn opnaði og braut ákveðið blað í kokteila menningu hér á landi.  Vissulega höfðu kokteilar verið gerðir hér svo […]
 • Sævar Helgi Örnólfsson 15.07.2020
  Sævar Helgi Örnólfsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Sævar Helgi er einn af mest áberandi barþjónum á Íslandi. Um er að ræða þrefaldan sigurvegara þema keppninnar á Reykjavik Cocktail Weekend sem er magnað afrek enn að auki hefur hann fleiri verðlaun úr öðrum keppnum í farteskinu. Hann kemur úr barþjóna smiðju Sushi Social […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag