Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

„Cream of the Crop“ uppboðið

Birting:

þann

The Drinks Trust

Góðgerðarsamtökin The Drinks Trust, í samstarfi við Whisky.Auction mun halda fyrsta árlega uppboðið sitt, þar sem allur ágóði er notaður til að fjármagna hin mismunandi verkefni sem góðgerðarsamtökin styðja.

The Drinks Trust eru samtök fyrir vín-, og drykkjariðnaðinn í Bretlandi, sem býður upp á fræðslu, stuðning til fagfólks í greininni ofl.

Árið 2020 misstu yfir 660.000 manns starf sitt sem starfa í drykkjariðnaðinum í veitingageiranum.

Í gegnum heimsfaraldurinn hefur The Drinks Trust veitt einstaklingum fjárhagslegan stuðning, geðheilbrigðisþjónustu og lagt sitt af mörkum á margvíslegan hátt til framtaks góðgerðarmála, að því er fram kemur í tilkynningu.

Nýjasta framtakið er góðgerðaruppboðið Cream of the Crop, með glæsilegu úrvali af hlutum sem mismunandi hagsmunaaðilar hafa gefið.

Kaupendur geta boðið í ýmsa hluti til 23. nóvember með því að smella hér.

Mynd: www.drinkstrust.org.uk

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið