Vertu memm

Uppskriftir

Carbonara að hætti Hrefnu Sætran

Birting:

þann

Carbonara að hætti Hrefnu Sætran

Carbonara að hætti Hrefnu Sætran

Ég geri Carbonara á tvo vegu en aldrei þó með rjóma. Það er stranglega bannað. Önnur útgáfan er smá spicy og aðeins þyngri en þessi sem ég ætla deila með ykkur í dag.

Ég set sítrónubörk og sveppi í þessa týpu sem gjörbreytir alveg réttinum. Í Carbonara eru fá hráefni svo gæðin skipta miklu máli ef takast á vel til.

Hér kemur uppskriftin og hún ætti að duga fyrir 4. Lofa samt engu því það er mjög auðvelt að borða yfir sig af þessu.

500 g Sgambaro spaghettí
Olía til að steikja upp úr
1 pakki beikon
2 stk portobello sveppir
1 stk hvítur laukur
3 hvítlauksrif
150 g rifinn parmesan ostur (má vera meira)
Salt og pipar
3 stk egg
1 stk sítróna

Aðferð:

Skerið beikonið í bita. Hellið vel af olíu á pönnu og kveikið undir á miðlungs hita. Setjið beikonið út í olíuna og leyfið því að eldast í olíunni í góða stund. Þannig verður það súper stökkt. Veiðið það upp úr olíunni og setjið á pappír.

Hækkið svo undir olíunni, skerið sveppina í bita og steikið upp úr olíunni. Veiðið sveppina líka upp úr og setjið á pappír.

Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum. Skerið lauk og hvítlauk smátt og steikið upp úr olíu. Bætið svo beikoninu, sveppunum og spagettíinu út í pottinn ásamt smá pastavatni og hrærið vel saman. Kryddið með salti og vel af pipar.

Verið með eggin tilbúin brotin og hrærð í skál og bætið þeim út í pottinn og hrærið vel saman. Eggin munu eldast við hitann af pasta-inu svo það er mikilvægt að hafa hröð handtök hér svo þau nái að umlykja pastað.. Skellið svo parmesan ostinum út í ásamt rifnum sítrónuberki og jafnvel smá sítrónusafa eftir smekk.

Hrefna Rósa Sætran

Hrefna Rósa Sætran
Mynd: Björn Árnason

Myndir og höfundur: Hrefna Sætran, matreiðslumeistari.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Uppskriftir

Hérna koma Mojito og French 75 saman og dansa húla húla – Old Cuban uppskrift

Birting:

þann

Old Cuban

Hérna koma Mojito og French 75 saman og dansa húla húla.

Þessi geggjaða uppskrift var fundinn upp af henni Audrey Sanders, eiganda Pegu Club í New York.

Í drykknum eru tiltölulega einföld hráefni og engin þörf fyrir sérstakan undirbúning fyrir þetta bragðlaukapartý!

Hann Jónas Heiðarr (fréttir um Jónas Heiðarr hér) deilir hér með okkur þessari uppskrift að þessum ljúffenga kokteil, en hann er einn af eigendum Jungle Cocktail Bar og er hafsjór fróðleiks um allt sem snýr að kokteilagerð.

Endilega kíkið á instagramið hans þar sem hann deilir fróðleik og myndum af fallegum kokteilum.

-Old Cuban-

45ml Dökkt romm

30ml sykur síróp 1:1*

20ml ferskur limesafi / Langbest að notast við ferskann safa. Alls ekki nota tilbúinn safa úr flösku.

1-2 döss Angostura bitter**

6-8 myntu lauf

30-60ml af kampavíni (eða öðru þurru freyðivíni) / Magnið af víninu ræður hversu þurr eða sætur drykkurinn verður.

Öllum hráefnum nema kampavíninu er skellt í hristara og hrist vel með nóg af klaka.

Tví-sigtið í kælt glas, toppið með freyðivíninu og skreytið með myntu.

*Sykur síróp 1:1

500gr vatn

500gr hvítur sykur

Sett vatn og sykur í pott og stillið á miðlungs hita. Hrærið í þangað til að sykurinn er búinn að leysast upp.

Takið af hitanum og látið kólna. Setjið á flösku og geymið í kæli. Geymist vel í 2-3 vikur í kæli.

**Angostura Bitter

Angostura bitter er þessi flaska sem flest allir hafa rekist á í vínbúðinni eða á sínum uppáhalds bar, en flestir ekki alveg viss um hvað þetta er. Í fljótu bragði er þetta fullt af kryddum í fljótandi formi. Oft er þessu líkt við salt og pipar í heimi kokkanna.

Þessu er hent í kokteila í nokkrum dössum til að gefa þeim meiri dýpt og karakter. Bitterar nú til dags eru til í öllum regnbogans litum og brögðum en ekkert er jafn klassískt og Angostura sem hafa verið framleiddir síðan 1824 í Trinidad og Tobago.

Aðal bragðið í Angostura eru þessi týpísku jólakrydd eins og kanill, stjörnu anís, negull og svartur pipar en mestmegnis af beiskjunni kemur úr gentian rótinni.

Mynd og uppskrift: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir

Lesa meira

Uppskriftir

Grilluð gúrka með humarsalati og kotasælu

Birting:

þann

Grilluð gúrka með humarsalati og kotasælu

Grilluð gúrka með humarsalati og kotasælu

Hráhefni

1 gúrka
100g humar
3msk kotasæla
2msk majónes
1-2 msk saxaðar kryddjurtir t.d. kóriander eða graslaukur
Hnífsoddur salt og smá pipar
Sítrónuraspur af einni sítrónu

Aðferð

Gúrkan er skorin langsum og kjarninn hreinsaður út. Best er að nota skeið við það.

Humar er skorin smátt og settur í skál ásamt kotasælu, majones, salti og pipar, kryddjurtum og sítrónuraspi.

Salati er raðað í miðja gúrkuna þar sem kjarninn var áður og gúrkan síðan sett á grillið eða grilluð inní ofni.

Uppskrift: islenskt.is

Ylfa Helgadóttir, þjálfari Kokkalandsliðsins

Ylfa Helgadóttir

Höfundur uppskriftar: Ylfa Helgadóttir matreiðslumeistari

Lesa meira

Uppskriftir

Austurlenskur fiskréttur

Birting:

þann

Rauðspretta

Rauðspretta hentar einstaklega vel með þessum rétti

Í réttinn þarf:

500 g fiskflök (ýsa, rauðspretta, smálúða)

2 msk. hveiti

1 tsk. rifin engiferrót eða mulinn engifer (helst ferskur)

4 msk. olía

salt og pipar að vild

Sósa:

25­0 g möndluflögur

2 msk. matarolía

125 g sveppir

1 rauð paprika

1 dós baunaspírur

2 msk. sojasósa

2 msk. edik

2 msk. hunang

pínulítið maísenamjöl til að þykkja sósuna

AÐFERÐIN

Flökunum er velt upp úr hveiti sem blandað hefur verið með engifer og salti og pipar fyrir þá sem það vilja. Fiskurinn er steiktur stutta stund á pönnunni og tekinn síðan af meðan sósan er búin til. Gott er að halda fiskinum heitum á meðan.

Möndlurnar eru brúnaðar létt í olíu og sveppum, papriku og baunaspírum síðan bætt við. Þetta er látið krauma í smástund við frekar vægan hita. Síðan er bætt við sojasósu, ediki og hunangi. Í lokin er sósan þykkt með dálitlu af maísenamjöli.

Fiskurinn er síðan settur á pönnuna þannig að hann verði heitur í gegn. Borið fram með hrísgrjónum og snöggsoðnu grænmeti.

Smári Valtýr Sæbjörnsson, matreiðslumaður

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Höfundur er Smári Valtýr Sæbjörnsson, matreiðslumaður.

Gömul uppskrift sem birt var í Morgunblaðinu 19. ágúst 1998

Mynd: úr safni

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið