Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Flóran Café / Bistro – Bjarki: „Okkur langar að fara aðeins nýjar og þjóðlegri leiðir“

Birting:

þann

Cafe Flóra í Grasagarðinum

Þegar daginn fer að lengja og það hlýnar í veðri þá hellist yfir mig árlegt eirðarleysi, en ég bý miðsvæðis í fjölbýli með gistiheimili á alla kanta og töskuskrölti flestar nætur. Núna er vor í lofti og þá vill ég vill njóta þess að vera til og fagna því að ég hafi lifað enn einn veturinn af.

Ég uppgötvaði fyrir nokkrum árum að einn af betri stöðum Reykjavíkur til að njóta náttúrunnar er Grasagarðurinn í Laugardal.  Þar er hægt að njóta flóru og fánu Íslands án þess að þurfa að arka út um mela og móa, vaðandi leir og læki upp í hné.

Laugardalurinn er ein af perlum Reykjavíkur og góður staður til að eyða degi á og hlaða batteríin, þar er varla hægt að láta sér leiðast enda margt í boði.

Í Grasagarðinum er veitingastaðurinn Flóran Café sem ekki lætur mikið fara fyrir sér en á sér dyggan hóp aðdáanda sem fer fjölgandi og á staðurinn sér nokkuð langa sögu.

Það hefur að sjálfsögðu margt breyst á í gegnum árin en nú er svo komið að á góðum degi er fullsetið frá morgni til kvölds enda frábært að sitja úti eða inni eftir sem veðra vill og njóta lífsins.

Hér um daginn var mér boðið að koma og taka nokkrar myndir og smakka aðeins á sumarmatseðlinum þeirra og slíkt læt ég ekki segja mér mörgu sinnum. Ég hafði ekkert á móti því að njóta lífsins í notalegu umhverfi á Flóru Café.

Cafe Flóra í Grasagarðinum - Marentza Poulsen

Það er veitingakonan Marentza Poulsen sem á og rekur Cafe Flóru og hefur gert undanfarin rúmlega 20 ár

Það er veitingakonan Marentza Poulsen sem á og rekur Flóran Café og hefur gert undanfarin rúmlega 20 ár.  Marentza er væntanlega  einn af reyndari og þekktari veitingakonum landsins í dag og er fyrir löngu orðin þjóðkunn enda hefur hún lagt margt til matarmenningu Íslendinga, sem gæti verið ágætis efni í aðra grein en látum það bíða betri tíma.

Cafe Flóra í Grasagarðinum

Bjarki Þorsteinsson er ábyrgur fyrir eldhúsinu og Haukur Gíslason fyrir salnum og tóku þeir vel á móti mér þegar ég kom fyrir stuttu.

Cafe Flóra í Grasagarðinum

Cafe Flóra í Grasagarðinum

Cafe Flóra í Grasagarðinum

„Í hádeginu og fram eftir degi verður boðið upp á létta rétti eins og fisk dagsins, súpu, smárétti, girnilegt smurbrauð og heimabakaðar kaffibrauð af ýmsum tagi ásamt barnamatseðli“ útskýrði Bjarki fyrir mér. „Við ætlum einnig að bjóða uppá bröns eða árbít um helgar og okkur langar að hafa hann aðeins á öðrum nótum en aðrir eru að gera,“ hélt hann áfram og sýndi mér drög af morgunverðar matseðli.

„Okkur langar að fara aðeins nýjar og þjóðlegri leiðir en eru í boði í dag og vera með góðan, spennandi morgunverð sem er þess virði að vakna fyrir“ sagði hann brosandi.

Ég veit að þetta á eftir að ganga eftir hjá honum en ég sá að það sem hann sýndi mér var aðeins út fyrir kassann og mér fannst vera spennandi og áhugavert, öðruvísi leið með morgunmatinn.

Cafe Flóra í Grasagarðinum

Cafe Flóra í Grasagarðinum

Cafe Flóra í Grasagarðinum

„Síðan er það kvöldseðilinn“ hélt hann áfram „þar viljum við vera með fjölbreytni. Við ætlum að bjóða uppá góðan og ódýran fiskrétti ásamt grænmetisréttum og spennandi salötum. Við verðum einnig með naut á seðlinum. Síðan erum við alveg opnir fyrir því að breyta til eftir því sem við á,“ hélt hann stoltur áfram. „Salatið hennar Marentzu verður að sjálfsögðu með því það er alveg meiriháttar.“

Við Bjarki höfum unnið aðeins saman fyrir nokkrum árum en hann var lærlingur hjá mér um tíma og ég veit að þarna fer drengur með mikla hæfileika og brennandi áhuga fyrir faginu, ég er því spenntur að sjá hvernig honum tekist til í sumar.

Cafe Flóra í Grasagarðinum

Réttirnir sem mér var boðið þetta vorkvöld voru ekki af verri endanum og hugboð mitt reyndist rétt um að hér væri ekki kastað til hendinni. Réttirnir voru hvor öðrum betri og vandaðri og salatið hennar Marentzu stóð að sjálfsögðu fyrir sínu.

Það var einnig sérlega skemmtileg að hita á veitingakonuna sjálfa sem var á staðnum og ná að spjalla aðeins við hana en þar fer kona með mikla reynslu.

Cafe Flóra í Grasagarðinum

Cafe Flóra í Grasagarðinum

Cafe Flóra í Grasagarðinum

Þetta var gott kvöld og ég get sannarlega mælt með staðnum og matnum.

Flóran Café

Flóran Café opnar snemma í apríl en það er ekki fyrr en um 15. maí sem farið er að hafa opið á kvöldin og þá til klukkan 22:00.

Í hádeginu og fram eftir degi er boðið upp á léttan matseðil eins og fisk dagsins, súpu, smárétti, girnilegt smurbrauð og heimabakaðar kaffibrauð af ýmsum toga ásamt barnamatseðli.  Á döfinni er síðan að bjóða upp á þjóðlegan árbít um helgar.

Kvöldseðilinn tekur síðan við um sexleitið og er húsið opið fram til klukkan tíu.

Ef þið viljið njóta lífsins og eiga góðan dag eða kvöldstund með góðum mat í notalegu umhverfi þá er að skella sér í Grasagarðinn.

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið