Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Bygging Hörpuhótels hefst í haust | Fyrsta 5 stjörnu hótelið á Íslandi

Birting:

þann

Hörpuhótel

Framkvæmdir við Hörpuhótelið eiga að hefjast í haust og stefnt er að opnun þess vorið 2018.  Samningar hafa náðst við bandaríska fasteignafélagið Carpenter & Company um byggingaréttinn.

Hörpuhótel

Á hótelinu mun verða veislu- og fundarsalir, fjölda veitingastaða auk heilsulindar. Fullbyggðu er hótelinu ætlað að verða eitt glæsilegasta hótel Reykjavíkur og jafnframt eina fimm stjörnu hótel landsins.

Carpenter mun reisa 250 herbergja fimm stjörnu hótel á lóðinni og í framhaldinu fela rekstur þess í leiðandi alþjóðlegs hótelrekstraraðila.

Nánari umfjöllun er hægt að lesa á fréttavefnum mbl.is með því að smella hér.

 

Mynd: skjáskot af google korti

Tölvuteiknuð mynd: tark.is

/Sverrir

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Lesa meira
Auglýsingapláss

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Kex hostel opnar í Portland í Bandaríkjunum

Birting:

þann

Kex Portland

Kex Portland

„Þetta hefur farið rosa­lega vel af stað, miklu betur en við þorðum að vona. Þær áætlanir sem við gerðum eru þegar sprungnar og við erum glaðir og stoltir af því hvað þetta fær mikinn og jákvæðan meðbyr hjá heimafólki,“

segir Ólafur Ágústsson matreiðslu,- og veitingamaður í samtali við Morgunblaðið.

Ólafur hefur síðustu mánuði unnið að opnun Kex hostels í Portland í Oregonríki í Bandaríkjunum. Formleg opnun var svo í byrjun nóvember og hefur Kex mælst mjög vel fyrir í borginni fyrstu vikurnar. Um það vitna umfjallanir þarlendra fjölmiðla, svosem Conde Nast Traveler og Oregon Live.

Um er að ræða hálfgerðan systurstað Kex hostels sem stendur við Skúlagötu í Reykjavík. Kristinn Vilbergsson er eigandi Kex Portland en hann var einn af stofnendum Kex á Íslandi. Síðan þá hafa aðrir tekið við þeim rekstri, að því er fram kemur í umfjöllun um þessa útrás veitingamanna í Morgunblaðinu í dag.

Mynd: Instagram / Kex Portland

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður opnar – Teppanyaki í fyrsta sinn á Íslandi

Birting:

þann

Flame veitingastaður

Flame er nýr veitingastaður að Katrínartúni 4 (Höfðatorg) í Reykjavík. Hugmyndin af staðnum er innblásin af Japönsku matargerðinni Teppanyaki og er um leið fyrsti íslenski Teppanyaki staðurinn sem opnar á íslandi.

Teppanyaki er japönsk matargerðarlist þar sem járnpanna er notuð til að elda mat. Orðið teppanyaki er dregið af teppan (鉄 板), sem er málmplatan sem eldað er á, og yaki (焼 き), sem þýðir grillað, broiled eða pönnusteikt. Í Japan vísar teppanyaki til rétta sem eldaðir eru með teppan, þar á meðal steik, rækju, saxað grænmeti og hrísgrjón eða núðla.

Fyrsti Teppanyaki staðurinn sem vitað er um, opnaði í kringum árið 1945 í Japan.

Flame veitingastaður

32 sæta Teppanyaki borð

Veglegt og glæsilegt 32 sæta Teppanyaki borð á veitingastaðnum Flame, þar sem tveir matreiðslumenn elda fyrir framan þig japanska rétti úr ferskum íslenskum hráefnum.

Stefnt er á að opna Flame á næstum vikum en staðurinn tekur 110 manns í sæti. Opið verður frá 17:30 alla daga og fram á kvöld.

Myndir: flamerestaurant.is

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

O´Learys breytist í Sport & Grill heimavöllur Ella

Birting:

þann

Elís Árnason er matreiðslu- og kjötiðnaðarmeistari að mennt

Elís Árnason er matreiðslu- og kjötiðnaðarmeistari að mennt

Sport & Grill er nýr veitingastaður í Smáralindinni, en hann er staðsettur þar sem Oleary’s var.

Sama Oleary’s kennitala á bak við reksturinn á nýja staðnum, sami eigandi en hann er matreiðslu- og kjötiðnaðarmeistarinn Elís Árnason, áferðarbreyting innanhúss og enn betri matseðill fyrir þá sem elska gómsætan grill mat og góða aðstöðu til að horfa á uppáhalds íþrótta viðburðinn sinn.

„Við höfum núna breytti nafni Oleary’s í Sport & Grill heimavöllur Ella“,

segir í tilkynningu frá Sport & Grill en þar er haft eftir Elís:

„Ég elska þennan veitingastað og gestina okkar og ég er eins og þið vitið, nánast alltaf á staðnum og tek glaður á móti ykkur og sinni ykkur af kostgæfni.“

Sjá einnig: O’Learys til Íslands | Opnar í Smáralindinni

Sportgrill

Sportgrill hefur fengið góðar viðtökur

En af hverju skiptir staðurinn um nafn?

„Það var ljóst í byrjun árs að O´Learys keðjan úti var að fara í áttir sem við höfðum ekki áhuga á að fara í með þeim. Við höfum átt ágætt samstarf við þau og lært mikið af þeim og okkur þykir vænt um vini okkar þar og þetta er gert í mesta bróðerni við eigendur og stjórnendur.

Þessi stefnubreyting hjá þeim er tilkomin í framhaldi af því að keðjan fékk nýja kjölfestueigendur í fyrra og þeir eru að marka ákveðna stefnu sem er spennandi fyrir þeirra markað en hugnast okkur síður hér,“

segir Elís Árnason aðaleigandi Sport & Grill í samtali við Mannlíf um breytingarnar sem fjallar nánar um málið hér.

Glæsilegur matseðill er í boði og ættu klárlega allir að finna eitthvað við sitt hæfi eins og sjá má á heimasíðunni www.sportgrill.is.

Myndir: facebook / Sportgrill

Lesa meira

Könnun

Þegar ég elda heima, þá:

Skoða niðurstöður

Loading ... Loading ...
  • Hjörvar Óli Sigurðsson 05.12.2019
    Hjörvar Óli Sigurðsson | BjórdælanHappy Hour með The Viceman Viceman heldur áfram að breikka sjóndeildarhringinn þegar kemur að veigum í fljótandi formi. Að þessu sinni með fyrsta þátt af Bjórdælunni þar sem fyrsti bjór spekingurinn var Hjörvar Óli Sigurðsson sem starfar á Brewdog Reykjavík. Hjörvar er alinn upp á Akureyri en eftir að hafa heillast […]
  • Selma Slabiak 03.12.2019
    Happy Hour með The VicemanSelma Slabiak | Íslandsvinurinn Selma er frá Danmörku en fluttist til New York til að vinna með og læra af þeim bestu í heimi kokteilana. Síðan þá hefur hún smátt og smátt orðið einskonar sendiherra Norrænu kokteilsenunar sem hún tekur hinsvegar fram að hafi komið til vegna uppruna síns í Danmörku […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar