Vertu memm

Frétt

Bulleit námskeið í dag

Birting:

þann

World Class - Logo

Í dag fer fram Bulleit námskeið á vegum World Class Kokteilkeppninnar og byrjar námskeiðið klukkan 14:00 á Kjarvalsstofu á 4. hæð í Austurstræti.

Fyrirlesarar verða Hlynur Björnsson Framkvæmdastjóri World Class kokteilkeppninar á Íslandi, Jónas Heiðarr sigurvegari World Class Iceland 2017 og Orri Páll sigurvegari World Class Iceland 2018.

Fordrykkur verður í boði London Essence og sér Andri Davíð sigurvegari Worldclass Iceland 2016 og Brand Ambassador London Essence á Íslandi um blöndun þeirra.

Hvetjum alla kokteilunnendur sem vilja fræðast enn frekar um kokteila og gerð þeirra um að mæta með okkur.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Frétt

COVID 19 – Grímunotkun og almenn nálægðartakmörkun

Birting:

þann

Nálægðartakmörkun - 1 metra á milli einstaklinga - Kórónuveiran - COVID 19

Um helgina tók í gildi ný reglugerð sem felur meðal annars í sér nálægðartakmörkun og grímuskyldu. Nokkurs misskilnings hefur gætt varðandi grímuskylduna og því vill ráðuneytið árétta og skýra reglurnar sem gilda til og með 13. ágúst næstkomandi.

 • Tryggja skal að minnsta kosti 1 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum, til að mynda á samkomum, vinnustöðum, verslunum, söfnum og í allri annarri starfsemi, hvort sem er innan- eða utandyra.
 • Grímuskylda er þar sem ekki er unnt að viðhalda 1 metra nálægðartakmörkunum og þar sem húsnæði er illa loftræst. Þetta á til að mynda við um heilbrigðisþjónustu, verslanir, söfn, innanlandsflug og -ferjur, almenningssamgöngur, leigubifreiðar og hópbifreiðar,í verklegu ökunámi og flugnámi, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa, húðflúrstofa, hundasnyrtistofa, sólbaðsstofa og í annarri sambærilegri starfsemi.
 • Grímuskylda er í gildi fyrir áhorfendur á íþróttaviðburðum og sviðslistarviðburðum á borð við leiksýningar, bíósýningar og tónleika.

Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin reglum um grímuskyldu.

Lesa má nánar um almenna nálægðartakmörkun og grímunotkun í 4. og 5. gr. reglugerðar nr. 878/2021. 

Samsett mynd úr safni

Lesa meira

Frétt

15 þúsund tonn af ólöglegum matvælum gert upptækt – Myndir

Birting:

þann

Evrópulögreglan Europol

Evrópulögreglan Europol lagði hald á 15.000 tonn af ólöglegum matvælum og drykkjum í vikunni að verðmæti um 53 milljónir evra.

Aðgerðin er sú tíunda sinnar tegundar og stóð frá desember 2019 til júní 2021, en aðgerðin var skipulögð af Europol lögreglunni í samstarfi við löggæsluyfirvalda frá 72 löndum.

Sjá einnig:

12 þúsund tonn af ólöglegum og hugsanlega hættulegum matvælum og drykkjum | Ísland með í aðgerðum

Evrópulögreglan Europol

Matvælin og drykkirnir sem gerð var upptæk í verkefninu nú í vikunni:

 • Alcoholic beverage
 • Food supplements and additives
 • Cereals, grains and derived products
 • Fruits and vegetables
 • Sugar and sweet products
 • Meat and meat products
 • Seafood
 • Dairy products
 • Poultry products
 • Livestock
 • Condiments
 • Cooking oil
 • Non-alcoholic beverages
 • Coffee and tea
 • Canned food
 • Animal food

Evrópulögreglan Europol

Evrópulögreglan Europol

Evrópulögreglan Europol

Myndir: europol.eu

Lesa meira

Frétt

COVID-19: Samkomutakmarkanir frá og með sunnudeginum 25. júlí

Birting:

þann

Kórónuveiran á Íslandi - Covid 19

Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður 200 og nálægðarregla tekin upp þegar nýjar reglur um takmarkanir á samkomum taka gildi sunnudaginn 25. júlí. Þetta er meginefni nýrrar reglugerðar Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum vegna COVID-19 sem hugsaðar eru til skamms tíma á meðan verið er að ná tökum á mikilli fjölgun smita síðustu daga. Breytingarnar eru í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis, með þeirri breytingu að höfðu samráði við sóttvarnalækni að hámarksfjöldi í erfidrykkjum verður 200 manns.

Covid restrictions as of 25. July – Click here for English version.

Mikilvægt er talið að grípa eins fljótt og auðið er til takmarkana innanlands til að koma böndum á aukna útbreiðslu smita. Með mikilli útbreiðslu og smiti hjá viðkvæmum hópum er hætt við alvarlegum afleiðingum.

Í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis er þegar hafinn undirbúningur að því að bjóða þeim sem bólusettir hafa verið með bóluefni Janssen seinni bólusetningu í ágúst. Einnig verður einstaklingum með undirliggjandi ónæmisvandamál og þeim sem talið er að tveir skammtar veiti ekki nægilega góða vörn gegn COVID-19 boðinn þriðji skammtur bóluefnis.

Samkomutakmarkanir taka gildi 25. júlí og gilda til og með 13. ágúst.

Helstu takmarkanirnar eru þessar:

 • Almennar fjöldatakmarkanir verða 200 manns. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin.
 • Nándarregla verður almennt 1 metri. Börn fædd 2016 og síðar verði undanþegin.
 • Grímuskylda verður tekin upp innanhúss og þar sem ekki er unnt að viðhafa 1 metra reglu. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin.
 • Hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunum verði 200.
 • Heilsu- og líkamsræktarstöðvum sem og sund- og baðstöðum verður heimilt að hafa opið fyrir 75% af hámarksfjölda leyfilegra gesta. Sameiginlegan búnað skal sótthreinsa milli notenda.
 • Söfnum verður heimilt að taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta.
 • Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna heimilar með og án snertinga með 100 manna hámarksfjölda. Hámarksfjöldi áhorfenda 200 manns í rými sem skulu skráðir í sæti. Veitingasala óheimil á keppnisstöðum.
 • Æfingar og sýningar sviðslista og sambærilegrar starfsemi heimilar með allt að 100 manns á sviði. Hámarksfjöldi áhorfenda 200 manns í rými, svo sem í bíóhúsum. Heimilt að hafa hlé en enga veitingasölu í hléum. Skrá skal gesti í sæti.
 • Hámarksfjöldi gesta við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga verður 200.
 • Opnunartími veitingastaða, skemmtistaða o.þ.h. verður til kl. 23:00 (tæma þarf staði fyrir miðnætti) og hámarksfjöldi gesta 100 manns í rými. Vínveitingar bornar fram til sitjandi gesta. Skrá skal gesti.
 • Tjaldstæði og hjólhýsasvæði fari eftir leiðbeiningum sóttvarnalæknis og Ferðamálastofu.

Reglugerð heilbrigðisráðherra

Minnisblað sóttvarnalæknis

Mynd: úr safni

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið