Vertu memm

Uppskriftir

Bufftartar hugmyndir – Hvernig varð bufftartar til?

Birting:

þann

Bufftartar

Bufftartar

Sagt er að uppskriftin að „tatarabuffi“ (bufftartar) hafi orðið til í gamla daga þegar tatarar settu hrátt kjöt milli hnakks og hest til að kjötið yrði meyrt meðan þeir voru á reið. Síðar komust menn að því, að ef kjötið var skafið varð það algjört sælgæti.

Óneitanlega eru bestu hrábuffin úr sköfnu nautakjöti, en algengast er að þau séu gerð úr hökkuðu nautakjöti. Notið lundir eða innanlæri.

Áríðandi er að kjötið sé nýhakkað og sé ekki handfjatlað meira en nauðsyn krefur.

Ótal afbrigði eru til af tatarabuffi. Hér eru nokkrar uppskriftir og í þeim er gert ráð fyrir 150 gr af hökkuðu kjöti á mann.

Franska hrábuffið

Hellið tveimur eggjarauðum á mann í skál, hrærið í með trésleif og bætið út í 1/2 matsk. af frönsku, ljósu sinnepi, 2 matsk. olíu, 1/2 matsk. söxuðum lauk, 1/2 matsk. kapers, tveim skvettum af Worcestershiresósu og tveim skvettum Tabasco sósu.

Hrærið og bætið síðan út í 150 g af hökkuðu kjöti á mann.

Hrærið í með gaffli, setjið svolítið salt og pipar, leggið farsið á disk og mótið buffið svo það sé um 1,5 sm að þykkt. Grillið buffið ef einhver vill það heldur þannig. Stráið yfir saxaðri steinselju. Berið hrásalat með, súrmeti og ólivur.

Tatarabuff

Hrátt buff með miklum pipar fyrir þá sem vilja sterkan mat. Blandið saman 1 tesk af rifnum lauk, 1 tesk chilidufti og einni matsk. chilisósu á mann og hrærið kjötinu saman við með gaffli.

Motið lítil buff og skreytið með söxuðum sveppum, saxaðri papriku og steinselju, og ólivusneiðum

Pan American tatarabuff

Mótið stór ferköntuð hrábuff, ekki of þykk og skreytið með svörtum kavíar, söxuðum lauk og eggjarauðu.

Venjulegt tatarabuff

Mótið buff úr hakkinu, gerið í það skorur með hnífsegg og skreytið meö kapers, piparrót, söxuöum rauðrófum og fíntsöxuðum lauk. Setjið eggjarauöu innan 1 laukhring á miðjuna og berið fram salt og svartan pipar, helst í piparkvörn.

Breskt tatarabuff

Hrátt hakkabuff er skreytt með enskum súrum „pickles“ og í miðjuna er sett hálft linsoðið egg.

Sólaruppkoma

Mótið lítil buff og skreytið með fínt saxaðri púrru, litlum sneiðum af kryddsíld og setjið hráa eggjarauðu í miðjuna.

Fróðleikur þessi var birtur í heimilistímanum árið 1977.

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Uppskriftir

Kampavínskokteill – Uppskrift

Birting:

þann

Kampavínskokteill - Styrmir Bjarki Smárason

Kampavínskokteill

Blandað í frekar stórt og mikið glas og setjið klakamola í botninn eftir smekk.

1 dropi af Appelsínu bitter
15 ml af Cointreau
fyllt upp (120-150ML) af Piper-Heidsieck Sauvage sem er rósa kampavínið frá Piper-Heidisieck

Hægt er að sjá í þættinum Matur & Heimili með Sjöfn Þórðar þegar Sjöfn heimsótti Fiskmarkaðinn og fékk að kynnast leyndardómnum bak við kampavíns sumarkokteilinn í ár.

Styrmir Bjarki Smárason

Höfundur: Styrmir Bjarki Smárason yfirþjónn á Fiskmarkaðinum.

Myndir: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Uppskriftir

Sangria – Spænskur sumardrykkur með jarðarberjum og bláberjum

Birting:

þann

Sangria - Spænskur sumardrykkur með jarðarberjum og bláberjum

Sangria er vinsæll sumardrykkur á Spáni sem er auðvelt að sníða að eigin smekk með ávaxtavali. Skerið ávexti, hrærið öllu nema sódavatninu saman við, kælið og njótið í góðra vina hópi!

Sangria:

Adobe Reserva – Cabernet Sauvignon, 1 flaska / 750 ml

Appelsínusafi, 300 ml

Hlynsíróp, 60 ml + meira eftir smekk

Brandý, 120 ml + meira eftir smekk

Appelsína, 1 stk

Epli, 1 stk

Jarðarber, 200 g

Bláber, 100 g

Sódavatn, 330 ml

Skerið appelsínu í þunnar sneiðar og epli og jarðarber í bita.
Blandið öllum hráefnum saman í a.m.k 1,5 ltr könnu. Smakkið til með brandý og hlynsírópi. Geymið í kæli í 2 klst.
Toppið með sódavatni og berið fram með klökum.

Mynd: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir

Lesa meira

Uppskriftir

Rjómalagað humar tagliatelle með stökku beikoni

Birting:

þann

rjómalagað humar tagliatelle með stökku beikoni

Sannkallað lúxus humar tagliatelle með stökku beikoni í silimjúkri rjómalagaðri sósu. Þetta er sko réttur sem er gaman að útbúa fyrir sig og sína á góðri stundu.

Fyrir 4:

De Cecco tagliatelle með eggjum, 250 g

Skelflettur humar, 2 pakkar (sirka 700 g), Sælkerafiskur

Beikon, 6 sneiðar

Laukur, 1 stk

Hvítlauksrif, 4 stk

Tómatpúrra, 3 msk

Hvítvín, 120 ml

Humarkraftur, 0,5 msk + meira eftir smekk / Oscar

Kjúklingakraftur, 0,5 msk + meira eftir smekk / Oscar

Ítalskt sjávarréttakrydd, 1,5 msk / Pottagaldrar

Rjómi, 120 ml

Niðursoðnir tómatar, 1 dós / 400 g

Parmesan ostur, 45 g + meira eftir smekk

Breiðblaða steinselja, 10 g

Aðferð:

 1. Afþýðið og þerrið humar. Hreinsið svörtu röndina úr humrinum ef þarf. Setjið humarinn í skál með olíu og 2 pressuðum hvítlauksrifjum og marinerið í 10 mín.

 2. Raðið beikonsneiðum á ofnplötu með bökunarpappír og bakið í miðjum ofni við 180°C á blæstri í 10-14 mín eða þar til beikonið er fulleldað. Fylgist vel með eftir 10 mín því þá geta hlutirnir farið að gerast hratt.

 3. Saxið lauk nokkuð smátt. Pressið hin 2 hvítlauksrifin.

 4. Steikið humar upp úr smjörklípu í steypujárnspotti eða á stórri pönnu, saltið smá. Þetta er best að gera í tveimur pörtum svo humarinn steikist sem best. Færið humarinn á disk og hyljið með álpappír.

 5. Steikið saxaðan lauk við miðlungshita þar til laukurinn er glær og mjúkur. Bætið pressuðum hvítlauk út í og steikið þar til hvítlaukurinn byrjar að ilma.

 6. Bætið tómatpúrru út í pottinn og steikið í stutta stund, bætið næst hvítvíni út í og sjóðið niður um helming.

 7. Bætið humarkrafti, kjúklingakrafti, sjávarréttakryddi, rjóma og niðursoðnum tómötum út í pottinn. Rífið helminginn af parmesan ostinum saman við og látið malla undir loki á meðan pasta er soðið. Smakkið til með salti og meiri kröftum ef þarf.

 8. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum í vel söltu vatni en geymið svolítið pastavatn til þess að þynna sósuna ef þarf.

 9. Saxið steinselju og skerið beikon í bita.

 10. Bætið pasta, humrinum og vökvanum af disknum út í pottinn ásamt saxaðri steinselju og beikoni. Rífið restina af parmesan ostinum saman við réttinn og veltið pastanu upp úr sósunni þar til það er vel hulið sósu. Bætið við ögn af pastavatni eða smá rjóma ef þarf að þynna sósuna. Smakkið til með salti.

 11. Berið fram með fersku salati og góðu brauði.

Uppskrift og mynd: Matur og Myndir | Snorri Guðmundsson, 

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið