Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Brút er nýr veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur

Birting:

þann

1919 hotel

Pósthússtræti 2 í Reykjavík
Veitingastaðurinn Brút opnar í sumar
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Brút er nýr veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur sem opnar í sumar. Brút verður staðsettur á jarðhæð við pósthússtræti 2, á hótelinu 1919.

Nafnið er vísun í kampavín og svo í húsið. Allar brúttólestirnar sem Eimskipafélagið var að víla og díla með í þessu húsi hér á árum áður.

Rekstraraðilar eru Ólafur Örn Ólafsson, Ragnar Eiríksson og Bragi Skaftason, en þeir eru jafnframt eigendur á Vínstúkunni tíu sopum við Laugaveg 27.

„Tja það er verið að vinna í breytingum á húsnæðinu sem er jarðhæð pósthússtræti 2. Þar sem 1919 hótel er. Stefnt á opnun í sumar. Það verður umfangsmikill vínlisti og skemmtilegheit.“

Sagði Ólafur Örn Ólafsson framreiðslumeistari í samtali við veitingageirinn.is

„Nei Vínstúkan heldur auðvitað áfram“

sagði Ólafur aðspurður um Vínstúkuna.

Veitingageirinn.is mun flytja ykkur fréttir af þeim félögum jafnharðan og þau berast.

Brút leitar nú að starfsfólki til að sinna ýmsum störfum og sem er til í að taka þátt í því að koma honum á laggirnar. Nánari upplýsingar er hægt að sjá á mynd hér að neðan:

Brút restaurant

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið