Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Brugghúsið Segull 67 á mikilli siglingu

Birting:

þann

Brugghúsið Segull 67 á Siglufirði

Marteinn Brynjólfur Haraldsson

Brugghúsið Segull 67 var sett á laggirnar árið 2015 í gamla frystihúsinu á Siglufirði. Miklar framkvæmdir voru gerðar á húsinu og innviðir eru að stærstum hluta upprunalegir.

Undanfarið hefur verið unnið að því að breyta og stækka, bæði í framleiðslunni og aðstöðu til að taka á móti sívaxandi gestafjölda.

Marteinn Brynjólfur Haraldsson, 34 ára gamall tölvunarfræðingur og einn af eigendum brugghússins Seguls 67 á Siglufirði, sagði í samtali við siglfirdingur.is:

„Við byrjuðum á einni sem við köllum Original, það er millidökkur lagerbjór, næstur kom Sjarmör, sem er ljós pilsnerstíll, og fyrir ekki löngu komum við svo með Sigló IPA, Indian Pale Ale stíll, hann er ávaxtakenndari og í honum meira alkóhól.

Síðan erum við að reyna að nýta árstíðirnar til að gera eitthvað öðruvísi, t.d. á þorra, um páska, á sumrin, í október og um jólin.“

Nánari umfjöllun er hægt að lesa á siglfirdingur.is hér.

Mynd: siglfirdingur.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið