Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Breytingar hjá Port 9 vínbar – Nýr framkvæmdastjóri og Gunnar Páll Rúnarsson lætur af störfum

Birting:

þann

Port 9 vínbar

Port 9 vínbar
Mynd: aðsend

Lára Sigríður Haraldsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sútarans ehf. sem rekur Port 9 vínbar.

Lára Sigríður, sem jafnframt er gæða- og þjónustustjóri hjá RR hótel, mun áfram sinna störfum fyrir RR hótel sem er meirihlutaeigandi Sútarans.

Lára Sigríður Haraldsdóttir

Lára Sigríður Haraldsdóttir
Mynd: Gunnar Guðmundsson

Fráfarandi framkvæmdastjóri og meðeigandi Sútarans Gunnar Páll Rúnarsson, sem lætur nú af störfum, hefur ásamt starfsfólki Port 9 unnið frábært starf við uppbyggingu og þróun þessa vinsæla vínbars.

Gunnar Páll Rúnarsson

Gunnar Páll Rúnarsson er matreiðslumaður að mennt
Mynd: Grímur Kolbeinsson / grimkol.is

Port 9 er vínbar og morgunverðarstaður fyrir viðskiptavini RR hótels og aðra gesti. Port 9 mun áfram leggja megin áherslu á góða og notalega stemningu þar sem boðið er uppá góð vín og létta smárétti að hætti vínsérfræðinga Port 9.

Port 9 mun halda óbreyttum rekstri morgunverðarstaðar sem notið hefur mikilla vinsælda en þar er boðið uppá fimm rétta matseðil. Morgunverðarstaðurinn hefur frá opnun verið í efstu sætum á Tripadvisor í flokki veitingastaða í Reykjavík. Sú starfsemi hefur legið niðri um hríð vegna COVID-19 en mun opna á ný um leið og aðstæður leyfa.

Port 9 opnaði fyrir 4 árum síðan:

Góðar viðtökur á nýjum vínbar í Reykjavík – Myndir

Stjórn Sútarans þakkar Gunnari Páli fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem framundan eru.

Fleiri Port 9 fréttir hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið