Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Brauð & co opnar

Birting:

þann

Brauð & co á Frakkastíg

Brauð & co á Frakkastíg

Brauð & co virðir einfaldleika gamalla hefða og leggur áherslu á fyrsta flokks hráefni, ýmist íslenska- eða lífræna framleiðslu.
Viðskiptavinir fá tækifæri til að fylgjast með bakstursferlinu sem fer fram í opnu rými.

Lífræna súrdeigsbakaríið Brauð & co á Frakkastíg hefur formlega verið opnað og býður upp á nokkrar týpur af súrdeigsbrauði, rúnstykki og croissant, vínarbrauð úr íslensku smjöri svo fátt eitt sé nefnt.

Eigandi er Ágúst Einþórsson, en hann er menntaður konditor og lærði í Danmörku þar sem hann hefur lengi búið og starfað.  Hann segist hafa prófað allan skalann og hefur unnið hjá litlum bakaríum jafnt sem Michelinstjörnu veitingahúsum.

Sjá einnig: Nýtt bakarí opnar á Frakkastíg

Ágúst stendur þó ekki einn að opnuninni þar sem vinur hans og kvikmyndaframleiðandinn Þórir Sigurjónsson hafði einnig látið sig dreyma um bakaríið.  Verkefnið fór þá loksins á skrið þegar fjárfestarnir Elías Guðmundsson og Birgir Bieltvedt komu um borð.

Myndir: Instagram/braudogco

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið