Vertu memm

Frétt

Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi – Kristján: „Ég er tilbúinn að bjóða borginni 70% lægra verð“

Birting:

þann

Ráðhús Reykjavíkur - Reykjavík Town Hall

Kostnaður við þá 20 fundi sem borgarstjórn hefur haldið frá júlí á síðasta ári til júní á þessu ári nemur rúmum 17 milljónum eða 850 þúsund krónum á hvern fund.

Inni í þeirri upphæð er matur frá Múlakaffi upp á 5,8 milljónir eða 295 þúsund á hvern fund og svo aðrar veitingar uppá 1,3 milljónir.

Á hverjum fundi borgarstjórnar er því borðað og drukkið fyrir 360 þúsund krónur eða rúmar 15 þúsund krónur á hvern borgarfulltrúa. Að því er fram kemur á heimasíðu ruv.is, sem fjallar nánar um málið hér.

Í fréttum hefur verið mikil umfjöllun um málið og hefur veitingageirinn.is tekið saman þær umfjallanir.

Fleira tengt efni:

Treystir sér til að fóðra ráðhúsfólkið fyrir miklu minni pening

Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér

Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi

„Það á ekki að vera svona dýrt að gefa fólki að borða“

„Þetta er óhóflega dýrt“

Fundarkostnaðurinn í Ölfusi 214 krónur á manninn

Gripin glóðvolg af ljósmyndara við að háma í sig önd

Mynd: reykjavik.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Frétt

FA leggur til víðtæka endurskoðun á áfengislögum

Birting:

þann

Vínflöskur - Léttvín

Félag atvinnurekenda leggur til mun víðtækari endurskoðun á lagaumgerð áfengismarkaðar hér á landi en gert er ráð fyrir í frumvarpsdrögum dómsmálaráðherra, þar sem lagt er til að innlend einkafyrirtæki fái heimild til að reka vefverslun með áfengi. FA lýsir yfir stuðningi við það markmið ráðherra að tryggja jafnræði milli innlendrar og erlendrar verslunar, en telur að ganga þurfi mun lengra í frjálsræðisátt til að tryggja að breytingin búi ekki til nýtt ójafnræði eða samkeppnishindranir.

Þannig leggur félagið til heildarendurskoðun á rekstrarumhverfi áfengisframleiðslu og -verslunar á Íslandi, þ.m.t. sölufyrirkomulagi, reglum um auglýsingar og markaðssetningu, fjárhæð áfengisgjalda og innheimtu þeirra.

Á meðal helstu atriða sem FA bendir á eru eftirfarandi:

Afnám auglýsingabanns
Afnema þarf bann við auglýsingum á áfengi samhliða því að vefverslun er heimiluð. Í frumvarpsdrögum ráðherra eru færð góð rök fyrir því að afnema auglýsingabannið, en jafnframt skýrt tekið fram að ekki standi til að gera það nú! Það telur FA mikla þversögn í málinu.

FA telur nauðsynlegt að afnema auglýsingabannið af þremur ástæðum.

 • Í fyrsta lagi  til að rétta hlut innlendra áfengisframleiðenda, sem er bannað að auglýsa vöru sína á sama tíma og áfengisauglýsingar fyrir erlendar áfengistegundir eru út um allt á vefmiðlum, í erlendum blöðum og tímaritum sem flutt eru til landsins og í útsendingum frá erlendum íþróttaviðburðum í íslensku sjónvarpi.
 • Í öðru lagi til að draga úr aðstöðumun smásölu og heildsölu, verði netverslun heimiluð. FA bendir á að innlendar verslanakeðjur á matvörumarkaði, þar sem samþjöppun er meiri en í nokkru öðru Evrópulandi, áformi að reka netverslanir verði frumvarpsdrögin að lögum (bjóða þá neytendum væntanlega að panta á netinu og sækja vöruna í næstu búðarferð), og muni þá ráða miklu um hvaða vörur standi neytendum til boða og haldi að þeim eigin innflutningi, en heildsalar hafi enga leið til að vekja athygli á vörum sínum ef auglýsingabann verður áfram í gildi.
 • Í þriðja lagi skyti afskaplega skökku við að heimila innlendum fyrirtækjum að starfrækja netverslun með áfengi en banna þeim að segja neytendum frá því með auglýsingum að verslunin sé til staðar og hvert vöruframboð hennar sé.

Hvað verður um ÁTVR?
Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir áframhaldandi rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins og að hún hafi áfram einkarétt á hefðbundinni smásölu áfengis. Engin tilraun er gerð í greinargerðinni til að meta áhrif þess á ÁTVR að gefa netverslun frjálsa. Þó er ljóst að áhrifin verða mikil:

 • ÁTVR hefur í dag heimild til að reka netverslun. Með breytingunni yrði þannig til einkaréttar- og samkeppnishluti innan ÁTVR, líkt og hjá fleiri ríkisfyrirtækjum og -stofnunum. Ekkert er fjallað um hvernig gert er ráð fyrir að ÁTVR bregðist við samkeppni í netverslun, hvaða reglur eigi að gilda um samskipti einkaréttar- og samkeppnishluta stofnunarinnar eða hver eigi að hafa eftirlit með að eftir þeim sé farið.
 • Verslun með áfengi mun væntanlega færast að stórum hluta á netið, sérstaklega fyrst stóru matvörukeðjurnar ætla sér hlut á markaðnum. Þá mun væntanlega draga hratt úr hefðbundinni smásölu hjá ÁTVR. Ekkert kemur í veg fyrir að framleiðendur og innflytjendur áfengis bjóði vöru sína á lægra verði í eigin netverslun en hjá ÁTVR. Að óbreyttum lögum er álagning ÁTVR lögbundin og vandséð hvaða leiðir stofnunin hefur til að bregðast við verðsamkeppni. Verður því ekki betur séð en að rekstrargrundvöllur ÁTVR sé brostinn og óljóst hvernig ríkið hyggst bregðast við, verði taprekstur á stofnuninni – hvort það verði leiðrétt með framlögum frá skattgreiðendum eins og í tilviki Íslandspósts eða með öðrum hætti.
 • Einkaréttur ÁTVR á sölu áfengis er rökstuddur með vísan til lýðheilsusjónarmiða. Færa má rök fyrir því að með því að afnema þann einkarétt hvað varðar sölu á netinu, sé íslenska ríkið í raun að hafna því að einkaréttur ÁTVR á sölu áfengis byggi á lýðheilsusjónarmiðum og þar með sé forsendan fyrir einkarétti ÁTVR brostin. Að mati FA verður ekki bæði haldið og sleppt í þessum efnum. Verði frumvarpið að lögum hlýtur að vera óumflýjanlegt að einkaréttur ÁTVR í hefðbundinni smásölu verði einnig afnuminn enda standist einokun ríkisins á sölu áfengis í smásölu á grundvelli lýðheilsusjónarmiða þá enga skoðun.

Hver sinnir eftirliti og hver borgar það?
FA telur einsýnt að talsvert eftirlit þurfi annars vegar með því að skilyrði laga um vefverslun með áfengi séu haldin, t.d. varðandi það að viðskiptavinir sanni aldur sinn, og að jafnframt þurfi aukið eftirlit með rekstri ÁTVR. Ekkert er þó í frumvarpinu eða greinargerð þess um það hver eigi að sinna þessu eftirliti eða hver eigi að bera kostnaðinn af því.

Verða áfengisgjöld lækkuð eða innheimtu þeirra breytt?
FA ítrekar í umsögn sinni að áfengisgjöld – sem eru þau hæstu í hinum vestræna heimi – verði lækkuð og/eða innheimtu þeirra breytt til að gera þau minna íþyngjandi fyrir fyrirtæki í framleiðslu og innflutningi áfengis. Ætla má að slík breyting myndi styðja mjög við rekstur minni fyrirtækja í greininni.

Breytingin ekki hugsuð til enda

„Áform ráðherra eru góð, en í ráðuneytinu virðast áhrif breytingarinnar eða útfærsla ekki hafa verið hugsuð til enda.  Við teljum hættu á að breytingar, sem eingöngu beinast að afmörkuðum þáttum áfengismarkaðarins án þess að hafa heildarmyndina í huga, skapi ný vandamál varðandi jafnræði, samkeppni og rekstrarhæfi fyrirtækja á þessum markaði.

Við erum til í að taka þátt í vinnu við heildarendurskoðun á lagaumhverfi áfengismarkaðarins, með viðskiptafrelsi að leiðarljósi“

Segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA.

Umsögn FA um frumvarpsdrögin

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

Veira í tómatrækt í Evrópu

Birting:

þann

Tómatar

Matvælastofnun vill vekja athygli ræktenda garðyrkjuafurða, sér í lagi þeirra er rækta tómat og papriku, á því að nýlegur plöntusjúkdómur hefur greinst í nokkrum löndum Evrópusambandsins sl. mánuði. Um er að ræða vírus af ætt Tobamovírusa sem nefndur er Tomato Brown Rugose Fruit Virus (ToBRFV).

Fyrstu einkenna vírussins varð vart í Ísrael árið 2014 og var hann fyrst greindur í Jórdaníu árið 2015. Á síðasta ári hefur vírusinn greinst í u.þ.b. 6 löndum Evrópusambandsins, nú síðast í Frakklandi og er útbreiðsla hans á meginlandi Evrópu nokkuð hröð. Jafnframt hefur vírusinn greinst í Bandaríkjunum, Mexíkó og Tyrklandi.

Einkenni vírussins eru nokkuð almenn en lýsa sér gjarnan í mari, vanvexti og lýti á ávöxtum. Einnig getur orðið vart við gular og brúnar skellur á ávöxtum. Jafnframt geta svartir og dökkbrúnir blettir myndast á stöngli og laufum plantna.

Vírusinn dreifist helst með snertismiti. Slík smit geta stafað af samgangi, fatnaði, verkfærum og öðru því er kemst í beina snertingu við plöntur. Óvíst er hversu vel vírusinn dreifist með fræi en ekki er hægt að útiloka það. Nýlegar rannsóknir benda jafnframt til þess að vírusinn geti dreift sér með býflugum innan ræktunarstöðvar.

Matvælastofnun vill beina því til allra sem aðkomu eiga að ræktun garðyrkjuafurða að gæta ýtrustu smitvarna við umgang í tómata- og papríkurækt. Mikilvægt er að starfsfólk, sem og aðrir, viðhafi viðeigandi aðgát, smitvarnir og takmarki samgang milli ræktunarrýma og býla eins og kostur er. Stofnunin vísar á leiðbeiningar um viðeigandi smitvarnir í gróðurhúsum.

Matvælastofnun óskar eftir því að þeir sem greini smit hér á landi upplýsi stofnunina um það eins fljótt og auðið er.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

Ómerkt mjólk í “No Porkies” pylsum og “No Bull” bolognese

Birting:

þann

VEGAN No Bull Bolognese - VEGAN No Porkies Sausages

Matvælastofnun varar neytendur með mjólkurofnæmi- eða óþol við neyslu á “VEGAN No Bull Bolognese, 350 g” og “VEGAN No Porkies Sausages 8 pk” sem framleidd eru fyrir verslunarkeðjuna Iceland. Vörurnar gætu innihaldið mjólk án þess að það komi fram í innihaldsslýsingu. Innflutningsaðili vörunnar, Samkaup, hefur innkallað vörurnar af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.

Innköllunin nær til:

 • Vörumerki:  No Bull
 • Vöruheiti:  No Bull Bolognese
 • Framleiðandi:  Primel Gastronomie (fyrir Iceland UK)
 • Þyngd:  350 g
 • Geymsluskilyrði:  Frosið
 • Lotunúmer og dagsetningar:  Allar lotur og allar dagsetningar.
 • Strikamerkisnúmer:  3289470013049
 • Framleiðsluland:  Frakkland
 • Dreifing:  Allar verslanir Iceland (Arnarbakka, Engihjalla, Glæsibæ, Vesturbergi og Hafnarfirði)
 • Vörumerki:  No Porkies
 • Vöruheiti:  No Porkies Sausages
 • Framleiðandi:  Primel Gastronomie (fyrir Iceland UK)
 • Eining:  8 stk.
 • Geymsluskilyrði:  Frosið
 • Lotunúmer og dagsetningar:  Allar lotur og allar dagsetningar
 • Strikamerkisnúmer:  3289470012912
 • Framleiðsluland:  Frakkland
 • Dreifing:  Allar verslanir Iceland (Arnarbakka, Engihjalla, Glæsibæ, Vesturbergi og Hafnarfirði)

Neytendur sem hafa ofnæmi / óþol fyrir mjólk er bent á að neyta hennar ekki.  Þeir viðskiptavinir sem kunna að eiga þessar vörur geta skilað þeim og fengið endurgreitt í öllum verslunum Iceland.

Mynd: Aðsend

Lesa meira
 • World Bartender Day 24.02.2020
  Alþjóðlegur dagur Barþjóna Í dag 24 febrúar er alþjóðlegur dagur barþjóna. Að gefnu tilefni langar Viceman að senda kveðjur til allra barþjóna og óska þeim til hamingju með daginn.  Það er ótrúlega margt sem starf barþjónsins felur í sér. Að búa til drykki, dæla bjór, skenkja víni eða opna gosflösku er vissulega partur af starfinu enn […]
 • Alþjóðlegi Margarita dagurinn 22.02.2020
  Í dag þann 22 febrúar er hin alþjóðlegi margarita dagur haldin hátíðlegur.  Taka skal fram að dagurinn á alls ekkert skilt við flatbökuna með sem skartar sama nafni. Um er að ræða heimsfræga kokteilinn Margarita sem inniheldur í grunninn tekíla og margir telja að eigi uppruna sinn að rekja til Mexíkó. Uppruni alþjóðlega Margarita dagsins […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag