Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Bókin Íslenskir matþörungar tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2021

Birting:

þann

Fjöruverðlaunin - Logo

Fjöruverðlaunin voru afhent í fyrsta sinn vorið 2007 og hafa verið veitt árlega síðan.

Tilkynnt hefur verið hvaða bækur eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi. Dómnefndir hafa tilnefnt bækur í þremur flokkum: fagurbókmenntir, barna- og unglingabókmenntir sem og fræðibækur og rit almenns eðlis.

Íslenskir matþörungar

Íslenskir matþörungar opnar okkur heim ofurfæðunnar úr fjörunni, bókin er fyrir alla þá sem elska mat og matreiðslu, heilbrigði og útiveru, nýtingu og sjálfbærni í íslenskri náttúru.

Íslenskir matþörungar

Bókin Íslenskir matþörungar er tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2021 í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis.

Íslenskir matþörungar kom út í ágúst s.l., en í henni segir okkur allt um það hvernig við berum okkur að, bæði í tínslu og verkun á matþörungum sem við finnum í fjörunni allt í kringum Ísland en þess fyrir utan er hún einnig einstaklega falleg matreiðslubók.

Sjá einnig:

Íslenskir matþörungar – Ein af áhugaverðustu bókum þessa árs

Höfundar bókarinnar eru fjórir; land- og umhverfisfræðingurinn Eydís Mary Jónsdóttir, matreiðslumeistarinn Hinrik Carl Ellertsson, sagnfræðingurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir og loks ljósmyndarinn Karl Petersson. Bókin er því skiljanlega uppfull af fróðleik, sögu, uppskriftum og glæsilegum ljósmyndum.

Fjöruverðlaunin afhent í fyrsta sinn árið 2007

Fjöruverðlaunin voru afhent í fyrsta sinn vorið 2007 og hafa verið veitt árlega síðan. Verðlaununum er ætlað að vekja athygli á og hampa bókum kvenna. Í ljósi COVID-19 faraldursins og samkomutakmarka var horfið frá hefðundinni tilnefningahátíð en vonast er til að hægt verði að afhenda verðlaunin, samkvæmt venju, við hátíðlega athöfn í snemma árs 2021.

Eftirfarandi höfundar og bækur hluti tilnefningar:

– Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis

  • Íslenskir matþörungar – ofurfæða úr fjörunni eftir Eydísi Mary Jónsdóttur, Hinrik Carl Ellertsson, Karl Petersson og Silju Dögg Gunnarsdóttur
  • Konur sem kjósa: Aldarsaga eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur
  • Þættir úr sögu lyfjafræðinnar á Íslandi frá 1760 eftir Hilmu Gunnarsdóttur

– Í flokki barna- og unglingabókmennta

  • Sjáðu eftir Áslaugu Jónsdóttur
  • Iðunn og afi pönk eftir Gerði Kristnýju
  • Vampírur, vesen og annað tilfallandi eftir Rut Guðnadóttur

– Í flokki fagurbókmennta:

  • Aprílsólarkuldi eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur
  • Hetjusögur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur
  • Undir Yggdrasil eftir Vilborgu Davíðsdóttur

Rökstuðningur dómnefnda:

Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:

Íslenskir matþörungar, ofurfæða úr fjörunni eftir Eydísi Mary Jónsdóttur, Hinrik Carl Ellertsson, Karl Petersson og Silju Dögg Gunnarsdóttur

Íslenskir matþörungar, ofurfæða úr fjörunni, varpar ljósi á þann fjársjóð sem finnst við strendur Íslands. Bókin kynnir lesandann fyrir þeirri vannýttu matarkistu sem býr í fjörunni og kennir honum að þekkja matþörunga, safna þeim og matreiða.

Efni bókarinnar er komið vel til skila, ekki bara með aðgengilegum texta heldur er hún einnig ríkulega skreytt fallegum myndum sem gera bæði uppskriftum og leiðbeiningum um tínslu góð skil.

Bókin er góð og tímabær viðbót við þann bókaflokk sem fjallar um íslenska náttúru og nýtingu hennar og kynnir vannýtta auðlind einstaklega vel.

Rökstuðningur dómnefnda í öðrum flokkum er hægt að lesa með því að smella hér.

Bókina er hægt að kaupa hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Þórir Bergsson nýr rekstrarstjóri Snaps við Óðinstorg

Birting:

þann

Snaps Bistro við Óðinstorg

Snaps Bistro við Óðinstorg

Þórir Helgi Bergsson matreiðslumeistari hefur verið ráðinn rekstrarstjóri veitingastaðarins Snaps við Óðinstorg. Þórir er jafnframt eigandi sælkerabúðarinnar Bergsson við Óðinsgötu 8b í Reykjavík.

Þórir Helgi Bergsson

Þórir Helgi Bergsson

„Mjög spennandi verkefni og veitingastaður með þvílíka sigursögu sem þarf að hlúa að og viðhalda þrátt fyrir að snillingarnir sem stofnuðu staðinn séu farnir á önnur mið.“

Sagði Þórir í samtali við veitingageirinn.is og óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Mynd: facebook / Sælkerabúðin Bergsson og Snaps

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hvernig eru Mcdonald’s hamborgarnir gerðir? – Vídeó

Birting:

þann

Mcdonald's hamborgarar

Fyrir áhugasama þá er hér stuttmynd sem sýnir hvernig Mcdonald’s hamborgararnir eru gerðir ásamt öðrum réttum í hátækni matvælavinnslu í Bandaríkjunum.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hótel Laugar opnar – Raggi Ómars yfirkokkur

Birting:

þann

Hótel Laugar

Hótel Laugar

Hótel Laugar sem staðsett er á fallegum og kyrrlátum stað í Sælingsdal fyrir norðan umvafið fallegri náttúru, opnaði á ný í júní s.l. Við hótelið er náttúrulaug, Guðrúnarlaug sem kennd er við Guðrúnu Ósvífusdóttur sem hafði aðsetur að Laugum. Við hótelið er einnig frábær sundlaug með heitum pottum.

Hótelið býður upp á 22 herbergi með baðherbergjum en einnig eru í boði ódýrari kostur þar sem eru herbergi með sameiginlegri snyrtingu.

Nýlega var Harpa Einarsdóttir hótelstjóri í viðtali í þættinum Að Vestan hjá N4, þar sem hún sagði söguna af því hvernig hún datt inn í hótelreksturinn í Sælingsdal.

„Svo leggjum við ríka áherslu á hollan og góðan mat bæði í öllum máltíðum hjá okkur. Og okkur til aðstoðar í þessu erum við með hinn frábæra kokk Ragga Ómars.“

Sagði Harpa í samtali við veitingageirinn.is.

Ragnar Ómarsson

Ragnar Ómarsson

Um Ragnar Ómarsson

Ragnar Ómarsson útskrifaðist úr Hótel og Veitingarskóla Íslands árið 1994, en hann lærði fræðin sín á veitingastaðnum Glóðin í Keflavík.

Ragnar hefur stsarfað bæði sem yfirmatreiðslumaður og vaktstjóri á veitingastöðunum DOMO, SALT, Leikhúskjallaranum, Hótel Holt, Bristol Grill í Osló, Perlunni svo fátt eitt sé nefnt.

Ragnar er mikill keppnismaður og er margverðlaunaður matreiðslumaður, lenti í 2. sæti í “One world”-keppninni í Suður Afríka árið 2007. 2.sæti. Var Bocuse d´Or kandítat tvisvar sinnum árið 2005 og lenti í 5. sæti og árið 2009 og hreppti aftur 5. sætið.

Varð Matreiðslumaður Norðurlanda árið 2003 og hreppti titilinn Kokkur ársins árið og í 3. sæti árið 2002 í sömu keppni.

Ragnar hefur verið meðlimur í Íslenska landsliðinu í matreiðslu og þjálfari, silfur og bronz í Heimsmeistarakeppninni í Luxembourg, 2006. Bronz í “Scot Hot” í Glascow, 2005. Silfur og bronz í Ólympíuleikunum á Erfurt í Þýskalandi, 2004. Silfur og bronz á Heimsmeistarakeppninni í Luxembourg, 2002. Gullverðlaun í Seoul, Suður Kóreu, 2002. Silfur á “Scot Hot” in Glasgow, 2001 og silfur og bronz á Ólympíuleikunum í Erfurt Þýskalandi, 2001.

Matseðillinn sem verður í boði í sumar á Hótel Laugum (sem verður þó eitthvað aðeins sveigjanlegur):

Hótel Laugar

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið