Vertu memm

Bocuse d´Or

Bocuse d’Or úrslitakeppnin færist fram til júní 2021

Birting:

þann

Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson - Bocuse d´or Europe 2020

Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson frá Grillinu á Hótel Sögu keppir fyrir hönd Íslands.

Ákveðið hefur að Bocuse D’or úrslitakeppnin mun færast frá janúar 2021 fram til júní 2021 vegna yfirstandandi heimsfaraldri Covid-19.

Nú eru aðeins rúmlega þrjár vikur þar til að Ísland keppir í evrópska Bocuse d’Or, til að komast í úrslitakeppnina í Lyon.

Það er Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson frá Grillinu á Hótel Sögu sem keppir fyrir hönd Íslands.

Evrópumeistaramótið Bocuse d’Or 2020 fer fram dagana 15. til 16. október í Tallinn Eistlandi í höllinni Saku Suurhall. Matreiðslumenn frá 19 Evrópulöndum taka þátt í keppninni og sæti meðal tíu efstu tryggir þátttöku í úrslitakeppni Bocuse D’or sem haldin verður eins og áður segir, 1. – 2. júní 2021 í Lyon í Frakklandi.

Þjálfari Sigurðar er Þráinn Freyr Vigfússon, Bocuse d´Or keppandi 2010 og 2011, og aðstoðarmenn eru Gabríel Kristinn Bjarnason og Sigþór Kristinsson.

Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið