Vertu memm

Bocuse d´Or

Bocuse d´Or: Hugi Rafn Stefánsson – Viðtal

Birting:

þann

Hugi Rafn Stefánsson

Hugi Rafn Stefánsson

Hugi Rafn Stefánsson er einn af aðstoðarmönnum Bjarna Siguróla sem keppir fyrir hönd Íslands í Bocuse d´Or.

Hugi er 19 ára matreiðslunemi en hann byrjaði að læra fræðin sín 1. september 2017 á Vox á Nordica Hilton.

Hefur þú tekið þátt í keppnum?

Hef ekki sjálfur tekið þátt í keppni en ég var aðstoðarmaður Íslenska Kokkalandsliðsins í heilt ár og það var virkilega gaman að þau tóku gullið í Heitum réttum.

Veitingastaðir sem þú hefur starfað hjá?

Ég var aðstoðarmaður í eldhúsi á 101 harbor sem var við gömlu höfnina sumarið 2018 og svo fór ég á samninginn á VOX.

Hvernig hafa æfingarnar gengið fram að þessu?

Þær hafa gengið ágætlega. Mikill dagamunur á þessu en við erum búinn að vera að fullkomna keppni réttina og hefur það krafist töluverðra yfirlegu.  En síðustu æfingar hafa gengið mjög vel.

Hvað ertu núna að taka margar æfingar, til að mynda á viku?

Við æfum alla daga vikunnar. Annan hvern dag erum við tímaæfingar en hina dagana erum við að gera prufur, funda og æfa.

Hvernig stóð það til að þú varst aðstoðarmaður Bjarna?   

Bjarni var að leita að aðstoðarmanni og Snorri á Vox mælti með mér þar sem ég hafði töluverða reynslu eftir að hafa verið aðstoðarmaður Kokkalandsliðsins í heilt ár.

Hvernig fjármagnar þú fyrir keppnina, laun, ferðakostnað osfr.?  

Ég var svo heppinn að ég átti inni allt orlofið mitt sem ég notaði fyrir áramót, en núna eftir áramót þá hef ég verið launalaus en Vox hefur stutt við bakið með að gefa mér það frí sem ég hef þurft.  En það að vera launalaus skiptir í raun ekki máli þar sem sú reynsla sem ég er að fá er miklu meira virði en þau laun sem ég fer á mis við á meðan æfingum og keppni stendur yfir.  En allur ferðakostnaður er greiddur af styrktaraðilum.

Hvað er framhaldið hjá þér eftir Bocuse d´Or? 

Ég ætla að vinna að því að klára samninginn minn á VOX. Ég stefna á að í fríunum mínum að fara erlendis og öðlast reynslu sem ég get nýtt mér og reikna ég með að í sumar verði ég á Alinea í Chicago.

Áttu einhverjar fyrirmynd úr Íslenska veitingabransanum?

Það eru svo margir frábærir matreiðslumenn sem ég hef kynnst að ég á erfitt með að velja einhver einn.  Bjarni er að sjálfsögðu mikil fyrirmynd einnig er Viktor Örn Andrésson algjör snillingur og klárlega einn af okkar bestu matreiðslumönnum svo eru Þráinn Frey og Stulli menn sem ég met mikils. Snorri og Sóley á Vox hafa verið mér frábærir leiðbeinendur og hef ég lært virkilega mikið undir þeirra stjórn.

Af hverju fórstu að læra að verða matreiðslumaður?

Hef alltaf haft mikinn áhuga á matreiðslu. Man eftir í grunnskóla þá var ég að skjótast heim og elda kjúklingabringur með ostasósu í staðinn fyrir samloku með osti. Þegar ég var síðan aðstoðarmaður á 101 harbor þá gjörsamlega féll ég fyrir matreiðslunni, tók allar aukavaktir sem ég gat og það var í raun ekki aftur snúið.

Áhugamál: 

Matur matur og matur og svo Íshokkí en ég hef spilað íshokkí síðan ég var smá polli með Birninum og var síðust 3 árin í Undir 18 ára Landsliði Íslands.

Eitthvað sem þú vilt segja við matreiðslunema sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í veitingageirann?

Á þessu rúma ári sem ég er búinn að vera að læra hef ég haft mikinn áhuga og metnað og ég tel mig hafa sýnt af mér góðan vilja.  Tel ég að ef að nemi sem er að stíga sín fyrstu skref hefur áhuga og metnað og sýnir vilja þá er honum/henni allar dyr opnar. Einnig að ekki svekkja sig of mikið af mistökunum það er það besta sem þú gerir svo framarlega sem þú lærir af þeim.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið