Vertu memm

Bocuse d´Or

Bocuse d´Or: Hinrik Örn Lárusson – Viðtal

Birting:

þann

Hinrik Örn Lárusson

Hinrik Örn Lárusson

Viktor Örn Andrésson mateiðslumaður keppir fyrir hönd Íslands í Bocuse d´Or og honum til aðstoðar er Hinrik Örn LárussonBocuse d´Or keppnin fer fram dagana 24. og 25. janúar 2017 samhliða Sirha sýningunni í Lyon í Frakklandi og keppir Viktor miðvikudaginn 25. janúar.

Hinrik er matreiðslunemi á öðru ári og lærir fræðin sín á Grillinu á Hótel Sögu.  Hinrik er mikill keppnismaður og á framtíðina fyrir sér, hann hreppti titilinn Matreiðslunemi ársins 2015 eftir sigur á Íslandsmóti matreiðslu- og framreiðslunema.  Sigraði grillhátíðina Kótilettan 2016 í flokki fagaðila svo fátt eitt sé nefnt.

Sjá einnig: Þessi hrepptu titilinn matreiðslu- og framreiðslunemar ársins 2015

Hvernig hafa æfingarnar gengið fram að þessu?
Æfingar ganga vel, maður er alltaf smá hægur af stað eftir sumarið á meðan maður kúplar sig inn í keppnis gírinn.  En það er allt á réttri leið og við erum á góðum stað.

Hvað ertu núna að taka margar æfingar, til að mynda á viku?
Við erum að taka 6 æfingar á viku mánudag til laugardags, eins og staðan er núna.  Það er nauðsynlegt að taka einn hvíldardag.

Hvernig stóð það til að þú varst aðstoðarmaður Viktors?
Ég var annar aðstoðar maður hjá Sigurði Helgasyni þegar hann keppti í Bocuse d’Or.  Þannig komst ég inn á kortið hjá Viktori þegar hann var að velja sér aðstoðarmenn.

Hvernig fjármagnar þú fyrir keppnina, laun, ferðakostnað osfr.?
Ég sparaði pening fyrir keppnina þar sem við erum ekki á launum og augljóslega náum ekki að vinna með æfingum.  Að mínu mati er þetta besta fjárfesting í sjálfum mér sem ég gæti gert í þessu fagi.

Fleira tengt efni hér.

Hvað er framhaldið hjá þér eftir Bocuse d´Or?
Eftir Bocuse d’Or heldur bara námið áfram og stefni ég að útskrifast vorið 2018.

Áttu einhverjar fyrirmyndir úr Íslenska og erlenda veitingabransanum?
Fyrirmyndin mín á Íslandi er að sjálfsögðu enginn annar en Viktor Örn Andrésson eða eins og ég kýs að kalla hann „Pabbi“. Á erlendu sviði myndi ég segja Rasmus kofoed, yfirkokkur á Geranium í Danmörku.

Af hverju fórstu að læra að verða matreiðslumaður?
Ég var mjög ungur þegar ég vildi vera kokkur, ég bjó á hóteli út í sveit sem hét Hótel Hekla, en þar byrjaði maður 11 ára i uppvaskinu og að hjálpa til.  Þá strax ákvað ég að þetta er það sem mig langaði að gera.

Eitthvað sem þú vilt segja við matreiðslunema sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í veitingageirann?
Fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í matreiðslunámið hef ég bara eitt að segja: heimskur maður lærir af mistökum sínum, gáfaður maður lærir af mistökum annarra.

Segir Hinrik að lokum í samtali við veitingageirinn.is og óskum við honum alls hins besta og góðs gengis í Bocuse d´Or.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið