Vertu memm

Bocuse d´Or

Bocuse d´Or 2021: Ísland í 4. sæti – Verðlaun fyrir besta kjötréttinn

Birting:

þann

Bocuse d´Or 2021 - Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, Gabríel Kristinn Bjarnason, Þráinn Freyr Vigfússon - Úlfar Úlfarsson og Micaela Ajanti

Ísland fékk verðlaun fyrir besta kjötréttinn

Nú rétt í þessu voru úrslitin kynnt í Bocuse d´Or 2021 við hátíðlega athöfn í Lyon í Frakklandi, en keppnin fór fram í gær 26. september og í dag 27. september og úrslitin urðu:

1. sæti – Frakkland

2. sæti – Danmörk

3. sæti – Noregur

Bocuse d´Or 2021 - Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, Gabríel Kristinn Bjarnason

Ísland hreppti 4. sætið og einungis 3 stig voru á milli Noreg og Ísland. Það var Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson sem keppti fyrir Íslands hönd og honum til aðstoðar var Gabríel Kristinn Bjarnason og þjálfari var Þráinn Freyr Vigfússon. Þeim til aðstoðar voru Úlfar Úlfarsson og Micaela Ajanti.

Til gamans má geta að faðir Gabríels er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður og faðir Úlfars er Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari.

Bocuse d´Or 2021 - Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, Gabríel Kristinn Bjarnason

Bocuse d´Or 2021 - Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, Gabríel Kristinn Bjarnason

Sérstök verðlaun voru veitt í keppninni:

Besti „take away“ forrétturinn: Svíþjóð

Besti kjötrétturinn: Ísland

Besti aðstoðarmaðurinn: Manuel Hofer frá Sviss

Bocuse d´Or 2021 - Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, Gabríel Kristinn Bjarnason

Bocuse d´Or 2021 - Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, Gabríel Kristinn Bjarnason

Bocuse d´Or 2021 - Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, Gabríel Kristinn Bjarnason

Bocuse d´Or 2021 - Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, Gabríel Kristinn Bjarnason - Sturla Birgisson

Lýsing á réttum Sigurðar

„take away“ theme: After a trip to a biodynamic tomato and self circled farm, with 20 varieties of cherry tomatoes we finally did know what we wanted to achieve with our tomato courses, To let the pure flavour and texture of the tomato shine through with out too much of complicated work, served in a take away box designed by us to honour all chefs and restaurants worldwide during the hard covid times.

„theme on a platter“: For this theme we wanted to let the beef it self shine through as well we did want to use typical Icelandic ingredients, since we are a bit isolated in our island in the north atlantic and the weather is ever changing we really need to use our vegetables and greens well during the season, so we did choose some almond potatoes and celeriac as our garnish, something that is typical for Iceland

Íslenskur dómari

Bocuse d´Or 2021 - Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, Gabríel Kristinn Bjarnason - Sturla Birgisson

Sturla Birgisson

Hvert þátttökuland á fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og Sturla Birgisson matreiðslumeistari dæmdi fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi.

Bocuse d´Or akademían á Íslandi er hópur fyrrverandi keppenda sem heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni.

Löndin sem kepptu og tímasetningar:

23 þjóðir kepptu til úrslita eftir að hafa farið í gegnum undankeppni í sínum heimsálfum.

Úrslitakeppni Bocuse d´Or 2021

Keppnin í hnotskurn

Íslenska kynningarmyndbandið

Innilega til hamingju með glæsilegan árangur.

Myndir: Bocusedor.com

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Bocuse d´Or

Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi?

Birting:

þann

Leitin er hafin að næsta keppanda í Bocuse d´Or matreiðslukeppnina.

Umsóknarfrestur er til 4. október 2021. Áhugasamir sendið mail á [email protected]

Bocuse d´Or Evrópa fer fram í Budapest í mars 2022.

Þar munu tuttugu keppendur frá jafnmörgum Evrópulöndum keppa um að komast til Lyon í janúar 2023.

Hæfniskröfur:

Hafa keppt í matreiðslukeppnum áður.
Brennandi áhugi og metnaður á matreiðslu.

Það sem umsækjandinn þarf að gera:

Finna sér aðstoðarmenn (sá sem er í búrinu má ekki vera 22 á árinu 2023)
Hanna og þróa æfingaplan (keppandi æfir í Fastus og allt hráefni er kostað af Bocuse d´Or Akademíunni).
Velja sér þjálfara.

Í verðlaun fyrir þann sem vinnur forkeppni Bocuse d´Or á Íslandi:

500 þúsund króna styrkur fyrir hönnunn og smíði á keppnis fati.
150.000 kr úttektarheimild í Fastus.
Æfingagallar frá Kentaur.
Hönnun og form frá merkingu að upphæðinni 1.milljón krónur.
Fær fullann stuðning og aðgang að Bocuse d´Or Akademíu Íslands, auk þess að gerast meðlimur í Bocuse d´Or Akademíu Íslands.

Lesa meira

Bocuse d´Or

Það styttist í herlegheitin – Sigurður Laufdal keppir 27. sept. í Bocuse d´Or – Sjáðu kynningarmyndbandið hér

Birting:

þann

Sigurður Laufdal keppir hér á Bocuse d´Or 2013

Úrslitakeppni Bocuse d´Or 2021 verður haldin 26. og 27. september næstkomandi í Lyon í Frakklandi.

Það er Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson sem keppir fyrir hönd Íslands. Aðstoðarmaður Sigurðar er Gabríel Kristinn Bjarnason og þjálfari er Þráinn Freyr Vigfússon.

Þeim til aðstoðar eru Úlfar Úlfarsson og Micaela Ajanti. Til gamans má geta að faðir Gabríels er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður og faðir Úlfars er Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari.

Undankeppni Bocuse d´Or var haldin í Tallinn Eistlandi 15. og 16. október 2020, en þar kepptu alls 18 lið og einungis 10 lönd sem komust áfram.

Sigurður tryggði Íslandi sæti í úrslitakeppni Bocuse d´Or og lenti í 4. sæti, en úrslitakeppnin verður haldin eins og áður segir í Lyon í Frakklandi.

23. lönd keppa til úrslita í Lyon 26. og 27. september 2021 og Sigurður Laufdal keppir 27. september og er í fimmta eldhúsi í keppninni.

Hér er röð keppenda og tímasetningar:

Úrslitakeppni Bocuse d´Or 2021

Bocuse d’Or er allra virtasta matreiðslukeppni sem haldin er í heiminum og verið haldin síðan 1987 og komast færri þjóðir að enn vilja. 24 þjóðir fá keppnisrétt eftir að hafa sigrað forkeppni úr sinni heimsálfu og fimm efstu sætin í sjálfri Bocuse d’Or keppninni tryggja þeim þjóðum sjálfkrafa keppnisrétt í næstu keppni. Bocuse d’Or er oft kölluð hin eina sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu.

Íslendingar hafa verið með frá 1999 og er árangur þeirra vægast sagt glæsilegur og sýnir tölfræðin að Íslendingar eru í hópi 6 bestu þjóða í heiminum í matreiðslu.

1999 fór Sturla Birgisson sem frumkvöðull fyrir Íslands hönd og náði þar fimmta sætinu sem er glæsilegur árangur í fyrstu keppni sem Íslendingar eru með og ruddi þar veginn fyrir næstu keppendur með reynslu og þekkingu á Bocuse d’Or. Sturla er dómari fyrir hönd Íslands í keppninni.

Kynningarmyndband

Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.

 

Lesa meira

Bocuse d´Or

Ísland í 4. sæti í Evrópukeppni Bocuse d’Or 2020 – Ísland með besta fiskréttinn

Birting:

þann

Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari, Gabríel Kristinn Bjarnason aðstoðarmaður, Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson Bocuse d´Or keppandi og Sturla Birgisson dómari.

F.v. Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari, Gabríel Kristinn Bjarnason aðstoðarmaður, Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson Bocuse d´Or keppandi og Sturla Birgisson dómari.

Evrópukeppni Bocuse d´Or var haldin í Tallinn Eistlandi í gær og í dag 15. og 16. október 2020. Alls kepptu 18 lið og einungis 10 lönd sem komust áfram.

Ísland tryggði sér sæti í úrslitakeppni Bocuse d´Or og lenti í 4. sæti, en úrslitakeppnin verður haldin í Lyon í Frakklandi í júní 2021.

Það var Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson sem keppti fyrir hönd Íslands. Aðstoðarmaður Sigurðar var Gabríel Kristinn Bjarnason og þjálfari var Þráinn Freyr Vigfússon.

Úrslitin í Evrópukeppni Bocuse d´Or 2020:

1. sæti – Noregur – 1993 stig

2. sæti – Danmörk – 1962 stig

3. sæti – Svíþjóð – 1960 stig

4. sæti – Ísland – 1905 stig

5. sæti – Finnland – 1902 stig

6. sæti – Frakkland – 1851 stig

7. sæti – Eistland – 1843 stig

8. sæti – Sviss – 1803 stig

9. sæti – Ungverjaland – 1777 stig

10. sæti – Ítalía – 1679 stig

Besti aðstoðarmaðurinn – Anni PERÄKYLÄ

Besti fiskrétturinn – Ísland

Besti kjötrétturinn – Frakkland

Fréttin verður uppfærð

Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.

 

Mynd: aðsend

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið