Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Bláuggatúnfiskurinn snýr aftur – Fagfólki er boðið

Birting:

þann

Fylgist með kaítaímeistaranum Nobuyuki Tajiri skera túnfiskinn

Fylgist með kaítaímeistaranum Nobuyuki Tajiri skera túnfiskinn

Það komust færri að en vildu síðast þegar risavaxinn heill bláuggatúnfiskur mætti á veitingastaðinn Sushi Social ásamt japanska kaítaímeistaranum Nobuyuki Tajiri.

Tajiri snýr nú aftur á veitingastaðinn með annan heilan fisk í farteskinu og verður sannkölluð túnfiskveisla á Sushi Social dagana 22. – 26. janúar. Þá daga geta gestir gætt sér á réttum af sérstökum túnfisksmakkseðli eða pantað sér einstaka túnfiskrétti af matseðlinum.

Tajiri er mikils metinn innan veitingabransans um allan heim og er talinn einn fremsti túnfiskskurðarmeistarinn en hann starfar á veitingastaðnum Belfagó í Barcelona. Hann mun skera fiskinn niður eftir öllum kúnstarinnar reglum til að nýta megi fiskinn sem best svo sem flestir gestir Sushi Social geti notið.

Fagfólki boðið

Fagfólki er einnig boðið að vera viðstatt og þiggja veitingar á veitingastaðnum þegar Tajiri sker fiskinn niður en skurðurinn fer fram miðvikudaginn 22. janúar klukkan 17:00.

Frekari upplýsingar um Túnfiskfestival Sushi Social og borðapantanir má finna inni á www.sushisocial.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið