Vertu memm

Bocuse d´Or

Bjarni keppir á morgun 11. júní

Birting:

þann

Evrópuforkeppni Bocuse d´Or 2018

Frá vinstri; Bjarni Siguróli Jakobsson, Sturla Birgisson dómari, Ísak Þorsteinsson aðstoðarmaður Bjarna og Viktor Örn Andrésson þjálfari Bjarna.

Eins og kunnugt er þá verður Evrópuforkeppni Bocuse d´Or matreiðslukeppninnar haldin í Turin á Ítalíu dagana 11. – 12. júní næstkomandi.

Það er Bjarni Siguróli Jakobsson matreiðslumaður sem keppir fyrir hönd Íslands.  Þar munu fulltrúar 20 Evrópuþjóða keppa um 12 sæti í aðalkeppnina í Lyon í Frakklandi í janúar 2019. Tuttugu og fjórar þjóðir fá keppnisrétt í Lyon eftir að hafa unnið forkeppni í sinni heimsálfu.

Bjarni Siguróli er mikill keppnismaður en hann hreppti titilinn Kokkur Ársins 2012 og náði öðru sæti í keppninni Matreiðslumaður Norðurlanda 2013.

Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkra mánuði og rúmt tonn af eldhúsáhöldum og tækjum hefur verið sent til Turin. Þjálfari Bjarna er Viktor Örn Andrésson, bronshafi og Bocuse d´Or keppandi 2017, og aðstoðarmaður er Ísak Þorsteinsson.

Evrópuforkeppni Bocuse d´Or 2018

Bjarni á síðustu æfingu sinni fyrir keppnina.

Bjarni þriðji í eldhúsið

Bjarni er þriðji keppandinn í eldhúsið í Turin, á morgun mánudaginn 11. júni og byrjar hann að keppa klukkan 09:50 að staðartíma.

Forréttur Bjarna verður borinn á borð fyrir dómnefndina klukkan 14:50 og kjötrétturinn klukkan 15:25. Hvert þátttökuland á fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og mun Sturla Birgisson dæma fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi. Seinni part Þriðjudagsins 12. júní munu úrslitin liggja fyrir. Bocuse d´Or akademían á Íslandi er hópur fyrrverandi keppenda sem heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni.

Góður árangur Íslendinga í Bocuse d´Or

Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti Íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en besta árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 þar sem þeir hrepptu bronsverðlaunin.

Veitingageirinn.is verður á fréttavaktinni og fylgist vel með og færir ykkur fréttir í máli og myndum.

Myndir: Þráinn Freyr Vigfússon

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið