Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Bjarni eldaði djúsí steik fyrir youtubestjörnuna Ryan Trahan – Vídeó

Birting:

þann

Ryan Trahan og Bjarni Sigurðsson

Ryan Trahan og Bjarni Sigurðsson

Youtubestjarnan Ryan Trahan var staddur hér á Íslandi nú fyrir stuttu, en Ryan er með tæp 4 milljón fylgjendur á Youtube rásinni sinni.

Ryan hafði samband við Bjarna Sigurðsson matreiðslumeistara sem starfar nú á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem yfirmatreiðslumeistari og forvitnaðist hjá honum um Elliðaey í Vestmannaeyjum, en Bjarni hafði þá birt myndband árið 2017 af húsinu í Elliðaey sem er kallað í daglegu máli einmanalegasta hús heims eða Loneliest House.

Ryan spurði Bjarna hvort hann gæti sýnt sér eyjuna og var það auðsótt mál hjá Bjarna og bauð honum í leiðinni að elda djúsí steik á eyjunni fyrir Ryan.

Myndbandið með Ryan er hægt að horfa á hér að neðan, sjón er sögu ríkari:

Fleiri myndir frá ferðinni hér hægt að skoða með því að smella hér.

Mynd: Instagram / basiphoto

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið