Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Birgir Bieltvedt kaupir helmingshlut í Gló | Stefnt að því að opna fleiri Gló veitingastaði

Birting:

þann

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu.  Í dag rekur Gló þrjá staði, Listhúsinu í Laugardal, á mótum Laugavegs og Klapparstígs og í Hafnarborg í Hafnarfirði.  Stefnt er að því að opna fleiri Gló veitingastaði í Reykjavík og á Akureyri ásamt því að opna staði erlendis.

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá staði, Listhúsinu í Laugardal, á mótum Laugavegs og Klapparstígs og í Hafnarborg í Hafnarfirði. Stefnt er að því að opna fleiri Gló veitingastaði í Reykjavík og á Akureyri ásamt því að opna staði erlendis.

Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og kona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. Veitingastaðir keðjunnar eru þrír samtals en stefnt er að þvi að opna einn til tvo nýja staði á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að gera sérleyfissamning fyrir merkið á Akureyri, að því er fram kemur á vb.is.

Þegar horft er til lengri tíma er stefnt að því að opna Gló veitingastað erlendis og þá er horft á skandínavískan og bandarískan markað. Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson, eða Solla og Elli eins og þau eru flestum kunn, eiga áfram fyrirtækið með nýjum fjárfestum.

Yfirkokkur á Gló er Eyþór Rúnarsson.

 

Mynd: Skjáskot af google korti.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið