Vertu memm

Starfsmannavelta

Benti á kjarasamningsbrot og var tekin af vaktaplani | Anna: „Ef þú ferð að berjast fyrir réttindum þínum, þá er þér hent út.“

Birting:

þann

Messinn

„Það var æðislegt að vinna með þessu fagmannlega starfsfólki. Ég lærði ofboðslega mikið um matreiðsluiðnaðinn af því að vinna þarna og vandamálunum sem starfsfólk í honum þarf að kljást við. En ég sá líka hvernig eigendur fóru með starfsfólkið, sem ósýnilega framleiðendur peninga. Eini áhugi eigenda er hagnaður með öllum tiltækum ráðum.“

Svona lýsir Anna Marjankowska vinnu sinni hjá Messanum á Lækjargötu í ítarlegri umfjöllun um málið á stundin.is.

Anna vann þar frá febrúar til desember árið 2018 og gegndi þar stöðu trúnaðarmanns Eflingar, en hún segist hafa átt fullt í fangi á þeim vinnustað. Hún varð vitni að ýmsum kjarasamningsbrotum; laun voru lægri en kjarasamningar kveða á um, vinnuhlé voru virt að vettugi og vinnuaðstæðum starfsfólksins mjög ábótavant.

Anna segist hafa þurft að þola hótanir frá yfirmönnum, en á endanum fékk starfsfólkið ráðningarsamninga og laun sem fylgdu kjarasamningum. Starfsfólkið tók eftir að laun hækkuðu sjáanlega. En Anna var tekin út fyrir sviga og tekin af vaktaplaninu.

„Ef þú ferð að berjast fyrir réttindum þínum, þá er þér hent út.“

„Þetta er sígilt bragð, að fjarlægja „vandræðagemlinginn“ úr hópnum.  Ef þú ferð að berjast fyrir réttindum þínum, þá er þér hent út.“

segir hún í samtali við Stundina.  Það sem tók við voru löng málaferli þar sem kjaradeild og lögmenn Eflingar börðust fyrir vangoldnum launum hennar og fleira samstarfsfólki hennar.

Í apríl síðastliðnum endaði málið með dómsátt, en Messinn sættist á að borga Önnu og tveimur samstarfsmönnum hennar rúmlega þrjár milljónir í vangoldin laun.

Viðtalið er hægt að lesa í heild sinni hér.

Mynd: Smári / veitingageirinn.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Starfsmannavelta

Fyrrum starfsmenn Messans: „Við fengum ekki aur úr þeirri sölu“

Birting:

þann

Messinn

Messinn er lítill sjávarréttarstaður sem sérhæfir sig í fersku sjávarfangi

Fyrrum starfsmenn Messans sem ekki hafa fengið greidd laun frá fyrri eigendum veitingastaðarins hafa sent frá sér tilkynningu.

Á föstudaginn s.l. keypti veitingamaðurinn Tómas Þóroddsson Messann í Lækjargötu og strax daginn eftir urðu mótmæli fyrir utan Messann sem endaði á því að staðnum var lokað um kvöldið að sökum mótmælanna.

Sjá einnig:

Nýr eigandi opnar Messann í Lækjargötu

Messanum lokað eftir mótmæli

Tilkynningin er birt hér óbreytt frá fyrrum starfsmönnum Messans:

„Það eru nú komnir fjórir mánuðir síðan launin okkar, starfsfólk Messans, hefðu átt að vera greidd út. Veitingastaðurinn hefur núna verið seldur nýjum eiganda. Við fengum ekki aur úr þeirri sölu.

Tómas Þóriddsson nýr eigandi staðsins er sáttur við að nýtja nafn og góða orðspor Messinanns, sem við bygðum með ógreiddrum launum vinnu okkar, en neitar að taka ábyrgð á ágreiddum launum. Engin okkar, sem vann hörðum höndum við að gera Messann að frábærum stað og erum enn að bíða eftir laununum okkar, hefur verið boðið aftur í vinnu af nýjan eigandanum.“

Tómas hafnar því í samtali við dv.is að bera nokkra ábyrgð á meintum vangoldnum launum og þykir miður að reiði starfsmannanna fyrrverandi beinist í hans átt.

Mynd: facebook / Messinn

Lesa meira

Starfsmannavelta

Loka um 400 Starbucks stöðum og opna 300 nýja í staðinn

Birting:

þann

Starbucks - Starbuckskeðjan

Starbucks býður upp á fjölbreytt bakkelsi

Starbuckskeðjan hefur opnað aftur eftir að hafa lokað fleiri hundruð stöðum vegna kórónuveirunnar. Nú standa yfir breytingar hjá fyrirtækinu þar sem viðskiptavinir munu sjá meira af stafrænni upplifun.

Fyrirtækið tilkynnti nú á dögunum að á næstu 18 mánuðum munu umfangsmiklar breytingar standa yfir, að því er fram kemur á mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.

Samkvæmt yfirlýsingu frá forstjóra Starbucks, Kevin Johnson, felur tillagan í sér að loka um 400 verslunum og opna 300 nýjar í staðinn þar sem áherslan er sniðin að þörfum viðskiptavinarins eftir heimsfaraldurinn.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Starfsmannavelta

Texture lokar fyrir fullt og allt við Portman stræti í London

Birting:

þann

Texture restaurant

Texture

Veitingastaðurinn Texture mun ekki opna aftur samkvæmt lista frá tímaritinu „The Handbook„, undir yfirskriftinni „Veitingastaðirnir sem munu ekki opna aftur eftir að hafa lokað“.

Texture lokaði 18. mars s.l. vegna kórónu faraldursins.

Agnar Sverrisson eigandi Texture sagði í samtali við Hafliða Halldórsson í öðrum þætti Máltíðar, að óvíst væri um framtíð Texture við Portman stræti í London þar sem leigusamningurinn rennur út í desember næstkomandi. „Ég er hvergi nærri hættur“, sagði Sverrir að lokum í viðtalinu:

Skemmtilegt viðtal við Agga í nýjum þætti Máltíðar

Agnar hefur verið að undanförnum árum verið ráðgjafi hjá ýmsum veitingastöðum og fyrirtækjum hér á Íslandi.

Mynd: texture-restaurant.co.uk

Lesa meira
  • Jim Beam Black í kakó 17.06.2020
    Jim Beam Black og Kakó 30 ml Jim Beam BlackFyllt með kakóToppað með rjóma Tækni: Blandað beint Glas: ÚtilegubolliSkreyting: Súkkulaði spænir Aðferð:  Jim Beam Black og kakó er hellt beint í bolla eða glas og hrært saman. Rjóminn settur ofaná og súkkulaði spænir stráð yfir. Frábær drykkur í útileguna! Ert þú að fylgja Viceman Instagram og Facebook?Fróðleikur, uppskriftir og […]
  • Hvað er Bourbon? 14.06.2020
    Árlega er Bourbon dagurinn haldin hátíðlegur þann 14 júní. Í fyrstu voru það aðeins Bandaríkjamenn sem héldu hann hátíðlegan enn á síðustu árum hafa unnendur Bourbon tekið þátt í að halda daginn hátíðlegan enda er Bourbon á mikilli vinsældar siglingu. Hvað er bourbon? Bourbon er tegund af Amerísku viskí og er talið að viskíið dragi […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag