Vertu memm

Markaðurinn

Belsazar – hágæða vermúðar eru lentir

Birting:

þann

Óhætt er að segja að bylting með vermúða hafi átt sér stað.  Belsazar kom eins og ferskur andvari á markað þar sem vermúðar hafa lengi setið aftarlega í hillum og safnað ryki! Koma Belsazar blæs á alla fordóma fyrir vermúðum og kokteilbarþjónar heimsins kinkuðu samtaka kolli og sendu upp þumalinn.

Hvað er vermúð ??

Vermúðar eiga sér langa sögu síðan 1786 og eru styrkt vín sem eru krydduð með alls konar jurtum s.s rótum, berki, blómum, fræjum, jurtum og kryddum. Vermúðar eru lágir í áfengisprósentu, frá 15-22% og gefa kokteilum einstaka dýpt í bragði!

Frægir drykkir með vermúðum: Þurr vermúð er notaður í Martini og rauður vermúð er notaður í Negroni sem gefur drykkjunum sinn einstaka sjarma.

Hágæða framleiðsla

Belsazar vermúðar eru framleiddir með vínum frá Svartaskógs svæðinu í Suður-Baden í Þýskalandi. Bætt með ávaxtabrandí og viðbættu jurtaseyði frá malurt sem gefur því aukið flækjustig. Belsazar hefur breytt því hvernig fólk hugsar um vermúða og það er sláandi hvað Belsazar bragðast ólíkt hinum hefðbundnu vermúðum. Galdurinn felst í meskjun jurtanna, gæði vínanna (Zehringer vínframleiðslan sem er nálæg og framleiðir Gutedel og Spatburgunder rosé) og ávaxtabrandí frá Schladerer heimsveldinu ásamt því að þeir nota ávaxtasykurinn úr vínberjunum. Vínið er síað hægt og geymt í stein-ámum. Þessir vermúðar eru ekki oxaðir og fara ekki í viðartunnur. Handverks nálgunin er ekki ódýr framleiðsluaðferð en þegar maður hefur kynnst Belsazar vermúðum er erfitt að snúa tilbaka.

Belsazar tegundir eru fjórar Dry, Red, Rosé og White en til að byrja með verða tvær tegundir fáanlegar á Íslandi, Dry og Red.

Belsazar Red

Vermúð sem er fullkominn fyrir Negroni eða Manhattan kokteil. Jafnvel að hella því yfir klaka fyrir ljúffengan drykk með ostahlaðborði. Belsazar er einstakur vermúð. Aðeins hágæða, svæðisframleidd vín frá Svartaskógshéruðum í suðurhluta Baden í Þýskalandi eru notuð í framleiðslu. Belsazar Red er unnið úr ríkulegu og göfugu Pinot Noir og Muskateller vínum. Það hefur flókinn ilm. Til að smakka færðu vanillu, rauð ber, sykraðar appelsínur, biturt súkkulaði, múskat, kanil og negul. Bragðtegundirnar renna saman til að skilja eftir sig langvarandi sætan keim í munni.

Belsazar Dry

Belsazar Dry Vermouth er klassískur þurr vermúð. Hann hefur ilm af jaffakökufyllingu, þurrkuðum apríkósum, hunangi og hvítum þrúgum ásamt appelsínuberki og kanil. Þurrt og svolítið beiskt kínínbragð og keimur af kóríander, biturri appelsínu, sítrónuberki og róandi kamillu. Eftirbragðið er beiskt frá malurt og keimur af hlýjum kryddum.

Við spáum því að næsta sumar verði Belsazar með gæða tónik vinsæll drykkur eftir vinnu.

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið