Vertu memm

Keppni

Pol Deschepper sigraði heimsmeistarakeppni í súkkulaði í Frakklandi

Birting:

þann

World Chocolate Masters - Logo

Ágúst Fannar Einþórsson er tvítugur bakari og er að læra konditori á Skagen í Danmörku á hótelinu Ruths. Hann fór með einum keppanda hótelsins honum Brian Brockner að keppa í heimsmeistarakeppninni í súkkulaði.

Fréttamaður spurði Ágúst meðal annars um úrslitin:

“Brian Brockner endaði i 11 sæti og sá sem vann kom frá belgíu og heitir Pol Deschepper en hann vann þetta með miklum yfirburðum, sagði Ágúst og bætti við: það er fjöldinn allur af myndum frá keppninni og undankeppninni á heimasíðunni www.worldchocolatemasters.com og ég mæli sérstaklega með myndunum frá danmørku og ljóninu sem Kaj Carsten gerði”.

Karl Viggó Vigfússon - World Chocolate Masters 2005

Karl Viggó Vigfússon (t.v.)

Þess ber að geta að í keppninni var einn íslenskur keppandi og ættu flestir að þekkja hann en það var Karl Viggó Vigfússon frá Guldbageren Brandrupdam, Kolding. Hann sést hér í viðtali við einn af umsjónarmönnum keppninnar.

Þetta er í ellefta skiptið sem slík keppni og sýning er sett upp og stóð hún dagana 22-25 október 2005.

Hafliði Ragnarsson - World Chocolate Masters 2005

Hafliði Ragnarsson lengst til vinstri

Og síðast en ekki síðst þá var enginn annar en Hafliði Ragnarsson bakari og Chocolatier einn af dómurum í keppninni. Hann er hér að ræða við keppendann Kim Rasmussen sem er að útskýra fyrir dómurum sýningargripin sinn sem er að sjálfsögðu gert úr súkkulaði.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið