Vertu memm

Starfsmannavelta

Bakarinn Ágúst Einþórsson selur hlut sinn í Brauði & Co

Birting:

þann

Brauð & Co

Bakarinn Ágúst Einþórsson hefur selt 13% hlut sinn í bakarínu Brauði & Co til meðstofnenda sinna, þeirra Birgis Þórs Bieltvedt og Þóris Snæs Sigurjónssonar.

Ágúst mun áfram starfa hjá bakaríinu en mest átti hann 18% hlut í fyrirtækinu, að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag.

„Þetta er búið að ganga vel og ég held að þetta sé góður tími til þess að selja bréfin. Persónulega held ég að þetta sé rétt skref fyrir mig og á sama tíma tel ég að þetta sé rétt skref fyrir Brauð & Co,“

segir Ágúst í blaðinu. Einnig segir Ágúst að breytingin muni ekki hafa nein áhrif á rekstur Brauð & Co.

Mynd: facebook / Brauð & Co

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið