Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Bakarí á Selfossi lokar og sex missa vinnuna

Birting:

þann

Almar bakari - Opnunarteiti - Nóvember 2015

Hjónin og eigendurnir Almar Þór Þorgeirsson og Ólöf Ingibergsdóttir

„Já, því miður, við erum að fara að loka því við erum að missa húsnæðið okkar á Selfossi,“

segir Almar Þór Þorgeirsson í samtali við visir.is en hann er bakari og eigandi Almarsbakarís á Selfossi sem lokar um næstu mánaðamót.

„Leigusalarnir voru ekki tilbúnir að halda þessu samstarfi áfram því þeim fannst bakaríið ekki nógu flott. Það missa sex manns vinnuna en vonandi getum við tekið einhverja yfir í bakaríið okkar í Hveragerði.“

Sjá einnig: Almar bakari opnar nýendurbætt og stærra bakarí

Á vef visir.is kemur fram að Almar rekur einnig bakarí í Sunnumörk í Hveragerði en bakaríið á Selfossi er staðsett í Krónuhúsinu beint á móti Ráðhúsi Árborgar við Austurveginn.

„Við viljum endilega vera áfram á Selfossi en höfum ekki fundið neitt hentugt húsnæði. Það virðist vera mikill skortur á slíku húsnæði á staðnum. Húsið sem við leigjum í dag er um 220 fermetrar og erum við að borga um 414 þúsund í leigu á mánuði,“

bætir Almar við.

Greint frá á visir.is.

Fleira tengt efni:

[feed url=“https://veitingageirinn.is/tag/almar-bakari/feed/“ number=“4″ ]

 

Mynd: af facebook síðu Almarsbakarís

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið