Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Axel opnar níunda staðinn í miðausturlöndunum

Birting:

þann

Bouchon Bakery - Axel Þorsteinsson

Hér má sjá Axel Þorsteinsson (aftast fyrir miðju) við formlega opnun Bouchon Bakery.
Mynd: facebook / Thomas Keller

Nú á dögunum opnaði nýtt Bouchon Bakery í verslunarmiðstöðinni Galleria Al Maraya í Abu Dhabi.

Axel Þorsteinsson

Axel Þorsteinsson
Mynd: Instagram / axelth

Bouchon Bakery keðjan er í eigu stjörnukokksins Thomas Keller og opnaði fyrsta Bouchon bakaríið fyrir utan Bandaríkin í ágúst 2017 og hefur Axel Þorsteinsson verið yfirbakari frá því í byrjun þess.

Axel er bakari og konditori að mennt og í byrjun árs 2019 fékk Axel stöðuhækkun og gegnir nú hlutverkinu “Brands executive Baker and pastry chef”, en hann sér um rekstur á Bouchon Bakery í sameinuðu arabísku furstadæmunum og fleiri stöðum, þ.e. Café Coco, Véranda og nú nýlega Princi sem er ítalskt bakarí, staðsett víða um heim.

Starbucks keypti 50% hlut af Princi og fer Axel til London með sitt teymi til að koma sér vel inn í rekstur Princi og á næsta ári verður nýtt Princi bakarí opnað í verslunarmiðstöðinni Avenues í Kúveit.

„Ég er núna með 4 brönd, Bouchon Bakery, Café Coco, Véranda og Princi. Ég sé um rekstur og allt starfsfólk sem kemur að því, sem er Back of house. Samtals er ég með 112 starfsmenn (kokka, Bakara, og pastry). Var að opna litla Cafe coco búð á nýja flugvellinum sem er að gera góða hluti. Þar erum við með svona Coco to go offering sem er betra fyrir fólk a ferðinni og líka að setjast.“

Sagði Axel í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um bakaríin sem hann sér um.

Komu upp einhver vandræði í kringum opnunina á nýja Bouchon bakaríinu í Galleria Al Maraya?

„Já mikil, fengum t.a.m. gas og vatn tveimur dögum fyrir „Friends and Family“ sem er svona foropnun. Við áttum mjög góða foropnun sem stóð yfir í þrjá daga. Staðurinn tekur 48 manns í sæti og komu um 500 manns á fyrsta degi, um 740 manns á seinni deginum, en staðurinn býður einnig upp á að fólk getur tekið með sér góðgæti. Svona mikil aðsókn hefur verið alveg frá því opnun staðarins.“

Sagði Axel að lokum.

Þetta er níundi staðurinn sem að Axel opnar í miðausturlöndunum, þ.e. í Dubai, Abu Dhabi, Kúveit, Qatar og Bahrain.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Þrír nýir staðir opna

Birting:

þann

Forsetinn

Forsetinn á Laugavegi 51

Útgerðin – bar

Barinn Útgerðin var opnaður á Akranesi í vikunni. Hann er til húsa við Stillholt 16-18, þar sem Svarti Pétur var áður til húsa.

Búið er að taka húsnæðið allt í gegn og setja upp nýjar innréttingar og stækka staðinn.

„Þetta á að vera vettvangur skemmtunar fyrir alla Skagamenn,“

segir Eva Maren Guðmundsdóttir er rekstrarstjóri Útgerðarinnar í samtali við Skessuhorn sem fjallar nánar um staðinn í Skessuhorni vikunnar.

Forsetinn opnar á Laugavegi 51

Forsetinn er nýr café-bistro staður sem opnaði nú í vikunni við Laugaveg 51. Til að byrja með verður einungis drykkir í boði, þar sem lögð er áhersla á íslenska framleiðslu.

Einn af eigendum er Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata.

Dóri DNA opnar vínbar

Mikki refur, nafn sem getur bakað vöfflur á laugardögum á undan barnasýningum í Þjóðleikhúsinu en um leið fengið eldri gesti inn í smá púka á kvöldin eftir sýningar.

Sú er hugsunin á bak við nafnið á nýjum vínbar og kaffihúsi sem Dóri DNA er að opna í ágúst, einmitt í húsinu á móti Þjóðleikhúsinu á Hverfisgötu 18, þannig að það er ekki langt að fara þegar fólk á erindi á borð við ofangreind, að því er fram kemur á mbl.is sem fjallar nánar um staðinn hér.

Mynd: facebook / Forsetinn

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Kaldilækur opnar á ný – Bjóða m.a. upp á pabbakók

Birting:

þann

Kaldilækur í hjarta Sjómannagarðsins í Ólafsvík

Jón Páll ánægður með nýja hlutverkið.
Mynd: facebook / Kaldilækur

Litla rauða krúttlega kaffihúsið Kaldilækur í hjarta Sjómannagarðsins í Ólafsvík opnaði nú á dögunum en að undanförnum árum hefur staðurinn verið opinn yfir sumartímann.

Nýju rekstraraðilar eru Jón Páll Pálmason og eiginkona hans Kerry Palmason, en áður höfðu bræðurnir Anton Jónas og Ólafur Hlynur Illugasynir rekið staðinn frá árinu 2017.

Bræðurnir Anton og Ólafur opna kaffihúsið Kaldalæk í Ólafsvík

Á matseðlinum er meðal annars vöfflur, kleinuhringir, muffins, gos og pabbakók, sem vænta má er fullorðinsdrykkur.

Kaldilækur í hjarta Sjómannagarðsins í Ólafsvík

Kaldilækur er staðsett í hjarta Sjómannagarðsins í Ólafsvík.
Húsið er friðað frá árinu 1910, og er um 30 fermetrar.
Mynd: skjáskot af google korti

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Ný fiskbúð í Njarðvík

Birting:

þann

Fiskbúð Reykjaness í Njarðvík

Sigurður Magnússon

Fiskbúð Reykjaness opnaði nýverið í húsnæði við Brekkustíg í Njarðvík. Eigandi búðarinnar er Sigurður Magnússon en hann hefur gengið með hugmyndina í maganum í um tvö ár.

Hann hafði unnið við akstur og var á leiðinni austur á land í vondu veðri og að hafa næstum fokið útaf veginum ákvað hann að hann ætlaði að taka sér eitthvað annað fyrir hendur og fór að vinna að hugmyndinni um opnun fiskbúðar.

Hann er reyndar með „fiskbúð í blóðinu“ því móðir hans rak fiskbúð við Hrinbraut í Keflavík fyrir nokkrum árum, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta sem fjallar nánar um fiskbúðina hér.

Fiskbúð Reykjaness í Njarðvík

Myndir: facebook / Fiskbúð Reykjaness

Lesa meira
  • Jim Beam Black í kakó 17.06.2020
    Jim Beam Black og Kakó 30 ml Jim Beam BlackFyllt með kakóToppað með rjóma Tækni: Blandað beint Glas: ÚtilegubolliSkreyting: Súkkulaði spænir Aðferð:  Jim Beam Black og kakó er hellt beint í bolla eða glas og hrært saman. Rjóminn settur ofaná og súkkulaði spænir stráð yfir. Frábær drykkur í útileguna! Ert þú að fylgja Viceman Instagram og Facebook?Fróðleikur, uppskriftir og […]
  • Hvað er Bourbon? 14.06.2020
    Árlega er Bourbon dagurinn haldin hátíðlegur þann 14 júní. Í fyrstu voru það aðeins Bandaríkjamenn sem héldu hann hátíðlegan enn á síðustu árum hafa unnendur Bourbon tekið þátt í að halda daginn hátíðlegan enda er Bourbon á mikilli vinsældar siglingu. Hvað er bourbon? Bourbon er tegund af Amerísku viskí og er talið að viskíið dragi […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag