Vertu memm

Markaðurinn

Aukin eftirspurn eftir dósum

Birting:

þann

Ölgerðin - Logo

Eftirspurn eftir dósum á alþjóða markaði hefur leitt til þess að Ölgerðin er á sama báti og fyrirtæki út um heim allan að fá ekki nægilegt magn miðað við eftirspurn. Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fá fleiri dósir en söluaukning hjá okkur er mun meiri en við og dósaframleiðandinn áttum von á.

Eitthvað hefur borið á skorti á vinsælum tegundum á borð við Kristal Mexican Lime og Pepsi Max en úr því verður leyst á allra næstu dögum. Hins vegar er viðbúið að þetta ástand vari fram til áramóta en þá eigum við von á að ástandið verði komið í eðlilegt horf.

Við biðjum viðskiptavini okkar velvirðingar á þessu og ítrekum að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bæta úr stöðunni.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Markaðurinn

Námskeið í bjór og bjórgerð

Birting:

þann

Bjór - Bjórgerð - Brugghús

Á námskeiðinu er fjallað um bjór, um bjórgerð, bjórsögu og um pörun á bjórs við mat.

Nánari upplýsingar hér og skráning hér.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Markaðurinn

Spennandi nýjung frá TABASCO®

Birting:

þann

Bloody Mary - TABASCO

Bloody Mary með TABASCO® kryddaða tómatsafanum

Hér er á ferðinni spennandi ný vara undir merki TABASCO®, kryddaður tómatsafi. Tómatsafinn er mildur og góður og ætti því að henta sem flestum. Safinn er einstaklega góður til neyslu einn og sér, en hann er einnig tilvalinn í kokteilagerð. Þú færð þessa spennandi nýjung frá TABASCO®  hjá okkur í Vefverslun Innnes ehf.

TABASCO® sósurnar eiga uppruna sinn í Louisiana fylki í Bandaríkjunum og er enn verið að fylgja upprunalegu uppskriftinni sem er frá árinu 1868. TABASCO® hefur notið gríðarlegra vinsælda út um allan heim og er eitt af þekktari vörumerkjum sem til eru. Sósurnar má nota bæði í hvers konar drykki og mat.

Þekktasti drykkurinn sem inniheldur TABASCO® er hinn frægi drykkur Bloody Mary. Hér fyrir neðan má sjá uppskrift þar sem nýji tómatsafinn er notaður.

Bloody Mary með TABASCO® kryddaða tómatsafanum

Hráefni:

45ml Vodki
120ml TABASCO® kryddaður tómatsafi
15ml sítrónusafi
1 sellerý stilkur

Við mælum með að fylla glas af klökum, blanda öllum hráefnum út í glasið og hræra með sellerí stilknum. Hægt er að skreyta glasið með sneið af sítrónu og chílí pipar.

Hér er svo úrval af öllum TABASCO® í Vefverslun Innnes ehf.

Lesa meira

Markaðurinn

Vegware, einnota umbúðir

Birting:

þann

Matarbox - Einnota umbúðir

Tandur býður upp á mikið úrval af einnota umbúðum frá Vegware. Allar vörur Vegware eru vottaðar jarðgeranlegar. Þær mega því fara beint í lífrænt þar sem þær verða að moltu og jarðgerast við fullkomnar aðstæður á 8-12 vikum.

Vegware hefur verið leiðandi í framleiðslu og sölu á umhverfisvænum, jarðgeranlegum umbúðum allt frá því að fyrirtækið var stofnað árið 2006.

Þann 3. júlí tóku í gildi lagaákvæði sem hafa það að markmiði að takmarka sölu og afhendingu á einnota plastvörum. Lagaákvæðin kveða á um bann við afhendingu og merkingarskyldu. Samkvæmt lagaákvæði er nú bannað að afhenda og setja á markað allar einnota umbúðir sem framleiddar eru úr frauðplasti, einnota hnífapör úr plasti og PLA, einnota diska með plastfilmu, rör úr plasti og PLA, kaffihrærur úr plasti og PLA. Auk þess ber nú að merkja alla kaffibolla og glös sem eru framleidd úr plasti að hluta eða öllu leiti.

Vegware hefur brugðist við þessu og verða allir bollar og glös merktir á íslensku líkt og reglugerð gerir ráð fyrir. Einnota hnífapörum og kaffihrærum úr PLA hefur verið skipt út fyrir samskonar vöru úr við og rörin eru nú úr pappa.

Við hvetjum ykkur til að kíkja á úrvalið í vefverslun, vera töff og velja rétt fyrir umhverfið.

Kaffibollar - Einnota umbúðir

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið