Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Ást og gleði í Instagram mynd desember mánaðar

Birting:

þann

Tre Tjenere - Tinna Óðinsdóttir og Loftur Hilmar Loftsson

Þjónaparið Tinna Óðinsdóttir og Loftur Hilmar Loftsson

Mikil ást og gleði er í Instagram mynd desember mánaðar, en þar má sjá veitingahjónin Tinnu Óðinsdóttur og Loft Loftsson á gamlársdag að óska öllum gleðilegt nýtt ár. Loftur og Tinna eru framreiðslumenn að mennt, en þau eiga og reka veitingastaðinn Tre Tjenere á eyjunni Bornholm sem staðsett er rétt fyrir utan Danmörk.

Sjá einnig:

Íslenskir þjónar opna veitingastað á eyjunni Bornholm

Myndin er í takt við það sem veitingageirinn.is fjallar hvað mest um, en það er að sýna á bak við tjöldin í veitingabransanum.

Notið myllumerkið #veitingageirinn á Instagram myndirnar ykkar og þær birtast sjálfkrafa fyrir miðju á forsíðunni.

Mynd: Instagram / Tre Tjenere

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Nýr eigandi opnar Messann í Lækjargötu

Birting:

þann

Veitingamaðurinn Tómas Þóroddsson sem á og rekur staðina Kaffi Krús og Vor á Selfossi hefur keypt rekstur Messans í Lækjargötu

Veitingamaðurinn Tómas Þóroddsson sem á og rekur staðina Kaffi Krús og Vor á Selfossi hefur keypt Messann í Lækjargötu

Veitingamaðurinn Tómas Þóroddsson sem á og rekur staðina Kaffi Krús og Vor á Selfossi hefur keypt Messann í Lækjargötu og verða dyr staðarins opnaðar gestum að nýju klukkan 11:30 í dag. Áfram verður lögð megináhersla á ferskan fisk og upplifunin fyrir gesti sú sama og hún var fyrir lokun enda eru yfirþjónn og kokkur staðarins þeir sömu og áður.

„Það er mikill fengur að þeim enda Messinn þekktur fyrir skotheldan mat og góða þjónustu. Konseptið verður alveg eins en það bætast við nokkrir nýir réttir á seðilinn og það getur nú ekki verið annað en fagnaðarefni fyrir gestina okkar. Veitingarekstur er mín ástríða og ég er því mjög þakklátur fyrir að geta starfað við það sem gleður mig einna mest. Ég hlakka því til að takast á við verkefnið“

Segir Tómas Þóroddsson eigandi Messans.

Messinn verður opinn alla daga vikunnar frá klukkan 11:30 – 22:00 og segist Tómas spenntur fyrir því að standa vaktina með sínu fólki.

Messinn á Lækjargötu

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Svona lítur brönsinn út hjá Sjálandi

Birting:

þann

Sjáland við Arnarnesvoginn í Garðabæ

Bröns eða árbítur nýtur mikilla vinsælda, en það eru ekki mörg ár síðan að einungis örfá veitingahús og hótel sem buðu upp á bröns, enda óþekkt fyrirbæri hjá íslendingum.

Í dag er öldin önnur og er feykilega vinsælt að stórfjölskyldan, pör, vinir og kunningjar fari út að borða í árbít.

Nýi veitingastaðurinn Sjáland, sem staðsettur er við Ránargrund 4 við Arnarnesvoginn í Garðabæ, býður nú í fyrsta sinn upp á árbít.

Sjáland hefur fengið mjög góðar viðtökur frá því að hann opnaði.

Sjá einnig hér:

Veitingastaðurinn Sjáland opnar – Sjáðu myndirnar af staðnum, kokteilunum og matnum

Bröns matseðillinn

Flottur bröns matseðill, en hann er í boði alla laugardaga og sunnudaga frá klukkan 11:30 til 13:30.

Veitingastaðurinn Sjáland

Vaffla.
Önd, steikt egg, sultuð ber, parmaskinka.

Vöfflur
– Önd, steikt egg, sultuð ber, parmaskinka
– Hægeldað egg, skinka, hollandaise
– Hægeldað egg, reykt klausturbleikja, hollandaise

Pretzel beygla
Scramble egg, þykkt spicy bacon, avocado salat og Ísbúí

Pretzel beygla (vegan)
Avacado salat, buff tómatar, oumph, tofu

Grillaður hvítur aspas
Tindur, Grásleppu hrogn, Ristaðar möndlur

Brunch Vaxa salat
Kryddjurta dressing, ristuð fræ, Gúrkur, gulrætur, radisur.

Veitingastaðurinn Sjáland

Grillaður hvítur aspas.
Tindur, grásleppu hrogn, ristaðar möndlur.

Eldbakaðar Pizzur fyrir þá sem ekki vilja bröns

Fyrir þá sem ekki vilja bröns, þá er alltaf í boði að fá Eldbakaðar Pizzur.

Sjá matseðilinn í heild sinni hér.

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Nýr humlaður lager frá Einstök

Birting:

þann

Einstök Hoppy Summer Lager

Einstök Hoppy Summer Lager er nýr lagerbjór frá Einstök Ölgerð sem kominn er í sölu í Vínbúðunum.  Hoppy Summer er bragðmikill lagerbjór sem er 4,7% að styrkleika. Hann skartar bæverskum humlum og er þurrhumlaður með Citra Cryo til að gefa þetta kraftmikla en jafnframt ferska bragð.

Einstök hefur hingað til einbeitt sér að því að framleiða gæðabjóra í öðrum bjórstílum og er hér því um fyrsta lager bjór Einstök að ræða.

„Við höfum orðið vör við aukinni eftirspurn eftir lagerbjórum sem eru léttari í áfengisprósentu án þess að það bitni á bragðgæðum og teljum okkur hafa þróað áhugaverðan kost með Hoppy Summer lager sem er karakterríkur, en ferskur lagerbjór.“

segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Einstök Ölgerð ehf. Bjórinn er ósætur og meðal beiskur en í honum má greina grösuga tóna, korn og sítrus.

Einstök Hoppy Summer Lager er fáanlegur í takmörkuðu upplagi í sumar.

Um Einstök Ölgerð

Í haust eru 9 ár síðan Einstök Ölgerð hóf starfsemi hér á landi. Vörur fyrirtækisins fást nú í 26 löndum og er meirihluti framleiðslunnar seldur erlendis. Hoppy Summer Lager er tíunda bjórtegundin sem fyrirtækið setur á markað og verður aðeins fáanlegur á Íslandi í sumar.

Lesa meira
  • Jim Beam Black í kakó 17.06.2020
    Jim Beam Black og Kakó 30 ml Jim Beam BlackFyllt með kakóToppað með rjóma Tækni: Blandað beint Glas: ÚtilegubolliSkreyting: Súkkulaði spænir Aðferð:  Jim Beam Black og kakó er hellt beint í bolla eða glas og hrært saman. Rjóminn settur ofaná og súkkulaði spænir stráð yfir. Frábær drykkur í útileguna! Ert þú að fylgja Viceman Instagram og Facebook?Fróðleikur, uppskriftir og […]
  • Hvað er Bourbon? 14.06.2020
    Árlega er Bourbon dagurinn haldin hátíðlegur þann 14 júní. Í fyrstu voru það aðeins Bandaríkjamenn sem héldu hann hátíðlegan enn á síðustu árum hafa unnendur Bourbon tekið þátt í að halda daginn hátíðlegan enda er Bourbon á mikilli vinsældar siglingu. Hvað er bourbon? Bourbon er tegund af Amerísku viskí og er talið að viskíið dragi […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag